Ágæt framvinda í gangnavinnu
Meira
Snerpa hefur opnað starfsstöð í Blábankanum á Þingeyri sem verður opin einn dag í viku en Hafsteinn Már Andersen, starfsmaður þjónustudeildar Snerpu, mun hafa viðveru í Blábankanum alla mánudaga kl. 8:00-12:00 og 13:00-17:00.
Hægt verður að leita til hans varðandi nettengingar, tölvuþjónustu og ráðgjöf.
Um er að ræða tilraunaverkefni til næstu áramóta en þá verður framhaldið metið með tilliti til undirtekta. Með þessu er Snerpa að leitast við að auka þjónustustig sitt þar sem hvað lengst er í þjónustuna og jafnframt að nýta þá aðstöðu sem felst í rekstri Blábankans.
Gangagröftur hefur gengið vel í vikunni liðinni viku og lengdust göngin um 88,0. Eru göngin þá orðin 2.821,9 m sem er um 53,2% af heildarlengd. Í all langan tíma hafa göngin verið nokkuð þurr en á laugardaginn s.l. lentu gangamenn í nokkuð góðri vatnsæð þar sem innrennslið mældist um 20 lítrar á sekúndu af 15,5 °C heitu vatni. Gert er ráð fyrir að rennslið minnki nokkuð með tímanum og hefur þetta innrennsli lítil áhrif á framvindu.
Annað er nokkuð hefðbundið, þ.e. unnið í fyllingar- og skeringarvinnu í Arnarfirði og Dýrafirði er verið að undirbúa fyrir aðstöðusköpun. Þá var bráðabirgðabrú yfir Hófsá tekin í notkun fyrir almenna umferð og var hafist handa við niðurrif á þeirri sem nú skal leyst af hólmi.
Þingeyrarakademían ályktaði svo á fundi sínum á föstudagsmorgun:
Þingeyrarkademían sendir knattspyrnulandsliðinu okkar og öllum sem því tengjast, ljúfar kveðjur að vestan með þakklæti fyrir frammistöðuna. Þið hafið unnið hug og hjörtu Íslendinga og vakið verðskuldaða athygli um heim allan fyrir framkomu ykkar og gjörvileik. Þið hafið verið til fyrirmyndar fyrir Íslands hönd. Verðlaunapeningar og bikarar skipta ekki öllu þegar upp er staðið. Íþróttamannsleg framkoma og virðing fyrir mótherjanum vegur þyngra. Þið hafið átt í fullu tré við aðrar þjóðir í íþrótt ykkar. Og hinir stóru geta ýmislegt af ykkur lært. Heilbrigð sál í hraustum líkama er mikils virði ásamt því að sýna sig og sjá aðra..