A A A
  • 1921 - Þorlákur Ó Snæbjörnsson
  • 1956 - Sigrún Guðmundsdóttir

Laugardaginn 7. apríl verður Bókaspjall í Bókasafninu. Dagskráin samanstendur að vanda af tveimur erindum. Að þessu sinni spjallar Ylfa Mist Helgadóttir um bækur en í seinni erindinu, Hvað á þetta að þýða? - Mikilvægi og mismunur nytjaþýðinga og bókmenntaþýðinga, mun Olav Veigar Davíðsson, þýðandi leitast við að útskýra mikilvægi þýðinga fyrir íslenskt samfélag í fortíð og nútíð auk þess sem fjallað verður um muninn á nytjaþýðingum og bókmenntaþýðingum.

Dagskráin hefst kl. 14:00 - Heitt á könnunni. Allir velkomnir.

06.04.2018 - 10:10 | Búnaðarfélag Auðkúluhrepps

Margt á döfinni hjá Búnaðarfélagi Auðkúluhrepps

Hrúturinn Höfðingi í eigu Steinars R. Jónassonar, stöðvarstjóra í Mjólká. Höfðingi var í öðru sæti allra afkvæmarannsakaðra hrúta á landinu 2017.  Ljósm. Jóhannes Frank.
Hrúturinn Höfðingi í eigu Steinars R. Jónassonar, stöðvarstjóra í Mjólká. Höfðingi var í öðru sæti allra afkvæmarannsakaðra hrúta á landinu 2017. Ljósm. Jóhannes Frank.

Aðalfundur Búnaðarfélags Auðkúluhrepps fyrir árið 2017 var haldinn í Mjólkárvirkjun í gær og var hann vel sóttur. Í skýrslu stjórnarformanns, Hreins Þórðarsonar, bónda að Auðkúlu, kom fram að furðu margt hefur verið á döfinni hjá félaginu að vanda. Verður nánar skýrt frá því starfi og fundinum síðar. Fundurinn samþykkti 6 ályktanir og fer ágrip af þeim hér á eftir.


 
...
Meira
Hjónin Julie Gasiglia hönnuður og Aron Ingi Guðmundsson rithöfundur og blaðamaður fluttu frá London til Patreksfjarðar á haustmánuðum 2016 í kjölfar þess að festa kaup á húsinu Merkissteini sem er afar reisulegt hús á Patreksfirði, byggt árið 1898. 

Húsið gerðu þau upp og opnuðu m.a. á milli rýma en sökum stærðarinnar ákváðu þau að nýta hluta hússins sem samkomu- og listarými. „Þetta hús er aðeins of stórt fyrir okkur svo við ákváðum að breyta tveimur svefnherbergjum sem voru á þessari hæð í Húsið. Húsið er samkomustaður. Þar hafa verið haldin námskeið og klúbbar eins og bókaklúbbur, ljósmyndaklúbbur sem og smakk- og vínylkvöld.“...
Meira
Hallgrímur Sveinsson, fyrrum staðarhaldari að Hrafnseyri og eigandi Vestfirska forlagsins, færði á dögunum Blábankanum á Þingeyri veglega mynd af Jóni Sigurðssyni. Gjöfinni fylgdu þær árnaðaróskir til verkefnisins: „Megi andi Jóns Sigurðssonar svífa hér yfir vötnum“. 

Jörðin Hrafnseyri er á norðurströnd Arnarfjarðar og er nokkurn veginn miðsvæðis í Auðkúluhreppi hinum forna. Í upphafi landnáms var staðurinn nefndur Eyri við Arnarfjörð og kemur gjarnan við sögu í íslenskum fornsögum. Á 15. öld var farið að nefna Eyri eftir Hrafni Sveinbjarnarsyni, sem talinn er fyrstur lærðra lækna á Íslandi. Hrafnseyri er fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar og bjó hann þar til 18 ára aldurs.

Á Hrafnseyri er starfrækt menningarsetur; safn Jóns Sigurðssonar og virkt fræðasamfélag, auk þess sem síðastliðin sumur hafa farið þar fram fornleifarannsóknir í þeim tilgangi að reyna að staðsetja miðaldabyggð í firðinum. Merkir munir hafa fundist þar og er áætlað að ábúð á jörðinni megi rekja allt til 11. aldar.


