Hver var Njáll Sighvatsson?
Njáll orti mikið alla ævi sína, þó hann teldi sig vart meira en hagyrðing. Til eru 540 vélritaðar síður í handriti í A-4 broti af skáldskap hans og kennir þar margra grasa. Þó er vitað að ekki hefur nærri allt varðveist sem Njáll orti og er það auðvitað algengt hjá slíkum sveitaskáldum sem alltaf voru tilbúin til að láta standa í hljóðstafnum við ótal tækifæri. Skáldskpur Njáls er geysilega fjölbreyttur og má kalla að hann hafi haft flesta ef ekki alla bragar-og kveðskaparhætti sem tíðkast í íslensku á valdi sínu. Hann hefur verið vel heima í Snorra....
Meira