17.08.2015 - 19:44 | Hallgrímur Sveinsson
Gunnlaugur Sigurjónsson Fellabiskup til hægri og séra Tómas Jónsson í sömu sókn. Tómas var einhver allra besti smali hér um slóðir og kunni til verka í því eins og öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Munum við minnast hans síðar. Sigríður Guðrún Steinþórsdóttir, eiginkona Tómasar í baksýn. Ljósm.: H. S.
Þær eru lagðprúðar Lillimórurnar á Brekku þegar þær koma af fjöllum í Vestfirsku Ölpunum. Ljósm.: H. S.
Frétt dagsins fyrir 11 árum:
Þann 2. október 2004 mátt lesa eftirfarandi frétt á Þingeyrarvefnum:
Það gleymdist að geta þess í fréttabréfi úr Vestfirsku Ölpunum um daginn sem satt er, þó oft megi satt kyrrt liggja, að í upphafi smalamennsku í umdæminu Brekkudalur að Kirkjubólsdal, var úthlutað karamellum, 2-3 á mann, allt eftir því hvernig á stóð og hefur svo verið um nokkurt skeið.
Þessi siður er ættaður úr Arnarfirði og hefur þótt gefast vel þar. Þetta er gert til að smalarnir verði brattgengari, léttari á sér, kraftmeiri og ánægðari með lífið á fjöllum og dölum.
...
Meira