A A A
  • 1981 - Jóna Björk Brynjarsdóttir

Verk Vilborgar Davíðsdóttur hafa átt miklum vinsældum að fagna bæði hér heima og erlendis en nú geta aðdáendur átt von á að sjá söguna um landnámskonuna Auði djúpugðu Ketilsdóttur lifna við á skjánum. Síðdegisútvarpið tók leikstjórann og framleiðandann Bjarna Haukur Þórsson tali nýlega en þar sagði hann frá því að sænskt framleiðslufyrirtæki hans, Thorsson Produktion AB, hefði keypt kvikmynda- og sjónvarpsréttinn að bókum Vilborgar Davíðsdóttur um Auði djúpúðgu, Auði, Vígroða og Blóðuga jörð.

Bjarni segist vera mikill aðdáandi Vilborgar og þá sérstaklega að þríleiknum um Auði. „Ætlunin er að gera alþjóðlega sjónvarpsseríu byggða á bókunum, sem verður tekin upp á Írland, Skotlandi og Íslandi, þar sem sögurnar gerast“ segir Bjarni en hann segir verkefnið vera nokkuð stórt. Í viðtalinu segir Bjarni hið kvenlæga sjónarhorn vera lykilatriði. „Hér er um víkingaseríu að ræða þar sem sagan er sögð út frá sjónarhóli konu. Það hafa verið gerðar svo margar víkingaseríur um karla, nú er komið að því að gera þetta út frá konunni.“

Vilborg er Dýrfirðingum kær enda er hún fædd og uppalin á Þingeyri og spennandi verður að fylgjast með framhaldinu. 

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30