A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
11.07.2018 - 17:11 |

Ágæt framvinda í gangnavinnu

Framvinduyfirlit
Framvinduyfirlit
« 1 af 3 »
Í viku 27 voru grafnir 80,0 m í göngunum og er því lengd ganganna orðin 2.901,9 m en það er 54,7 % af heildarlengd. Í lok síðustu viku var grafið í sprungu sem var í vinstri veggnum og lak nokkuð af vatni úr henni. Þegar greftri var haldið áfram kom í ljós að um var að ræða misgengi sem liggur skáhalt í gegnum göngin. Við enda misgengisins er svo berggangur sem liggur meira þvert á göngin. Vatnið rennur nú á afmörkuðum stöðum í veggjunum til sitthvorrar handar. Rennslið úr sprungunni er í heildina um 20 l/s og hefur rennslið minnkað aðeins frá því að opnaðist fyrst á vatnsæðina....
Meira
11.07.2018 - 16:17 |

Listahátíð haldin á Flateyri

Listahátíðin Straumar verður haldin á Flateyri dagana 26.-29. júlí næstkomandi en Straumar er hátíð þar sem ungt listafólk ættað af Vestfjörðum deilir listsköpun sinni með heimamönnum og eru allir velkomnir.

Fimmtudaginn 26. júlí verður sérstaklega hugað að börnum en þá verður boðið upp á ókeypis örnámskeið fyrir börn á aldrinum 8-12 ára sem standa milli kl. 14:00-16:00. Námskeiðin sem um ræðir eru leiklist, tónlist, teiknun, gjörningalist og skúlptúrgerð og getur hvert barn valið tvö námskeið. 

Nauðsynlegt er að skrá börn til þátttöku fyrirfram og má hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið straumarlistahatid@gmail.com með nafni og aldri barns, nafni og símanúmeri forráðamanns og skal koma fram hvaða tvö námskeið barnið velur. 
09.07.2018 - 12:03 | Hallgrímur Sveinsson,Guðmundur Ingvarsson,Bjarni Georg Einarsson

Vestfirðingar góðir og aðrir landsmenn!

Sagt hefur verið um Vestfirðinga að þeir hnýti ekki alltaf bagga sína sömu hnútum og aðrir landsmenn. Þeir vilja efla gömlu atvinnuvegina, landbúnað, sjávarútveg og iðnað hvers konar. En „þið þarna fyrir sunnan“ viljið endilega að þeir verði bugtandi ferðaþjónar. Fylli fjórðunginn af stjórnlausu ferðafólki og þjóni því allan ársins hring. Hreyfi sem minnst við landsins gögnum og gæðum svo blessaðir ferðalangarnir fái ekki sjokk af sjónmengun....
Meira
09.07.2018 - 11:28 |

Snerpa í Blábankann

Hafsteinn Már Andersen
Hafsteinn Már Andersen

Snerpa hefur opnað starfsstöð í Blábankanum á Þingeyri sem verður opin einn dag í viku en Hafsteinn Már Andersen, starfsmaður þjónustudeildar Snerpu, mun hafa viðveru í Blábankanum alla mánudaga kl. 8:00-12:00 og 13:00-17:00.

Hægt verður að leita til hans varðandi nettengingar, tölvuþjónustu og ráðgjöf.

Um er að ræða tilraunaverkefni til næstu áramóta en þá verður framhaldið metið með tilliti til undirtekta. Með þessu er Snerpa að leitast við að auka þjónustustig sitt þar sem hvað lengst er í þjónustuna og jafnframt að nýta þá aðstöðu sem felst í rekstri Blábankans.

