23.08.2015 - 08:28 | BIB,skutull.is
Halla Ólafsdóttir ráðin frétta- og dagskrárgerðarmaður á Vestfjörðum og Vesturlandi
Halla Ólafsdóttir var í vikunni ráðin í starf frétta- og dagskrárgerðarmanns hjá Ríkisútvarpinu á Vesturlandi og Vestfjörðum. Halla verður með aðsetur á Ísafirði. Hún er menntuð í kvikmyndagerð og hefur unnið við gerð bæði stuttmynda og heimildarmynda. Halla mun flytja fréttir af Vesturlandi og Vestfjörðum, auk þess að vinna dagskrárefni fyrir útvarp.
RÚV tilkynnti fyrir stuttu um ráðningu þriggja nýrra starfsmanna á fréttastofu RÚV á landsbyggðinni....
Meira
RÚV tilkynnti fyrir stuttu um ráðningu þriggja nýrra starfsmanna á fréttastofu RÚV á landsbyggðinni....
Meira