A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
Fyrir húseigendur á köldum svæðum skiptir orkunotkun og nýting miklu máli, en kostnaður við orkuneyslu getir orðið allhár sé miðað við önnur heitari svæði landsins. Baldvin Þór Harðarsson er sérfræðingur í orkunýtingu og notkun, eh hann er búsettur í Færeyjum og starfar sem orkuráðgjafi hjá Hitamyndum í Færeyjum. Baldvin er nú staddur á norðanverðum Vestfjörðum þar sem hann heldur fyrirlestraröð um orkunýtingu fyrir húseigendur á köldum svæðum....
Meira
Lýðháskólinn á Flateyri hefur verið í undirbúningi af fagfólki undanfarin 2 ár og er ætlað að fylla tómarúm í íslensku menntakerfi. Skólinn hleypir af stokkunum tveimur námsbrautum í haust, en skólinn hefur formlega göngu sína í september 2018. Náttúran, sjálfsbjargarviðleitni, sköpun, hugmyndavinna og nemandinn sjálfur eru viðfangsefni námsbrautanna og ættu að eiga erindi við fjölmarga. ...
Meira
Vegna viðhaldsvinnu verða Breiðadals- og Botnsheiðargöng, milli Tungudals og Önundarfjarðar, lokuð á nóttunni, frá kl 22.00 til kl 07.00, en opnað er á miðnætti í 10 mínútur. Lokanir hefjast 6. maí og munu standa yfir í þrjár vikur. Lokunin á einungis við um legginn milli Tungudals og Önundarfjarðar, opið verður á milli Tungudals og Súgandafjarðar....
Meira
Aðstæður í göngum eru góðar og lengdust göngin í s.l. viku um 93,9 m. Lengd ganga nú er þá orðin 2.120,4 m sem er um 40% af heildarlengd ganga. Í aprílmánuði lengdust göngin um 287 m en að auki voru grafnir 49,5 m í hliðarrýmum í útskoti E. 
Til gamans má geta þess að í metvikunni, viku 17, þegar göngin lengdust um 105 m voru alls sprengdar 21 færur og var meðallengd hverrar færu 5 m. Stysti tími á milli sprenginga var 6 klst og 16 mín og meðaltími á milli sprenginga í þeirri viku var rétt rúmlega 7 klst....
Meira
Kirkjugarðurinn á Þingeyri er einstaklega snotur garður, gróinn og hlýlegur. Garðurinn ber þess merki að vel sé um hann hirt, en árlega taka bæjarbúar sig saman og snyrta garðinn. Hin árlega vorhreinsun kirkjugarðsins verður haldin nú á uppstigningardag, 10. maí, og hefst vinnan kl. 10:00. Fyrir þá sem hyggjast taka þátt er gott að muna eftir viðeigandi verkfærum s.s. hljóbörum, skóflum, strákústum, hrífum og hverju öðru sem komið getur að góðum notum.

Nú er vonandi vorhretum lokið og hlýindi framundan svo notaleg útivera og garðvinna er kjörin fyrir alla aldurshópa. 

Lengd Dýrafjarðarganga hefur náð 2 km og hafa framkvæmdir staðið yfir í um 17 vikur. Mikill gangur hefur verið í greftri sem að mestu hefur farið fram Arnarfjarðarmegin, en nýverið voru hafin störf Dýrafjarðarmegin og hefur mest verið unnið þar við forskeringar. 
Heildarlengd ganganna í lok viku 17 var 2.026,5 m sem er 38,2 % af heildarlengd ganganna. Nú er eingöngu grafið í basalti en öllu efni úr göngunum hefur verið keyrt beint í vegfyllingar frá munna ganganna og áleiðis niður að Hófsá. Lagt er upp með að byggja vinnubúðir líka Dýrafjarðarmegin og hefja þar gröft fljótlega. 

01.05.2018 - 17:05 |

1. maí haldinn hátíðlegur

Verkalýðsdagurinn 1. maí er venju samkvæmt haldinn hátíðlegur um land allt en á Íslandi var fyrsta kröfugangan á fyrsta maí gengin 1923. Hátíðisdagur verkamanna og baráttudagur verkalýðsins hefur verið löggiltur frídagur á Íslandi síðan 1966
Dagsetning verkalýðsdagsins á uppruna sinn í samþykkt alþjóðaþings sósíalista árið 1889, sem valdi deginum heitið „alþjóðlegur verkalýðsdagur“. Í Bandaríkjunum og Kanada er  haldið upp á verkalýðsdag (Labor Day) fyrsta sunnudag í september. Hugmyndin um að heiðra verkamenn á þennan hátt var sett fram í Bandaríkjunum árið 1882 og fyrstu lagaákvæðin voru sett þar árið 1887. Í Ástralíu og Nýja-Sjálandi er haldið upp á verkalýðsdag í október.
(Upplýsingar fengnar af vef Almanaks Háskóla Íslands) 

Gleðilegan hátíðisdag verkalýðsins og baráttukveðjur til allra stétta um land allt. 
„En nú falla vötn öll til Dýrafjarðar og mun eg þangað ríða enda er eg þess fús“ sagði Vésteinn Vésteinsson mágur Gísla Súrssonar í samnefndu verki, Gísla saga Súrssonar. Þetta sagði Vésteinn er hann horfði af Gemlufallsheiði yfir Dýrafjörðinn. Um margt má deila um ætlaðar tilfinningar Vésteins á þessari stundu en engum leynist þó eldmóðurinn er Vésteinn ákveður að halda til móts örlögum sínum og berjast heldur en að hörfa. 
Verkefni Byggðastöfnunnar, Brothættar byggðir, sem einmitt hefur hlotið vinnuheitið hér á Þingeyri „Öll vötn til Dýrafjarðar“ býr að þessum sama eldmóði er það tekur nú flugið, en auglýst hefur verið eftir verkefnastjóra fyrir verkefnið. Verkefnastjórinn gegnir hlutverki leiðtoga verkefnisins ásamt verkefnastjórn og starfar hann í umboði hennar að aðgerðum til eflingar byggðar og mannlífs á Þingeyri....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31