A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
Nýju hvalbeinin í Skrúði 2012.
Nýju hvalbeinin í Skrúði 2012.
« 1 af 2 »
Eitt af höfuðdjásnum elsta skrúðgarðs landsins, Skrúðs í Dýrafirði, er hvalbeinahliðið sem þar stóð um áratugaskeið.

Síðastliðið ár hefur verið unnið að endurnýjun hliðsins og uppsetningu nýrra hvalbeina. Í tilkynningu frá Framkvæmdasjóði Skrúðs er boðið til hátíðar klukkan 14,:00 sunnudaginn 9. september, í tilefni þess að hvalbeinahliðið hefur verið endurreist. Séra Hildur Inga Rúnarsdóttir sóknarprestur mun blessa hin nýju bein auk þess sem flutt verða stutt ávörp. Að afhöfn lokinni verða veitingar í boði Ísafjarðarbæjar.

Allir eru velkomnir á hvalbeinahátíðina í Skrúði.

Gömlu beinin sem voru í garðinum frá 1932 til 2009 eru nú varðveitt í Náttúrgripasafni Bolungarvíkur en þau eru talin vera af einni stærstu steypireyði sem veidd hefur verið við norðanvert Atlantshaf. Hvalur ehf. gaf sjóðnum nýju beinin árið 2009 og eru þau af langreyði sem veiddist sama ár. Undirstöður fyrir nýju beinin voru hannaðar með það fyrir augum að hæð beinanna í garðinum væri sú sama og áður en gömlu hvalbeinskjálkarnir voru rúmum metra lengri en þeir nýju. Þá má geta þess að í þessari viku mun hópur sérfræðinga frá Benetton Foundation á Ítalíu heimsækja garðinn, en þar eru á ferð 11 fræðimenn á sviði landslagsarkitektúrs og listasögu. Sjóðurinn veitir árlega ein virtustu verðlaun sem veitt eru á þessu sviði.
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31