Gísli Súrsson tvöfaldur í Haukadal
Ekkert lát er á sýningum á verðlaunastykkinu Gísli Súrsson.
Þriðjudaginn 18. ágúst 2015 voru tvær sýningar á leiknum á söguslóðum á Gíslastöðum í Haukadal. Sýningarnar voru fyrir nemendur á íslenskunámskeiði Háskólaseturs Vestfjarða en voru þó báðar leiknar á ensku. Það var einmitt þannig sem enska útgáfa leiksins komst á koppinn þegar við fengum símtal frá forstöðumanni Háskólaseturs Peter Weiss vorið 2005. Síðan þá höfum við sýnt fjölda sýninga á ensku fyrir nemendur Háskólaseturs Vestfjarða. Það á að geta þess sem vel er gert og víst má hrósa Háskólasetri Vestfjarða sem hefur sannarlega gert frábæra hluti á Vestfjörðum.
Fjölmargar sýningar eru fyrirhugaðar á Gísla Súra á leikárinu 2015 - 2016.
...Meira