A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir

Það kom Sig­ríði Ó. Kristjáns­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Vest­fjarðastofu, alls ekki á óvart að heyra að í sam­töl­um blaðamanns við Vest­f­irðinga um stærstu mál­in fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar hefðu mál sem frem­ur heyra und­ir rík­is­valdið en sveit­ar­fé­lög­in ít­rekað verið nefnd.


Sam­göngu­mál­in, orku­mál­in og at­vinnu­mál­in eru það sem brenn­ur á Vest­f­irðing­um og að sögn Sig­ríðar fer mik­il orka sveit­ar­fé­lag­anna í að fylgja þess­um mál­um eft­ir, jafn­vel svo mik­il orka að það bitni á getu sveit­ar­fé­lag­anna til að sinna öðrum mál­um eins og best væri á kosið.

...
Meira
19.04.2018 - 17:35 | Hallgrímur Sveinsson

Á léttu nótunum í tilefni sumarkomu

Vestfirsku malarvegirnir eiga það til að verða ansi holóttir!  Ljósm. H. S.
Vestfirsku malarvegirnir eiga það til að verða ansi holóttir! Ljósm. H. S.

Eftir nokkra klukkutíma var vegurinn eins og flauel!


Það var hérna á mánudagsmorguninn að Miðbæjarkarlinn hafði allt á hornum sér í sundlauginni. Var bara hálf miður sín.

  „Er eitthvað að Stjáni minn,“ sagði þá Grímur á Eyrinni.

  „Ja, vegurinn út í Haukadal er bara hola, hola hola og hola. Allt upp í 20 sm djúpar. Demparar og annað á síðasta snúning að vanda. Báðir gómar farnir að skrölta og mjaðmaliðirnir líka.“

Jæja.

 „Ég skal nefna þetta við hana Guðrúnu mína þegar ég kem heim. Vita hvort hún getur gert eitthvað,“ sagði léttadrengurinn við Miðbæjarsmalann. Og tók hann nú gleði sína aftur.
Nú. Þegar dengsi kom heim og frúin heyrði þetta, fór hún strax í símann og hringdi í Gumba yfirlautinant og reddara. Sagði honum að Miðbæjardrengurinn væri alveg að verða vitlaus. Vegurinn úteftir væri bara ófær.

  „Alveg sjáfsagt að skoða þetta, Guðrún mín,“ sagði Gumbi.

Svo var það fljótlega eftir hádegi sama dag, að Haukdællinn var eitthvað að snúast með kindum sínum út á hól. Var að sjóna það út hvað margar yrðu nú tvílembdar og svona. Og hvort hún Grána gamla yrði nú þrílembd að vanda.

Heyrir hann þá einhvern ókennilegan hávaða og hélt það væri eitthvað í vatnslögninni inni í fjárhúsi. Verður svo litið inn á holtið fyrir utan brúna á Haukadalsánni. Sér hann þá ekki hvar kemur stór og mikill skafari með skruðningum yfir brúna og er að skafa veginn eins og krakkarnir sögðu í gamla daga. Bjóst hann ekki við að verða mikið eldri, svo mikið varð honum um. Þarf ekki að orðlengja það, að vegurinn út í Haukadal er nú eins og hefluð fjöl eða flauel bara. Fær Vegagerðin prik og Guðmundur Björgvinsson yfirverkstjóri. „Svona konur ættu bara að fara á þing,“ sagði svo Miðbæjardrengurinn þegar hann mætti í laugina morguninn eftir.


Þessi saga er sönn, nema hvað hún er aðeins færð í stílinn eftir lögmálinu.

                                 
Gleðilegt sumar!

   

 
Fyrsta skóflustungan. Á myndinni eru Sveinn Ingi Guðbjörnsson, Högni Gunnar Pétursson, Halldór Ingi Högnasson og Sigríður Halla Halldórsdóttir.
Fyrsta skóflustungan. Á myndinni eru Sveinn Ingi Guðbjörnsson, Högni Gunnar Pétursson, Halldór Ingi Högnasson og Sigríður Halla Halldórsdóttir.
Föstudaginn 13. apríl síðastliðinn tók ung fjölskylda fyrstu skóflustunguna að einbýlishúsi sem skal rísa að Ártungu 1 á Ísafirði. Þessi tíðindi eru sannarlega markverð sérstaklega í ljósi þess hve byggingaverð hefur haldist hátt á landsbyggðinni og því lítil ásókn í að ráðast í slíkar framkvæmdir. „Þetta er eitt af fyrstu húsunum í langan tíma, líklega eru komin um 10 ár síðan síðast var tekinn sökkull fyrir húsi. Svo er líklega annar aðili sem er að fara af stað í sama hverfi.“ sagði Sveinn Ingi Guðbjörnsson hjá Vestfirskum Verktökum....
Meira

