A A A
  • 1975 - Marta Sierzputowska
  • 1995 - Salóme Björt Kjerúlf
  • 1997 - Heiðdís Birta Jónsdóttir
  • 1997 - Hafdís Katla Jónsdóttir
21.08.2015 - 12:07 | Elfar Logi Hannesson,BIB

Gísli Súrsson tvöfaldur í Haukadal

Elfar Logi Hannesson sem Gísli Súrsson.
Elfar Logi Hannesson sem Gísli Súrsson.
« 1 af 3 »

Ekkert lát er á sýningum á verðlaunastykkinu Gísli Súrsson. 
Þriðjudaginn 18. ágúst 2015 voru tvær sýningar á leiknum á söguslóðum á Gíslastöðum í Haukadal. Sýningarnar voru fyrir nemendur á íslenskunámskeiði Háskólaseturs Vestfjarða en voru þó báðar leiknar á ensku. Það var einmitt þannig sem enska útgáfa leiksins komst á koppinn þegar við fengum símtal frá forstöðumanni Háskólaseturs Peter Weiss vorið 2005. Síðan þá höfum við sýnt fjölda sýninga á ensku fyrir nemendur Háskólaseturs Vestfjarða. Það á að geta þess sem vel er gert og víst má hrósa Háskólasetri Vestfjarða sem hefur sannarlega gert frábæra hluti á Vestfjörðum. 


Fjölmargar sýningar eru fyrirhugaðar á Gísla Súra á leikárinu 2015 - 2016. 

...
Meira
21.08.2015 - 06:17 | Hallgrímur Sveinsson

Kaupfélagsmenn á ferð að taka myndir

Frá vinstri: Reynir Ingibjartsson, Eiríkur Eiríksson og Sigurður Kristjánsson. Hér á Hótel Sandafelli í húsinu sem Eiríkur Þorsteinsson byggði fyrir K. D. af mikilli framsýni. Ljósm.: H.S.
Frá vinstri: Reynir Ingibjartsson, Eiríkur Eiríksson og Sigurður Kristjánsson. Hér á Hótel Sandafelli í húsinu sem Eiríkur Þorsteinsson byggði fyrir K. D. af mikilli framsýni. Ljósm.: H.S.
« 1 af 2 »

Þeir félagar Reynir Ingibjartsson og Sigurður Kristjánsson, báðir gamalkunnir kaupfélagsmenn, voru á ferðinni hér vestra nýlega. Eru þeir að taka ljósmyndir og safna efni um allar byggingar sem tilheyrðu kaupfélögum landsins, að undanskildum íbúðarhúsum. Hugmynd þeirra er að gefa út bækur með þessu efni. Verður þetta greinilega mikið verk hjá þeim, allt landið og miðin ef svo má segja. En hér er alls ekki um að ræða sögu viðkomandi kaupfélaga sem slíka.


   Enn eru uppistandandi 14 hús sem tilheyrðu rekstri K. D. -Kaupfélagi Dýrfirðinga-  á sínum tíma. Við þessir gömlu kaupfélagsjaxlar megum varla hugsa um Kaupfélagið okkar ógrátandi

...
Meira
Frá hinu þekkta krækiberjalandi á Baulhúsum í Arnarfirði. Ljósm.: H. S.
Frá hinu þekkta krækiberjalandi á Baulhúsum í Arnarfirði. Ljósm.: H. S.
« 1 af 2 »
Berjasérfræðingar okkar segja að það sé vel hugsanlegt að eitthvað verði hægt að tína af berjum í haust. Menn voru nú eiginlega orðnir úrkula vonar í því máli. Við nefnum engin nöfn, en hinir sérfróðu sem hafa verið á útkikki fyrir okkur, segja að tíðarfarið undanfarna daga hafi verið hagstætt. Það verði örugglega talsvert af krækiberjum, bláber verði nokkur og jafnvel verði hægt að fá aðalbláber á vissum leynistöðum. Þeir staðir verða náttúrlega ekkert gefnir upp!...
Meira
Stuðningsmenn uppbyggingar í Ólafsdal með bros á vör við styttu af Torfa Bjarnasyni og Guðlaugu Zakaríasdóttur
Stuðningsmenn uppbyggingar í Ólafsdal með bros á vör við styttu af Torfa Bjarnasyni og Guðlaugu Zakaríasdóttur
« 1 af 5 »
Fyrsti búnaðarskóli landsins var starfandi í Ólafsdal í Gilsfirði á vegum Torfa Bjarnasonar frá 1880-1907. Síðustu ár hefur sjálfseignarstofnunin Ólafsdalsfélagið beitt sér fyrir endurreisn staðarins og uppbyggingu þeirra húsa sem þar standa. Nú hefur verið gert samkomulag um uppbyggingu og varðveislu staðarins á milli fjármálaráðuneytisins og Minjaverndar og Ólafsdalsfélagsins. Samkomulag um að Minjavernd taki að sér land og eignir ríkisins í Ólafsdal var undirritað í gær....
Meira
Varðskipið Óðinn við Sjóminjasafnið í Reykjavík. Ljósm.: BIB
Varðskipið Óðinn við Sjóminjasafnið í Reykjavík. Ljósm.: BIB
« 1 af 2 »

