Auka fjárveitingu veitt til moksturs á veg að Ingjaldssandi í Önundarfirði
Á Ingjaldssandi er lögbýlið Sæból þar sem Elísabet Anna Pétursdóttir býr árið um kring. Vegurinn að Ingjaldssandi liggur úr Dýrafirði og norður að Önundarfirði en á leiðinni er farið yfir Sandsheiði sem oft er ófær að vetri til og lítið mokuð. Elísabet hefur lengi barist fyrir því að fá mokað heim að Sæbóli en vegurinn er skilgreindur sem héraðsvegur vegna vegalengdar og hæðar og er því ekki mokaður sem skildi. Morgunblaðið fjallaði um málið árið 2017 en sonur Elísabetar, Þór Engholm nemandi við Menntaskólann á Ísafirði, hefur oft þurft að fara leiðina fótgangandi til að komast heim til móður sinnar, og þá gjarnan klyfjaður m.a. af pósti og matvöru.
Fyrir skömmu fjallað Morgunblaðið um málið að nýju, en þar kemur fram að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar sendi þann 28. mars samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu erindi þess efnis að stjórnin teldi óforsvaranlegt að snjómokstri fyrir íbúa á lögbýlum væri ekki sinnt. Ráðuneytið hafnaði umleitan bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar með vísan í jafnræðisreglu stjórnsýslulaga sem veitir ekki svigrúm til aukinnar vetrarþjónustu á veginum. Í kjölfarið hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, ákveðið að veita 240 þúsund króna styrk af ráðstöfunarfé sínu til moksturs á veginum.