A A A
  • 2012 - Freyja Dís Hjaltadóttir
Árni og Erna á Vöðlum í Önundarfirði eru Hljómsveitin Hjónabandið.
Árni og Erna á Vöðlum í Önundarfirði eru Hljómsveitin Hjónabandið.

Árlegt Hjónaball Dýrfirðinga verður haldið 3. nóvember 2012 í Félagsheimilinu á Þingeyri.

Verður með hefðbundnu sniði, veislukvöldverður að hætti Jóhannesar Odds Bjarnasonar og dansleikur á eftir þar sem Hjónabandið, að sjálfsögðu spilar fyrir dansi.

Gengð verður í hús í næstu viku og með þátttökulista fyrir hátíðina. Þeir sem vilja geta skráð sig fyrir þann tíma í síma: 456-8278 eða 893-1078 hjá Gunnhildi og Lína.

Að sjálfsögðu verður þetta svo allt auglýst betur þegar nær dregur.


Nefndin.
.

Starfsmannfélag Laufáss verður með rækjur til sölu í vetur. Gengið verður í hús í kvöld 11. okt. Einnig er hægt að hafa samband við starfsmenn á Laufási á leikskólatíma eða í síma 663-9834 (Magga). Ágóðinn rennur í sjoð þar sem stefnt er á að fara í námsferð til Póllands á vordögum.
Þingeyri við Dýrafjörð.
Þingeyri við Dýrafjörð. "Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar"
Föstudaginn 12. október verður efnt til sameiginlegrar hátíðar nemenda í 1.- 7. bekk frá Súðavík, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri í Íþróttamiðstöðinni á Þingeyri.

Ekki er um keppni að ræða milli skólanna heldur eru fyrirfram myndaðir hópar þar sem blandað er saman nemendum úr öllum skólunum. Með þeim hætti ná nemendur frá skólunum að kynnast og vinna saman. Settar eru upp 8 mismunandi stöðvar sem nemendur fara á milli og leysa mismunandi verkefni. Öll eru þau í anda leikanna sem ber yfirskriftina ,, samvinna gerir okkur sterkari" og í þeim anda að krakkarnir skemmti sér og hafi ánægju af þátttökunni.

Í lokin munu svo allir gæða sér á pizzusneiðum og ávaxtasafa. Eldri nemendur í skólanum á Þingeyri munu hjálpa til við framkvæmdina. Leikarnir byrja kl. 09:00 og þeim lýkur á hádegi. 
Minnisvarði á Bessastöðum í Dýrafirði um þennan atburð og mennina sem fórust.
Minnisvarði á Bessastöðum í Dýrafirði um þennan atburð og mennina sem fórust.
« 1 af 4 »
Þrír Vestfirðingar/Dýrfirðingar fórust en sýslumaður Ísfirðinga, Hannes Hafstein, og tveir aðrir björguðust þegar bátur þeirra lagðist á hliðina fram af Haukadal í Dýrafirði.

Þeir voru að reyna að komast um borð í enskan togara sem var að ólöglegum veiðum á Dýrafirði. 

Morgunblaðið miðvikudagurinn 10. október 2012 - Dagar Íslands- Jónas Ragnarsson 
09.10.2012 - 07:15 | bb.is

Gámasvæðið verður á Söndum

Séð út Dýrafjörð.  Ljósm.: Davíð Davíðsson.
Séð út Dýrafjörð. Ljósm.: Davíð Davíðsson.
Umhverfisnefnd Ísafjaðrarbæjar hefur lagt til við bæjarstjórn að nýtt deiliskipulag fyrir Þingeyri verði tekið til endurskoðunar á grundvelli athugasemda bæjarbúa. Íbúasamtökin Átak á Þingeyri skoruðu á bæjarstjórn að endurskoða staðsetningu gámasvæðisins innan deiliskipulagsins, sem hugað var að staðsetja í miðju bæjarins. Þess í stað er ákveðið að gámasvæðið verði á Söndum. Þetta var ákveðið á fundi umhverfisnefndar í síðustu viku....
Meira
08.10.2012 - 07:16 | BIB

Svalandi ferðir á Suðurland

Páll S. Elíasson framan við Sunnlenska bókakaffið á Selfossi. Þar er vinsæll samkomustaður Vestfirðinga á Suðurlandi.
Páll S. Elíasson framan við Sunnlenska bókakaffið á Selfossi. Þar er vinsæll samkomustaður Vestfirðinga á Suðurlandi.
« 1 af 3 »

Dýrfirðingurinn Páll S. Elíasson er reglulegur gestur á Suðurlandi því hann kemur tvær ferðir í hverri viku með Coca Cola og svalar þorsta þeirra Sunnlendinga sem eru fyrir kókið.

 

Páll hefur starfað sem bílstjóri hjá Vífilfelli frá því í september 1991 og kemur alla þriðjudaga og föstudaga á Suðurland.

 

Kastar hann yfirleitt glaðlegri kveðju á þá Vestfirðinga sem á vegi hans verða í þessum ferðum og er honum og brosinu tekið fagnandi. 

Árshátíð 2005.
Árshátíð 2005.
« 1 af 5 »
Árshátíð Dýrfirðingafélagsins verður haldin laugardaginn 13. október 2012 , í Stangarhyl 4 110 Reykjavík.

Húsið verður opnað kl. 18:00, og borðhald hefst kl 19:00.


Eftir borðhald og skemmtiatriði verður dansleikur.


Hljómsveitin Hafrót spilar létta tónlist undir borðhaldi, og leikur síðan fyrir dansi að því loknu.


- Dýrfirðingar: Tökum nú höndum saman, og höldum glæsilega árshátíð
Séð yfir Dýrafjarðabrú og inn Dýrafjörð.
Séð yfir Dýrafjarðabrú og inn Dýrafjörð.
Brú yfir Dýrafjörð var vígð þann 2. október 1992 og í dag eru því 20 ár frá vígslunni. 

Brúin er 120 metra löng.

Leiðin milli Þingeyrar og Ísafjarðar styttist um 13 kílómetra.

Morgunblaðið þriðjudagurinn 2. október 2012 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.
Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30