A A A
  • 1954 - Fríður Jónsdóttir
  • 1957 - Sigurður Rúnar Jónsson
Dýrfirðingurinn Vilborg Davíðsdóttir.
Dýrfirðingurinn Vilborg Davíðsdóttir.
„Ég held að ég verði seint metsöluhöfundur í Egyptalandi en hvað sem því líður er þetta áhugavert og skemmtilegt," segir dýrfirski rithöfundurinn Vilborg Davíðsdóttir, sem nýverið landaði samningi við arabíska útgáfufélagið Animar í Egyptalandi um þýðingu á bókinni Galdur sem kom út hjá Forlaginu árð 2000.

Vilborg segir bókamessuna í Frankfurt í Þýskalandi á síðasta ári spila veigamikla rullu í útgáfuferli bókarinnar á erlendri grundu. „Í tengslum við heiðurssess Íslands á bókamessunni í Frankfurt ákvað bandaríska útgáfufyrirtækið Amazon Crossing, dótturfyrirtæki Amazon, að gefa út bækur eftir sjö íslenska höfunda á ensku, þar á meðal mig og Galdur kom út vestan hafs í mars. Þannig opnaðist þessi gluggi til Egyptalands."

Mjög sjaldgæft er að fá skáldsögur þýddar á arabísku vegna mjög stífra reglna þar að lútandi og ritskoðunar en að sögn Vilborgar hefur margt breyst til betri vegar í þeim efnum með arabíska vorinu og ritfrelsið orðið meira. Forlagið, sem gefur út bækur Vilborgar, hefur nú þegar gert samning um þýðingu og útgáfu á þremur öðrum bókum eftir íslenska höfunda, Gæludýrin eftir Braga Ólafsson, Tröllakirkjuna eftir Ólaf Gunarsson og Z, ástarsögu eftir Vigdísi Grímsdóttur. Galdur kemur út í Egyptalandi í lok árs næsta árs.

Þrjár af bókum Vilborgar hafa verið gefnar út á þýsku en Galdur er fyrsta bók hennar til að koma út á ensku og ber titilinn „On the Cold Coasts". „Það reyndist ómögulegt að finna enskt orð sem bæri sömu merkingu og galdur hefur á íslensku og því varð úr að þessi titill var tekinn upp úr ensku ljóði frá 15. öld um samskipti Englendinga og Íslendinga sem ritað er fremst í bókinni," útskýrir Vilborg. Vilborg er þesssa dagana að leggja lokahönd á handrit að skáldsögu sem er framhald á sögu Auðar djúpúðgu og hefst rúmum áratug eftir að þeirri bók sleppir, árið 865. Nýja bókin kemur út um miðjan október og ber titilinn ,,Vígroði".

Til gamans má svo kanna hver titill bókarinnar verður sé honum snarað úr ensku yfir á arabísku, en þá myndi hann útfærast sem على الساحلالباردة

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31