Á Sjóminjasafninu í Reykjavík verður fjölbreytt dagskrá á Menningarnótt, laugardaginn 22. ágúst 2015 kl. 10 - 22


Lifandi tónlist bátasmiðja föndur og ratleikir.


 Auk þess verður hægt að spjalla við fyrrum áhafnarmeðlimi Óðins um borð í skipinu.


Frítt inn og allir velkomnir!


Sjóminjasafnið í Reykjavík, Grandagarður 8


 Kl. 14:00 – 18:00


Á Víkinni kaffihúsi verða lifandi tónleikar frá 14:00- 18:00 á Menningarnótt.

...
Meira
Mikil vinna á Þingeyri í sumar að sögn bæjarstjóra. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
Mikil vinna á Þingeyri í sumar að sögn bæjarstjóra. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
« 1 af 2 »
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að hann geti ekki sett út á efndir samkomulags Byggðastofnunar og Íslensks sjávarfangs, það sem af er. „Ef frá er skilinn sá tími sem lokað var vegna sumarfrís þá hefur verið botnlaus vinna þarna. Byggðakvóti verður hinsvegar alltaf umdeildur því hann er billeg og ófullkomin lausn til að bæta fyrir samfélagslega ósjálfbært og óréttlátt kvótakerfi.“ segir hann. Undanfarið hefur afla verið keyrt suður eða landað annarsstaðar, en aflinn kemur úr kvóta sem Byggðastofnun lagði til og á samkvæmt samningi að vera unninn á Þingeyri....
Meira
20.08.2015 - 06:54 | Hallgrímur Sveinsson

Stúdentar frá Spáni á ferð um Vestfirði

 Uppi á Hrafnseyrarheiði í 552 mtr. hæð yfir sjávarmáli. Arnarfjörður í baksýn. Ljósm.: H. S.
Uppi á Hrafnseyrarheiði í 552 mtr. hæð yfir sjávarmáli. Arnarfjörður í baksýn. Ljósm.: H. S.
« 1 af 2 »

Í dag lentum við í því að taka upp á arma okkar tvo spánska puttalinga, sem kallaðir eru. Þeim hefur fjölgað mjög hér um slóðir í sumar. Þetta voru þau Toni Alabcón frá Mallorca og Carolina Jimenéz De La Cruz frá Zaragoza á Spáni. Hann er 24 ára, nemandi í tölvufræðum og hún 21 árs og er í námi í iðnhönnun.


    Þau hafa verið að vinna við Ferðaþjónustuna í Breiðavík í sumar og voru í nokkurra daga fríi sem þau notuðu til að ferðast um Vestfirði.

...
Meira
19.08.2015 - 21:06 | Hallgrímur Sveinsson

Heldur betur skrautlegur þessi!

Þetta hlýtur að vera einhvers konar fjallabíll. Slíkt skraut og útbúnað hafa elstu menn í Dýrafirði aldrei séð á nokkru farartæki! Ljósm.:  H. S.
Þetta hlýtur að vera einhvers konar fjallabíll. Slíkt skraut og útbúnað hafa elstu menn í Dýrafirði aldrei séð á nokkru farartæki! Ljósm.: H. S.
Þetta er ábyggilega skrautlegasta farartæki sem sést hefur í Dýrafirði frá upphafi bílaaldar. 
Bíllinn var staðsettur í röðinni fyrir utan Sigmundarbúð hjá honum Wouter og frú hans henni Janne í dag. Það var auðvitað ekki hægt annað en skella af honum mynd. Hvaðan hann var að koma eða hvert að fara vitum við ekki. 
Á vinstra skítbretti að framan stendur poppy – Scotland....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31