Lýðháskólinn á Flateyri tekur til starfa næsta haust og var opnað fyrir umsóknir fyrstu nemendanna í gær, 15. apríl. Tvær námsbrautir verða við skólann og tekið á móti 20 nemendum á hvorri braut. Skólagjöld eru 200 þúsund krónur á önn, segir í tilkynningu.


Nemendur þurfa að vera orðnir 18 ára en lýðháskólar gera sjaldnast inngöngukröfur um menntun eða fyrri störf, segir jafnframt í tilkynningunni. „Samtöl og samvinna, verklegt nám og vettvangsferðir eru nokkur lykilorð í gildum og starfsaðferðum lýðháskóla,“ segir í tilkynningunni og áhersla lögð á að námsmat fáist í gegnum samtöl og fundi í stað prófa. Námsbrautirnar eru tvær; Hafið, fjöllin og þú og Hugmyndir, heimurinn og þú.

...
Meira
16.04.2018 - 09:54 | Hallgrímur Sveinsson,BIB,Morgunblaðið

Lóan er komin í Dýrafjörð!

Jæja, lóan er komin í Dýrafjörð. Rétt fyrir sjö þegar gömlu brýnin á Brekku voru að koma úr kvöldskattinum, sáu þau lóu litlu tilla sér á tá niður í skógarreitinn hjá Guðrúnu yngri og Dagbjarti fyrir ofan Brekkuháls. Má vera að fleiri hafi fylgt í kjölfarið. Það lifnar alltaf yfir mönnum þegar þessi stórkostlegi fugl er mættur á svæðið.

 
11.04.2018 - 14:02 |

Íbúafundur um fiskeldi

Þriðjudaginn 17. apríl kl. 19:30 fer fram opinn íbúafundur um fiskeldi í félagsheimilinu í Bolungarvík. Á fundinum munu Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, og Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri fiskeldis og fiskiræktarsviðs Hafrannsóknarstofnunar, fara yfir vinnu varðandi m.a. áhættumat erfðablöndunar, hvernig stofnunin hyggst haga þeirri vinnu og í kjölfarið taka við spurningum. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun ávarpa fundinn.

Fundurinn er hluti af vinnu ráðuneytisins er miða að því að uppfylla Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Markmiðin eru 17 í heildina en 14. markmiðið snýr að lífi í vatni þ.e. „Vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt í því skyni að stuðla að sjálfbærri þróun. Lesa má meira um heimsmarkmið Sameinuðu þjónanna á vefsíðu Stjórnarráðssins
11.04.2018 - 10:35 | Víkingafélagið á Þingeyri

Uppbygging víkingatengdrar ferðaþjónustu á Þingeyri

Nýverið hélt Víkingafélagið á Þingeyri, Félag áhugamanna um víkingaverkefni á söguslóðum Gísla Súrssonar, opinn fund um málefni víkingatengdrar ferðaþjónustu sem og aðalfund félagsins. Víkingafélagið var upphaflega stofnað til að standa vörð um Víkingasvæðið á Þingeyri, en ráðist var í uppbyggingu á því svæði að frumkvæði íbúa Þingeyrar í samstarfi við Atvinnuþróunarfélagið og Ísafjarðarbæ á árunum 2003-2006. Markmiðið verkefnisins var að styrkja atvinnulíf í þorpinu og tengja það við ríka sögu svæðisins, landnámstímann og Gísla sögu Súrssonar. ...
Meira
09.04.2018 - 10:59 | Búnaðarfélag Auðkúluhrepps

Frá aðalfundi Búnaðarfélags Auðkúluhrepps: Framhald

Eins og komið hefur fram í fréttum var aðalfundur Búnaðarfélags Auðkúhrepps haldinn í Mjólkárvirkjun í síðustu viku. Fundurinn samþykkti 6 nokkuð merkar ályktanir í landsmálum sem hafa verið birtar. Hreinn Þórðarson á Auðkúlu var endurkjörinn formaður félagsins til næstu þriggja ára. Í almennum umræðum kom ýmislegt markvert fram, sumt mjög merkilegt og gleðilegt! Skal nú drepið á það helsta....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31