A A A
  • 1921 - Þorlákur Ó Snæbjörnsson
  • 1956 - Sigrún Guðmundsdóttir
Björn Davíðsson og græna havaii skyrtan hans stálu óvænt senunni í kosningasjónvarpinu er Björn las kosningatölur frá Ísafirði íklæddur skyrtunni í sjónvarpi allra landsmanna. Björn á margar slíkar skyrtur en í samtali við fréttamann RÚV sagði hann skyrtuna vera í hógværari kantinum af þeim fjölmörgu í hans. „Þessi er ein af hófsamari skyrtunum – maður vill ekki stuða landsmenn of mikið. Hún var valin með hliðsjón af því að ég væri að fara í sjónvarpið.“ Björn er fæddur og uppalinn á Þingeyri en búsettur á Ísafirði....
Meira
Hin árlega heimildarmyndahátíð á Patreksfirði, Skjaldborgarhátíðin, var haldin um nýliðna helgi og var það í 12. sinn sem hún er haldin. Átján íslenskar heimildarmyndir voru frumsýndar á hátíðinni en það var heimildamyndin Söngur Kanemu eftir Önnu Þóru Steinþórsdóttur sem var hlutskörpust og hlaut hún bæði Ljóskastarann, aðalverðlaun dómnefndar, og áhorfendaverðlaunin Einarinn. ...
Meira
Á Ingjaldssandi er lögbýlið Sæból þar sem Elísabet Anna Pétursdóttir býr árið um kring. Vegurinn að Ingjaldssandi liggur úr Dýrafirði og norður að Önundarfirði en á leiðinni er farið yfir Sandsheiði sem oft er ófær að vetri til og lítið mokuð. Elísabet hefur lengi barist fyrir því að fá mokað heim að Sæbóli en vegurinn er skilgreindur sem héraðsvegur vegna vegalengdar og hæðar og er því ekki mokaður sem skildi. Morgunblaðið fjallaði um málið árið 2017 en sonur Elísabetar, Þór Engholm nemandi við Menntaskólann á Ísafirði, hefur oft þurft að fara leiðina fótgangandi til að komast heim til móður sinnar, og þá gjarnan klyfjaður m.a. af pósti og matvöru....
Meira
Vikuframvinda í Dýrafjarðargöngum
Vikuframvinda í Dýrafjarðargöngum

Lengd ganganna í lok viku 20 var 2.307,6 m sem er 43,5 % af heildarlengd ganganna. Framvinda vikunnar var því 100,6 m en alls voru sprengdar 20 færur.
Aðstæður í göngunum voru mjög góðar. Rautt setlag, sem kom í ljóst í síðustu viku og hefur verið á stafninum, hækkaði hratt upp stafninn og hvarf upp í þekjuna. Lagið sem er á stafninum núna er massíft stórstuðlað ólivín basalt, það er smá blöðruband efst undir karganum en annars heillegt og gott. 

...
Meira
Verk Vilborgar Davíðsdóttur hafa átt miklum vinsældum að fagna bæði hér heima og erlendis en nú geta aðdáendur átt von á að sjá söguna um landnámskonuna Auði djúpugðu Ketilsdóttur lifna við á skjánum. Síðdegisútvarpið tók leikstjórann og framleiðandann Bjarna Haukur Þórsson tali nýlega en þar sagði hann frá því að sænskt framleiðslufyrirtæki hans, Thorsson Produktion AB, hefði keypt kvikmynda- og sjónvarpsréttinn að bókum Vilborgar Davíðsdóttur um Auði djúpúðgu, AuðiVígroða og Blóðuga jörð....
Meira
Eva Pandora Baldursdóttir, sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunnar
Eva Pandora Baldursdóttir, sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunnar
Verkefnið Öll vötn til Dýrafjarðar tekur nú flugið hér á Þingeyri en auglýst hefur verið eftir verkefnastjóra fyrir verkefnið. Öll vötn til Dýrafjarðar er yfirskrift verkefnisins um Brothættar byggðir og er á vegum Byggðastofnunnar. Tíu byggðarlög á landinu hafa hlotið brautargengi til þátttöku, þar af tvö nú á þessu ári og er Þingeyri eitt þeirra. Verkefnið Brothættar byggðir var fyrst sett á laggirnar sem tilraunaverkefni árið 2012 en í ljósi góðrar reynslu hefur verkefnið nú fest sig í sessi....
Meira
16.05.2018 - 14:44 | Blábankinn á Þingeyri

Nýsköpun, fyrirlestrar og vinnustofa í Blábankanum

Blábankinn stýrir um þessar mundir nýsköpunarhraðli á Þingeyri. Sjö nýsköpunarverkefni voru valin til þátttöku úr hópi umsækjenda, og vinna þau að lausnum vegna samgöngumála, alzheimer, atvinnumiðlunar og fleira. Þátttakendum gefst færi á að vinna að verkefninu sínu í 2-3 vikur í nýju umhverfi fjarri áreiti hversdagsins en þeir fá aðgang að góðri vinnuaðstöðu sem hentar hverjum og einum, tengslaneti og leiðbeinendum. Lögð er áhersla á ýta undir skapandi andrúmsloft með jöfnu hlutfalli milli vinnu og kyrrðar, en að auki er boðið uppá þátttöku í samveru úti í náttúrunni og jóga.




Í lok vikunnar mun Haraldur Þórir Hugosson frá sprotafyrirtækinu Genki Instruments dvelja á Þingeyri í tengslum við hraðalinn og heldur tvo viðburði sem opnir eru fyrri áhugasama.

...
Meira
14.05.2018 - 14:01 |

Dýrafjarðargöng: Vika 19

Rautt setlag sem nýverið kom í ljós
Rautt setlag sem nýverið kom í ljós
« 1 af 2 »

Í viku 19 voru grafnir 86,6 m og er lengd ganganna því nú 2.207,0 m sem er 41,6 % af heildarlengd ganganna. 


Sem fyrr eru aðstæður góðar í göngunum og göngin þurr. Nýtt rautt setlag, um 30-40 cm þykkt, kom í ljós í gólfi ganganna og hefur það verið að hækka í sniðinu eftir því sem lengra er grafið. Efni úr göngunum hefur mestmegnis verið keyrt beint í vegfyllingar eða til mölunar. Búið er að mala töluvert af efni sem verður notað í veg við Hófsá við bráðabirgðabrúna sem þar mun rísa.

...
Meira
Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31