A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
27.06.2018 - 09:20 |

Dýrafjarðardagar 2018

Nú styttist óðum í Dýrafjarðardaga, sem verða settir föstudagskvöldið 29. júní kl 19:00 í Bjarnaborg og óhætt að segja að dagskráin sé bæði fjölbreytt og sniðin að öllum aldurshópum.

Hoppkastalar, andlistmálun, Sirkus Ísland, Villi Vísindamaður, Tónafljóð, Vestfjarðameistaramót í KUBB, Súpa í garði, Þórarinn Eldjárn, Vilborg Davíðsdóttir, Úlfur Úlfur, 200.000 Naglbítar, Ragnheiður og Haukur Gröndal, Bergmál, grillveisla, hestar, myndlistarsýningar og fleira og fleira.

Dagskrána í heild má finna hér til hliða í valmyndinni undir Dýrafjarðardagar og á facebook síðu hátíðarinnar: https://www.facebook.com/dyrafjardardagar
Stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar keyrir yfir nýju bráðabirgðabrúna yfir Hófsá.
Stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar keyrir yfir nýju bráðabirgðabrúna yfir Hófsá.
« 1 af 2 »
Í viku 25 voru grafnir 87,3 m í göngunum og því lengd ganganna í lok vikunnar orðinn 2.733,9 m sem er 51,6 % af heildarlengd ganganna. Fyrsta sprenging vikunnar var númer 537 við gröft ganganna og var jafnframt sú sprenging sem markaði þau tímamót að gröftur ganganna var þá hálfnaður. ...
Meira
25.06.2018 - 00:05 | Blábankinn á Þingeyri

Engin/nn er glansmynd

Við vitum öll að áhrif fjölmiðla á líkamsmynd kvenna, karla, drengja og stúlkna er umtalsverð og þá sjaldnast jákvæð. Flest höfum við séð oftar en einu sinni óeðlilegar glansmyndir af fyrirsætum sem sýna hvernig hamingjan lítur út og setja okkur hinum fegurðarstaðla sem fyrirfinnast aðeins í myndeftirvinnslu forritum. Ímynd tískuiðnaðarins hefur sokkið dýpra og dýpra með hverri umfjölluninni af annarri sem flettir ofanaf óheilbrigðum áherslum og kröfum bakvið tjöldin um ónáttúrulegar líkamsstærðir. Á sama tíma mæla heilsugúrúar með ákveðnu matarræði sem sveiflast eftir tímabilum með eða á móti ákveðnum fæðuflokkum og jafnharðan spretta upp lausnir á markaðnum fyrir breyska og bugaða neytendur, til að njóta án samviskubits, matvara á borð við sykurlaus sætindi, fitusnauðar matvörur og annað í þeim dúr....
Meira
Geilsi - einstök saga þorps
Geilsi - einstök saga þorps

Kómedíuleikhúsið hefur gefið út verkið Geisli Bíldudal 1946 - 1960 úrval. Kómedíuleikhúsið er fyrsta og eina atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum, stofnað árið 1997 og er starfrækt af Elfari Loga Hannessyni og konu hans Marsibil Kristjánsdóttur myndlistarkonu. Leikhúsið hefur staðið fyrir fjölda uppsetninga á verkum og þá sér í lagi einleikjum, en einnig gefið út ýmis ritverk og hljóðbækur. Geisli er 20. verkið sem gefið er út á vegum leikhússins en hér er á ferðinni einstök útgáfa er inniheldur úrval úr blaðinu Geisla er gefið var út á Bíldudal um miðja síðustu öld. Geisli var í raun safnaðarblað ritstýrt af hinum mæta klerki Jóni Kr. Ísfeld. Það var hinsvegar ekki bara kristilegt efni í Geisla heldur og fréttir úr þorpinu. Klerkur hafði fjölbreytt og gott fréttanef því víst var þorpslífið fangað í hverju tölublaði með fréttum af veðri, atvinnumálum, gestakomum í þorpið, giftingum, mannamótum og öllu mögulegu. Geisli Bíldudal gefur sannlega einstaka mynd af þorpi á Vestfjörðum í einn og hálfan áratug. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verkið og pantanir hjá Kómedíuleikhúsinu

 

Vikuleg framvinda í viku 24 við gangagerð Dýrafjarðarganga
Vikuleg framvinda í viku 24 við gangagerð Dýrafjarðarganga
« 1 af 4 »

Í viku 24 voru grafnir 88,7 m í göngunum og er því heildarlengd ganganna nú 2.646,7 m eða 49,9 %. Í vikunni var sama stórstuðlaða basaltlagið á stafni allan tímann. Sprengingar hafa gengið vel og hefur efni verið keyrt beint í fláafleyg.

Haldið var áfram með Hrafnseyrarveg, moldarjarðvegur var tekinn undan og lagður á fyrirhugaða fláalínu neðan vegar og fyllt jafnóðum í vegkassa með sprengigrjóti úr göngum. Undir lok vikunnar var undirstöðum bráðabirgðarbrúar og burðarbitum á Hófsá komið fyrir.

Í Dýrafirði var haldið áfram með borun á presplitt flötum og sprengdar nokkrar færur, þar er jarðfræðin sem fyrr nokkuð fjölbreytt.

17.06.2018 - 12:43 |

Gleðilegan 17. júní

Í dag fagna íslendingar þjóðhátíðardeginum 17. júní sem jafnframt er fæðingardagur Jóns Sigurðssonar sem fæddur var að Hrafnseyri í Arnarfirði. Árið 1944 var 17. júní valinn stofndagur lýðveldisins og hefur síðan verið opinber þjóðhátíðardagur og almennur frídagur.

Gleðilega hátíð!...
Meira

Vegna vinnu við vatnsvarnir verður Breiðadalsleggur (til/frá Önundarfirði) lokaður á nóttinni á virkum dögum, frá miðnætti  til kl. 7:00. Vinnan hefst á miðnætti þann 13 júní (aðfaranótt fimmtudags).

Óljóst er hversu langan tíma þetta tekur en reikna má með 2-3 vikum. Þetta hefur ekki áhrif á umferð milli Súgandafjarðar og Skutulsfjarðar.
Verðlauna- og viðurkenningahafar fyrir Nýsköpun í þjónustu 2018
Verðlauna- og viðurkenningahafar fyrir Nýsköpun í þjónustu 2018
Blábankinn, samfélagsmiðstöðin á Þingeyri, hlaut á dögunum sérstaka viðurkenningu fyrir nýsköpun í opinberri stjórnsýslu. Verðlaun og viðurkenningar voru veittar á ráðstefnunni Nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018 -„Betri opinber þjónusta með öflugu samstarfi og nýtingu stafrænna lausna“ sem haldin var föstudaginn 9. júní 2018 á Grand Hótel í Reykjavík....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31