09.07.2018 - 11:13 | Gíslastaðir í Haukadal

Gísla söguganga og víkinga rabarbaragrautur

15. júlí komandi verður söguleg gönguferð á slóðir Gísla sögu Súrssonar í Haukadal Dýrafirði. Göngugarpar mæti á Gíslastaði í Haukadal hvar allir fá víkingaskikkju til að klæðast meðan á ferðinni stendur. Þannig geta garpar sett sig enn betur í spor sögunnar. Að göngu lokinni verður boðið uppá víkinga rabarbaragraut Gíslastaða. Leiðsögumaður er Elfar Logi Hannesson, leikari, en hann hefur einmitt brugði sér í gerfi Gísla Súrssonar oftar en nokkur annar, eða vel yfir 300 sinnum.

Miðasala á Gíslagöngu er í síma: 891 7025, en einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið komedia@komedia.is
Að lokum má geta þess að margt forvitnilegt má sjá á Gíslaststöðum og geta gestir m.a. spreytt sig á refilsaumi og sett þannig sín spor í söguna. Víkingaverslunin verður opin en þar er í boði fjölbreytt víkingahandverk, bækur og fleira tengt víkingatímanum og Gísla sögu.
Graf yfir vikulega framvindu Dýrafjarðarganga
Graf yfir vikulega framvindu Dýrafjarðarganga
« 1 af 4 »

Gangagröftur hefur gengið vel í vikunni liðinni viku og lengdust göngin um 88,0. Eru göngin þá orðin 2.821,9 m sem er um 53,2% af heildarlengd. Í all langan tíma hafa göngin verið nokkuð þurr en á laugardaginn s.l. lentu gangamenn í nokkuð góðri vatnsæð þar sem innrennslið mældist um 20 lítrar á sekúndu af 15,5 °C heitu vatni. Gert er ráð fyrir að rennslið minnki nokkuð með tímanum og hefur þetta innrennsli lítil áhrif á framvindu.

Annað er nokkuð hefðbundið, þ.e. unnið í fyllingar- og skeringarvinnu í Arnarfirði og Dýrafirði er verið að undirbúa fyrir aðstöðusköpun. Þá var bráðabirgðabrú yfir Hófsá tekin í notkun fyrir almenna umferð og var hafist handa við niðurrif á þeirri sem nú skal leyst af hólmi.

Sigurvegarar í 1. deild kvenna
Sigurvegarar í 1. deild kvenna
« 1 af 3 »
Dýrafjarðardagar fóru fram með pompi og prakt um helgina. Hátíðin var einkar vel sótt og mikið um dýrðir, enda dagskráin ekki af verri endanum og hæfði öllum aldurshópum. Þó sumarið í ár hafi farið heldur hægt af stað var veðrið með ágætum um helgina, ekki rigndi og sólin braust fram á sunnudaginn og yljaði Þingeyringum jafnt sem gestum. Um helgina fór jafnframt fram þriðja stigamót sumarsins í strandblaki sem að venju var haldið af Íþróttafélaginu Höfrungi á Þingeyri sem státar af einum bestu strandblakvöllum landsins....
Meira
02.07.2018 - 13:44 | Þingeyrarakademían

Frá Þingeyrarakademíunni: Velkomnir heim, strákar!

Þingeyrarakademían ályktaði svo á fundi sínum á föstudagsmorgun:


Þingeyrarkademían sendir knattspyrnulandsliðinu okkar og öllum sem því tengjast, ljúfar kveðjur að vestan með þakklæti fyrir frammistöðuna. Þið hafið unnið hug og hjörtu Íslendinga og vakið verðskuldaða athygli um heim allan fyrir framkomu ykkar og gjörvileik. Þið hafið verið til fyrirmyndar fyrir Íslands hönd. Verðlaunapeningar og bikarar skipta ekki öllu þegar upp er staðið. Íþróttamannsleg framkoma og virðing fyrir mótherjanum vegur þyngra. Þið hafið átt í fullu tré við aðrar þjóðir í íþrótt ykkar. Og hinir stóru geta ýmislegt af ykkur lært. Heilbrigð sál í hraustum líkama er mikils virði ásamt því að sýna sig og sjá aðra..

 
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31