A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
16.05.2018 - 14:44 | Blábankinn á Þingeyri

Nýsköpun, fyrirlestrar og vinnustofa í Blábankanum

Blábankinn stýrir um þessar mundir nýsköpunarhraðli á Þingeyri. Sjö nýsköpunarverkefni voru valin til þátttöku úr hópi umsækjenda, og vinna þau að lausnum vegna samgöngumála, alzheimer, atvinnumiðlunar og fleira. Þátttakendum gefst færi á að vinna að verkefninu sínu í 2-3 vikur í nýju umhverfi fjarri áreiti hversdagsins en þeir fá aðgang að góðri vinnuaðstöðu sem hentar hverjum og einum, tengslaneti og leiðbeinendum. Lögð er áhersla á ýta undir skapandi andrúmsloft með jöfnu hlutfalli milli vinnu og kyrrðar, en að auki er boðið uppá þátttöku í samveru úti í náttúrunni og jóga.


Í lok vikunnar mun Haraldur Þórir Hugosson frá sprotafyrirtækinu Genki Instruments dvelja á Þingeyri í tengslum við hraðalinn og heldur tvo viðburði sem opnir eru fyrri áhugasama.


Wave tónlistarhringurinn

Föstudaginn 18. maí kl. 17:00-18:30mun Haraldur kynna nýsköpunarverkefnið Wave tónlistarhringinn í Blábankanum. Wave er hringur sem gerir tónlistarfólki kleift að stjórna hljóði, breyta effektum og senda skipanir með hreyfingum handarinnar. Undanfarin þrjú ár hefur tónlistartæknifyrirtækið Genki Instruments þróað Wave í nánu samstarfi við íslenskt tónlistarfólk. Kynningin verður á íslensku. Allir velkomnir.


Góð hugmynd og hvað svo?

Laugardaginn 19. maí verður haldin vinnustofa í Blábankanum en þar mun Haraldur fjalla um mikilvægi teymis og hvernig á að byggja upp teymi fyrir nýsköpun. Haraldur er einn af leiðbeinendum hraðalsins, en hann hefur starfað sem sérfræðingur hjá Startup Reykjavík og hjálpað nærri 100 nýsköpunarverkefnum þar við að taka sín fyrstu skref. Vinnustofan hefst kl. 14:00 og fer fram á ensku.

Þeir sem hafa hug á að taka þátt í vinnustofunni er bent á skráningu: info@blabankinn.is / 866-3700

 
 
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31