A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
Línurit yfir vikulega framvindu
Línurit yfir vikulega framvindu
Í viku 23 voru grafnir 86,9 m í göngunum og því lengd ganganna í lok vikunnar 2.557,9 m en það er 48,3 % af heildarlengd ganganna. Í vikunni var þunnt lag af kargabasalti að færast upp eftir sniðinu og var það komið upp í þekjuna í lok vikunnar. Það kom fyrir að bergið væri ekki að springa nægjanlega vel og þar af leiðandi grófust sumar færurnar ekki í fulla dýpt. Breytingar voru gerðar á borholumunstrinu og magni sprengiefnis til að reyna að ná betri sprengingum. Efninu úr göngunum hefur ýmist verið keyrt beint í fláafleyg á vegkaflanum frá munna og niður að Hófsá eða haugsett á vinnslusvæði við Hófsá....
Meira

Kynningarfundur Vegagerðarinnar um fyrirhugaðan veg um Dynjandisheiði verður haldinn í Edinborgarhúsinu á Ísafirði mánudaginn 11. júní klukkan 17.00. Allir eru velkomnir.


 


Fyrirhugað er að endurbyggja Vestfjarðaveg (60) um Dynjandisheiði, á kafla sem nær frá Hörgsnesi í Vatnsfirði, langleiðina að Mjólkárvirkjun í Borgarfirði. Einnig er fyrirhugað að endurbyggja Bíldudalsveg (63) á kafla sem nær frá Bíldudalsflugvelli á Hvassnesi að Vestfjarðavegi í Helluskarði á Dynjandisheiði. Framkvæmdin er í tveimur sveitarfélögum, Vesturbyggð og Ísafjarðarbæ. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða. Hún ásamt Dýrafjarðargöngum er lokahnykkurinn við gerð heilsárshringvegar um Vestfirði.

...
Meira
Vikuframvinda
Vikuframvinda
« 1 af 2 »

Metmánuður var í greftri ganga í maí en s.l. mánuð lengdust göngin um 402,5 m sem er besta mánaðarframvinda hingað til og vert að óska verktakanum til hamingju með það.


Sem fyrr hafa aðstæðar verið góðar í göngunum, þurrt og berg að springa ágættlega. Útskot F kláraðist í vikunni og vel það og er nú unnið í hefðbundnu þversniði. Í viku 22 lengdust göngin um 77,4 m og lengd þá orðin 2.471 m sem er um 46,6% af heildarlengd ganga. Í vikunni fundust ansi góðar leifar af tré í hægri vegg ganga og var þar að sjá skemmtilegar kristallamyndanir sjá ljósmynd, auk þess sem stöku flögur af kopar voru áfastar þessum kristöllum.

...
Meira
Þingeyringar hafa væntanlega orðið áskynja þess að lítið þjónustuhús við tjaldstæðið hefur risið með þónokkru kappi frá áramótum. Húsið er 58 fermetra timburhús, byggt af Vestfirskum verktökum og þykir nokkuð öruggt að útsýni úr stórum gluggum þess muni vekja athygli ferðamanna. Nú glittir í verklok en Ísafjarðarbær greinir frá því á síðu sinni að nýtt og glæsilegt þjónustuhús á tjaldsvæðinu á Þingeyri verði formlega afhent Ísafjarðarbæ klukkan 15:00 á morgun, laugardaginn 2. júní.
Að afhendingu lokinni verður þeim sem vilja boðið að skoða húsið í bak og fyrir og þiggja kaffi og kleinur.


Þrátt fyrir hægafara sumarkomu í veðri og hitatölum er komið að sumaropnun í sundlaugum Ísafjarðarbæjar sem tekur gildi í kringum helgina. Í Þingeyrarlaug hefst sumaropnunin föstudaginn 1. júní, en mánudaginn 4. júní á Flateyri og Suðureyri. 
Á Ísafirði verður viðhaldsstopp í næstu viku og opnar laugin samkvæmt sumardagskrá laugardaginn 9. júní. Á Þingeyri er sundlaugin mikið notuð af bæjarbúum og koma starfsmen sundlaugarinnar sannarlega á móti bæjarbúum með góðum opnunartíma en í sumar verður laugin opin alla virka daga milli kl. 8:00 – 21:00 og um helgar milli kl. 10:00 – 18:00. Þess má einnig geta að Þingeyrarlaug verður eina laug Ísafjarðarbæjar sem býður uppá opnunartíma 17. júní en þá verður líkt og um helgaropnun sé að ræða, 10:00 - 18:00. 

...
Meira
Hákon Hermannsson og Valur Norðdahl
Hákon Hermannsson og Valur Norðdahl
Fyrsta lögun hjá vestfirska brugghúsinu Dokkunni er nú að verða tilbúin en vonir standa til að hægt verði að bjóða uppá fyrsta bjór brygghússins nú um sjómannadagshelgina.

Brugghúsið Dokkan er eina brugghúsið á Vestfjörðum og er staðsett á höfninni á Ísafirði með gott útsýni yfir báta og skemmtiferðaskip sem leggja að. Í samtali við fréttaman RÚV setir Hákon Hermannson einn af stofnendum brugghússins að ætlunin sé að vera með gestastofu og bjóða ferðamönnum að kíkja við, skoða brugghúsið og bragða á ölinu. ...
Meira
30.05.2018 - 11:52 |

Hreyfivika hjá Ísafjarðarbæ

Hreyfivika er nú í fullum gangi í Ísafjarðarbæ en Ungmennafélag Íslands og Ísafjarðarbær standa fyrir viðburðinum sem stendur yfir frá 28. maí til og með 3. júní. Meðal þess sem í boði er má nefna ókeypis aðgang í sundlaugar Ísafjarðarbæjar þessa daga, en margt fleira spennandi er á boðstólnum fyrir þá sem hafa áhuga fyrir að prófa s.s. útijóga, útihlaup, samflot í sundlaug Bolungarvíkur og kajakróður. Nú er lag að vera með, hreyfa sig og prófa eitthvað nýtt. 


Dagskrá viðburða má sjá hér fyrir neðan eða nálgast á heimasíðu viðburðarins.

...
Meira
Vikuframvinda í viku 21
Vikuframvinda í viku 21
« 1 af 3 »

Í viku 21 voru grafnir 86,0 m í göngunum og er þá lengd ganganna orðin 2.393,6 m sem er 45,2 % af heildarlengd ganganna.

 

Í byrjun vikunnar var farið í að færa spenni innar í göngin sem tók um 10 klst og var engin vinna við stafninn á meðan. Sem fyrr eru aðstæðar góðar í göngunum, þurrt og berg að springa vel. Þunnt, rautt og grænt setlag hefur verið að liðast upp eftir sniðinu og var komið upp undir þekju í lok vikunnar. Byrjað var á útskoti F í lok vikunnar. Útskot F er eingöngu útvíkkun og eru engin hliðarrými í því. Lakara efni úr göngunum hefur verið keyrt í fláafleyga eða notað við slóðagerð en betra efni hefur verið sett á lager til síðari nota.  

 

Haldið var áfram með skeringu suður af Mjólká og var efninu komið fyrir í fláa meðfram veginum neðan við Mjólkárvirkjun. Byrjað var á að flytja malað efni, fyrir neðra burðarlag vegarins, frá haugsvæðinu vestur af munnanum á millilager suður af Mjólká. Í Dýrafirði hefur verið unnið áfram við bergskeringu í forskeringunni.

Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31