A A A
  • 1990 - Salvör Sćmundsdóttir
Eins og hefluđ fjöl niđur Hrafnseyrardalinn! Ljósm.: H. S.
Eins og hefluđ fjöl niđur Hrafnseyrardalinn! Ljósm.: H. S.
Um daginn var vegurinn niður Hrafnseyrardal eins og hefluð fjöl eða bara steyptur! 
Þetta stafaði af því að borin var í veginn í sumar hörpuð möl og saltborið. Sprautubíllinn á fullu. Sprautubíllinn, sprautubíllinn og skafarinnn, skafarinn sögðu krakkarnir í gamla daga.  Leikmenn sjá það í hendi sér að þetta er það eina sem dugir við malarvegina okkar: Hörpuð möl og steinefni í burðarlagið og síðan saltborið með sjó. Þetta er það sem ætti að gera við Vesturleiðina eins og hún leggur sig strax að vori....
Meira
18.08.2015 - 17:03 | Hallgrímur Sveinsson

Krían kveđur okkur í dag!

Kría. Ljósm.: Davíđ Davíđsson.
Kría. Ljósm.: Davíđ Davíđsson.
« 1 af 2 »

Dagurinn í dag, 18. ágúst, er kríudagur. Þá tekur þessi langföruli farfugl sig upp og flýgur alla leið til Suðurskautsins. Svo segja þeir gömlu. Og það eru orð að sönnu. Hún kvaddi í dag bæði á Hrafnseyri og Auðkúlu.


    Enginn fugl í heiminum ferðast jafnlanga leið á milli varp- og vetrarstöðva og krían, eða 35 þúsund km. Og þessa vegalengd fer hún tvisvar á ári. Krían er eini fulltrúi ættar sinnar með fastan þegnrétt hér á landi. Hún er spengilegur og tígulegur fugl, nokkru minni en hettumáfur og mun mjóslegnari og rennilegri.

...
Meira
18.08.2015 - 06:46 | Hallgrímur Sveinsson

Miđbćjardrengirnir nýkomnir úr lauginni

Miđbćjardrengirnir Sigurđur Ţ. Gunnarsson til vinstri og Guđberg Kristján Gunnarsson til hćgri. Ljósm.: H. S.
Miđbćjardrengirnir Sigurđur Ţ. Gunnarsson til vinstri og Guđberg Kristján Gunnarsson til hćgri. Ljósm.: H. S.

Á förnum vegi að morgni dags


Við smelltum þessari líflegu mynd af þeim Miðbæjarbræðrum, Sigurði Þ. Gunnarssyni og Guðbergi Kristjáni Gunnarssyni, eftir að þeir voru búnir að „redda“ deginum í Þingeyrarsundlaug. Þar eru þeir meðlimir í hinum ágæta morgunklúbbi, sem er eiginlega að verða landsfrægur eða þannig.


   Þeir bræður eru traustir menn og áreiðanlegir, líkt og þau Miðbæjarsystkin önnur úr Haukadal.

...
Meira
17.08.2015 - 19:44 | Hallgrímur Sveinsson

Viagra karamellum úthlutađ í smalamennskum!

Gunnlaugur Sigurjónsson Fellabiskup til hćgri og séra Tómas Jónsson í sömu sókn.  Tómas var einhver allra besti smali hér um slóđir og kunni til verka í ţví eins og öđru sem hann tók sér fyrir hendur. Munum viđ minnast hans síđar. Sigríđur  Guđrún Steinţórsdóttir, eiginkona Tómasar í baksýn. Ljósm.: H. S.
Gunnlaugur Sigurjónsson Fellabiskup til hćgri og séra Tómas Jónsson í sömu sókn. Tómas var einhver allra besti smali hér um slóđir og kunni til verka í ţví eins og öđru sem hann tók sér fyrir hendur. Munum viđ minnast hans síđar. Sigríđur Guđrún Steinţórsdóttir, eiginkona Tómasar í baksýn. Ljósm.: H. S.
« 1 af 2 »

Frétt dagsins fyrir 11 árum:


Þann 2. október 2004 mátt lesa eftirfarandi frétt á Þingeyrarvefnum:


Það gleymdist að geta þess í fréttabréfi úr Vestfirsku Ölpunum um daginn sem satt er, þó oft megi satt kyrrt liggja, að í upphafi smalamennsku í umdæminu Brekkudalur að Kirkjubólsdal, var úthlutað karamellum, 2-3 á mann, allt eftir því hvernig á stóð og hefur svo verið um nokkurt skeið.


   Þessi siður er ættaður úr Arnarfirði og hefur þótt gefast vel þar. Þetta er gert til að smalarnir verði brattgengari, léttari á sér, kraftmeiri og ánægðari með lífið á fjöllum og dölum.

