27.05.2018 - 14:56 |
Havaii skyrta sem óvænt stal senunni í kosningasjónvarpinu

Mikið hefur verið rætt um klæðnað Björns víða á ýmsum samfélagsmiðlum en umfang umræðunnar bendir til að kosningarnar í gær hafi verið heldur lágstemmdar. Úrslit kosninga á Ísafirði voru fjórir kjörnir fulltrúar Í-listans sem misstu einn fulltrúa, þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og tveir kjörnir fulltrúar Framsóknarflokksins sem við það bættu við sig einum fulltrúa. Eftir úrslit kosninganna er því ljóst að meirihlutinn er fallinn og óljóst enn sem komið er hvert framhaldið verður.