03.04.2018 - 15:15 | Vestfirska forlagið

Úr sagnabanka Vestfirska forlagsins: Hjálpsemi

Heimilisfólk í Svalvogum 1942. (Ljósm. tók Sigurður Guðmundsson ljósmyndari)
Heimilisfólk í Svalvogum 1942. (Ljósm. tók Sigurður Guðmundsson ljósmyndari)
„Þeir voru báðir, bæði pabbi heitinn og afi, svolítið framsýnir menn. Afi var til dæmis einna fyrstur til að fá sér vél í bát hér fyrir vestan. Og mér er minnisstætt að pabbi keypti prjónavél, heljarstóra. Og það var prjónað á alla fjölskylduna og fjölskyldurnar á Nesinu. Ég man eftir að frúrnar á næstu bæjum unnu bara fyrir mömmu í eldhúsinu meðan hún var að prjóna fyrir þær. Ég man sérstaklega eftir Sigríði Ragnarsdóttur frá Hrafnabjörgum, sem þá var ung stúlka.“...
Meira

Á fjölmennu íbúaþingi á Þingeyri um daginn kom fram fjöldinn allur af tillögum frá íbúum staðarins og velunnurum um uppbyggingu og endurreisn í Dýrafirði. Allar þær tillögur falla undir skilgreininguna Öll vötn til Dýrafjarðar. Síðan fundurinn var haldinn hafa nokkur félagasamtök og verktakar í firðinum lagt á borðið mjög nýstárlegar hugmyndir sem hafa það að markmiði eins og vatnatillögurnar, að rífa Dýrafjörð upp.

...
Meira

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður var sett í fimmtánda skiptið í gær. Mikill mannfjöldi er í Ísafjarðarbæ og njóta bæði heimamenn og aðkomufólk skemmtilegra viðburða og þjónustu í veðurblíðunni á Ísafirði sem og í öðrum nálægum bæjum. Tónlistarhátíðin er líkt og fyrri ár fjölskylduhátíð og veitir frían aðgang öllum sem vilja njóta tónlistarinar, en hátíðin hefur unnið sér sess sem mikilvægur þáttur í menningar- og tónlistarlífi landsins. 

Hljómsveitin Ateria, sem vann Músíktilraunir fyrir tæpri viku, hóf hátíðina í gærkvöldi en hljómsveitina skipa þrjár stúlkur á aldrinum 13-17 ára. Tvær aðrar hljómsveitir frá nýliðnum Músíktilraunum stigu á stokk í gær og er það mikilvæg viðurkenning og styrkur fyrir ungt tónlistarfólk að fá slíkt tækfiæri. 

 

Talið er að metfjöldi gesta haldi páskana hátíðlega á Aldrei fór ég suður. Kristján Freyr Halldórsson rokkstjóri hátíðarinnar segir að hátt í fimm þúsund tónleikagestir séu komnir vestur og íbúafjöldi Ísafjarðar hafi því rúmlega tvöfaldast. „Í fyrra þá slógum við öll met en núna held ég að við séum að toppa okkur. Sem ég hélt að væri hreinlega ekki hægt.“

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti í gær styrk og ábyrgðir vegna starfsemi lýðháskóla á Flateyri. Um er að ræða 10 m.kr. ábyrgð bæjarins, endurgjaldslausa aðstöðu fyrir skólann til kennslu og félagsstarfs, og niðurgreiðslu á mötuneyti fyrir nemendur og starfsfólk skólans.

Lýðháskólinn á Flateyri hyggst hefja kennslu haustið 2018, með það að markmiði að skapa nýjan og nánast óþekktan valkost í íslensku menntakerfi og skapa mikilvæga viðbót við mannlíf og möguleika á Flateyri og nágrenni. Byggt verður á hugmyndafræði lýðháskóla með áherslu á mannrækt, listsköpun, sjálfbærni, þjálfun og persónuleg gildi menntunar sem slíkrar. "Sá stuðningur sem stofnun Lýðháskólans á Flateyri hefur hlotið í heimabyggð og hjá Ísafjarðarbæ er okkur gríðarlega mikils virði. Þessi samningur er stór liður í því að tryggja fjármögnun skólans" segir Helena Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lýðháskólans á Flateyri. "Þar sem skólinn verður alfarið rekinn af sjálfsaflafé hefur fjármögnun verið stór þáttur í vinnu okkar síðustu mánuði og það í nokkru kappi við tímann. Með samningnum kemur Ísafjarðarbær ekki aðeins að fjármögnun á mjög stórum liðum í rekstraráætlun skólans heldur tryggir að hægt sé að opna fyrir umsóknir 15. apríl og taka á móti nemendum á fyrsta skólaár í haust, jafnvel þó svo fari að fjármögnun verði ekki að fullu lokið.“

 

Gísli Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar fagnar sömuleiðis samstarfi við Lýðháskólann: „Þetta er ákaflega mikilvægt skref í að auðga Ísafjarðarbæ og þá alveg sérstaklega Flateyri, það er því bæjaryfirvöldum kappsmál að lýðháskólinn hefji starfsemi sína í haust. Nemendum mun bjóðast skemmtilegt og skapandi nám í glæstri náttúru og hlýlegu umhverfi sem hentar fullkomlega til starfseminnar. Flateyringum og öðrum bæjarbúum mun hinsvegar bjóðast sköpunarkraftur og atgervi aðkomunemenda og starfsfólks. Lýðháskólinn mun treysta byggð á Flateyri og flýta mjög framþróun og vexti í sveitarfélaginu okkar."

Eldri færslur
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31