...
Meira
17.08.2015 - 11:27 | Hallgrímur Sveinsson

Hver var Eiríkur Ţorsteinsson?

Eiríkur Ţorsteinsson.
Eiríkur Ţorsteinsson.

Eiríkur var Austfirðingur (16. febr. 1905 – 8. maí 1976). Foreldrar hans voru Þorsteinn Ólafsso, bóndi í Grófarseli og síðar bóndi  og ökumaður í Firði í Seyðisfirði og kona hans Guðrún Jónína Arngrímsdóttir. Hann ólst upp hjá móðurbróður sínum, Eiríki Arngrímssyni á Surtsstöðum í Jökulsárhlíð.


   Eftir nám í Gagnfræðaskóla Akureyrar og Samvinnuskólanum stundaði Eiríkur ýmis störf hjá SÍS og kaupfélögunum. Þar á meðal var hann kaupfélagsstjóri Kaupfélags Dýrfirðinga og framkvæmdastjóri útgerðarfélaga á staðnum frá 1932-1960. Alþingismaður V-Ís. 1952-1959. Eiginkona Eiríks var Anna Guðmundsdóttir frá Syðra-Lóni á Langanesi. Þau eignuðust 8 börn.


   Gefum nú Guðmundi Ingvarssyni orðið, en Anna var móðursystir hans:

...
Meira
17.08.2015 - 06:53 | Elfar Logi Hannesson,BIB

Topp tíu listi Kómedíu

Elfar Logi Hannesson sem Gísli Súrsson.
Elfar Logi Hannesson sem Gísli Súrsson.
Það er sumar meira að segja sól þegar þessar línur eru ritaðar. Nú eru hin eiginilegu áramót leikhússins við byrjuðum í sumarfríi í gær sem stendur alveg til 18. ágúst. 
Líkt og siður er við áramót þá er gaman að kikka á það sem gert hefur verið ekki bara á leikárinu sem er að kveðja heldur og öllum hinum. Hvað hefur gengið vel hvað ekki eins vel. Án þess þó að dett í einhverja fortíðarþrá og allt betra en gamla daga frasa. Heldur miklu frekar ylja sér við góðar minningar og horfa fram á veginn. Hvað ber komandi leikári í skauti sér?...
Meira
16.08.2015 - 08:37 | Emil Ragnar Hjartarson,BIB

Ţegar Guđmundur Hagalín kom í lestíma ađ Núpi

Emil Ragnar Hjartarson á Vorfagnađi; Dýrfirđinga, Önfirđinga og Súgfirđinga á Hótel Sögu í vor ţar sem hann fór á kostum. Ljósm.: Guđmundur Jón Sigurđsson.
Emil Ragnar Hjartarson á Vorfagnađi; Dýrfirđinga, Önfirđinga og Súgfirđinga á Hótel Sögu í vor ţar sem hann fór á kostum. Ljósm.: Guđmundur Jón Sigurđsson.
« 1 af 7 »

Núpsskóli veturinn 1952. Við erum í lestíma eftir kvöldmat. Í lestímum sátu nemendur og lásu lexíurnar fyrir morgundaginn,ævinlega viðstaddur kennari sem sá um að menn héldu sig að verki.


Að þessu sinn situr Arngrímur Jónsson í kathedrunni, torræður á svip --væri ekki hissa þótt honum leiddist. Arngrímur var ágætur kennari. Hann kenndi mér eðlisfræði þennan vetur. Það er auðvitað grafarþögn. Skyndilega er stofuhurð svipt úr falsi, dyr opnaðar og inn ganga skólastjóri, séra Eiríkur J. Eiríksson og á undan honum ryðst enginn annar en Guðmundur Hagalín rithöfundur. Hann hafði dvalið á Núpi um skeið og unnið að öðru bindi ævisögu sinnar "Sjö voru sólir á lofti"

...
Meira
16.08.2015 - 06:50 | Hallgrímur Sveinsson

„Ţađ má andskotinn vita“

Kristján Eldjárn og Halldóra Eldjárn. Lengst til vinstri er Ásgeir Ásgeirsson.
Kristján Eldjárn og Halldóra Eldjárn. Lengst til vinstri er Ásgeir Ásgeirsson.

Úr því við erum að birta léttar gamansögur af Ásgeiri forseta, megum við til með að láta þessa fylgja af starfsbróður hans, Kristjáni Eldjárn.


Þegar Kristján Eldjárn var í forsetaframboði, kom hann á æskuslóðir sínar og gamall vinur hans sagði, er hann kvaddi hann: “Vertu nú blessaður og sæll og Guð veri með þér.” “Heldurðu að hann sé ekki örugglega með mér”, spurði Kristján. “Það má andskotinn vita,” svaraði karlinn.

...
Meira
Eldri fćrslur
« Mars »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31