Samantekt af framvindu í gangnavinnu
Meira
Kynningarfundur Vegagerðarinnar um fyrirhugaðan veg um Dynjandisheiði verður haldinn í Edinborgarhúsinu á Ísafirði mánudaginn 11. júní klukkan 17.00. Allir eru velkomnir.
Fyrirhugað er að endurbyggja Vestfjarðaveg (60) um Dynjandisheiði, á kafla sem nær frá Hörgsnesi í Vatnsfirði, langleiðina að Mjólkárvirkjun í Borgarfirði. Einnig er fyrirhugað að endurbyggja Bíldudalsveg (63) á kafla sem nær frá Bíldudalsflugvelli á Hvassnesi að Vestfjarðavegi í Helluskarði á Dynjandisheiði. Framkvæmdin er í tveimur sveitarfélögum, Vesturbyggð og Ísafjarðarbæ. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur milli sunnan- og norðanverðra Vestfjarða. Hún ásamt Dýrafjarðargöngum er lokahnykkurinn við gerð heilsárshringvegar um Vestfirði.
...Metmánuður var í greftri ganga í maí en s.l. mánuð lengdust göngin um 402,5 m sem er besta mánaðarframvinda hingað til og vert að óska verktakanum til hamingju með það.
Sem fyrr hafa aðstæðar verið góðar í göngunum, þurrt og berg að springa ágættlega. Útskot F kláraðist í vikunni og vel það og er nú unnið í hefðbundnu þversniði. Í viku 22 lengdust göngin um 77,4 m og lengd þá orðin 2.471 m sem er um 46,6% af heildarlengd ganga. Í vikunni fundust ansi góðar leifar af tré í hægri vegg ganga og var þar að sjá skemmtilegar kristallamyndanir sjá ljósmynd, auk þess sem stöku flögur af kopar voru áfastar þessum kristöllum.
...Þrátt fyrir hægafara sumarkomu í veðri og hitatölum er komið að sumaropnun í sundlaugum Ísafjarðarbæjar sem tekur gildi í kringum helgina. Í Þingeyrarlaug hefst sumaropnunin föstudaginn 1. júní, en mánudaginn 4. júní á Flateyri og Suðureyri.
Á Ísafirði verður viðhaldsstopp í næstu viku og opnar laugin samkvæmt sumardagskrá laugardaginn 9. júní. Á Þingeyri er sundlaugin mikið notuð af bæjarbúum og koma starfsmen sundlaugarinnar sannarlega á móti bæjarbúum með góðum opnunartíma en í sumar verður laugin opin alla virka daga milli kl. 8:00 – 21:00 og um helgar milli kl. 10:00 – 18:00. Þess má einnig geta að Þingeyrarlaug verður eina laug Ísafjarðarbæjar sem býður uppá opnunartíma 17. júní en þá verður líkt og um helgaropnun sé að ræða, 10:00 - 18:00.
Dagskrá viðburða má sjá hér fyrir neðan eða nálgast á heimasíðu viðburðarins.
...Í viku 21 voru grafnir 86,0 m í göngunum og er þá lengd ganganna orðin 2.393,6 m sem er 45,2 % af heildarlengd ganganna.
Í byrjun vikunnar var farið í að færa spenni innar í göngin sem tók um 10 klst og var engin vinna við stafninn á meðan. Sem fyrr eru aðstæðar góðar í göngunum, þurrt og berg að springa vel. Þunnt, rautt og grænt setlag hefur verið að liðast upp eftir sniðinu og var komið upp undir þekju í lok vikunnar. Byrjað var á útskoti F í lok vikunnar. Útskot F er eingöngu útvíkkun og eru engin hliðarrými í því. Lakara efni úr göngunum hefur verið keyrt í fláafleyga eða notað við slóðagerð en betra efni hefur verið sett á lager til síðari nota.
Haldið var áfram með skeringu suður af Mjólká og var efninu komið fyrir í fláa meðfram veginum neðan við Mjólkárvirkjun. Byrjað var á að flytja malað efni, fyrir neðra burðarlag vegarins, frá haugsvæðinu vestur af munnanum á millilager suður af Mjólká. Í Dýrafirði hefur verið unnið áfram við bergskeringu í forskeringunni.