A A A
  • 1975 - Marta Sierzputowska
  • 1995 - Salóme Björt Kjerúlf
  • 1997 - Heiðdís Birta Jónsdóttir
  • 1997 - Hafdís Katla Jónsdóttir
13.08.2015 - 06:58 | Hallgrímur Sveinsson

Þú átt nú öll atkvæðin hér, elskan mín!

Þessi mynd er tekin á Stað í Súgandafirði er forsetahjónin voru þar í heimsókn. Frá vinstri: Sturla Jónsson, hreppstjóri, Aðalheiður Snorradóttir, prestsfrú á Stað, Ásgeir forseti og frú Dóra Þórhallsdóttir, forsetafrú. Ljósm.: Séra Jóhannes Pálmason á Stað.
Þessi mynd er tekin á Stað í Súgandafirði er forsetahjónin voru þar í heimsókn. Frá vinstri: Sturla Jónsson, hreppstjóri, Aðalheiður Snorradóttir, prestsfrú á Stað, Ásgeir forseti og frú Dóra Þórhallsdóttir, forsetafrú. Ljósm.: Séra Jóhannes Pálmason á Stað.
« 1 af 2 »

Nokkrar léttar sagnir af Ásgeiri forseta 1. 


Það var á þeim árum sem Kristján Ingvaldur Benediktsson bjó á Hrafnseyri, um 1940. Þá var hann fenginn til að flytja Ásgeir Ásgeirsson, sem Vestur-Ísfirðingar fylgdu í gegnum þykkt og þunnt, í kosningaferðalag á bát yfir í Mosdal. Þegar þeir koma að Horni hitta þeir Guðmund bónda í mógröfum, ásamt fleira fólki. Ásgeir heilsaði Guðmundi fyrstum manna og sagði hann þá að bragði við þingmanninn:

...
Meira
12.08.2015 - 21:14 | Hallgrímur Sveinsson

Mikil aðsókn á tjaldsvæðið á Þingeyri

Monika Kristjánsdóttir er einn af eftirlitsmönnum á tjaldsvæðinu. Hér er hún í fullum skrúða ásamt Valgerði Guðmundsdóttur, sem er Dýrfirðingur  af aðalsættum eins og allir vita. Hún er með fullar hendur fjár og þykist vera að borga Moniku. Bara leikræn tilþrif! Ljósm.: H. S.
Monika Kristjánsdóttir er einn af eftirlitsmönnum á tjaldsvæðinu. Hér er hún í fullum skrúða ásamt Valgerði Guðmundsdóttur, sem er Dýrfirðingur af aðalsættum eins og allir vita. Hún er með fullar hendur fjár og þykist vera að borga Moniku. Bara leikræn tilþrif! Ljósm.: H. S.
« 1 af 3 »

Fjölsóttir staðir fyrir vestan 1.


Þorbjörg Gunnarsdóttir, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Þingeyri, fræðir okkur á því að mikil aðsókn hafi verið á tjaldsvæðið hjá þeim í sumar. Tjaldsvæðið er staðsett við Íþróttamiðstöðina og er því þjónað þaðan.  Þar er öll venjuleg aðstaða sem tíðkast á slíkum stöðum. Vatn, rafmagn, þvottavél og bara nefndu það. Umhverfis tjaldsvæðið er fallegur trjágróður sem veitir mjög gott skjól.
Gestir og gangandi sjá glögglega að þar er snyrtimennska í hávegum höfð. Það er auðvitað eitt af grundvallaratriðum í slíkri þjónustu.

...
Meira
Gestir koma víða að og þar á meðal Þingeyri.
Gestir koma víða að og þar á meðal Þingeyri.

Framundan er stærsta samkoma ársins í Sauðfjársetrinu í Sævangi við Steingrímsfjörð á Ströndum.


 Á sunnudag, 23. ágúst 2015, fer þar fram árlegt Íslandsmeistaramót í hrútadómum og hefst keppnin klukkan 14. Jafnan er góð þátttaka í hrútadómunum, bæði í flokki þaulreyndra hrútadómara og líka í flokki óvanra hrútaþuklara. Að venju verður kjötsúpa á boðstólum og kaffihlaðborð allan liðlangan daginn. Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar, margvíslegar uppákomur og viðburðir og verður safnið opið daglega út ágústmánuð frá 10 til 18 og um helgar í september.

...
Meira
12.08.2015 - 13:34 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Einn góður úr Suðurfjarðahreppi

Bíldudalur. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
Bíldudalur. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
« 1 af 2 »

Friðrik Ólafsson á Bíldudal var bróðir Björns Ólafssonar, bónda í Dufansdal, og vel hagmæltur eins og hann. Friðrik var skipstjóri á rækjubát.


            Frikki kom eitt sinn æðandi inn í Landsbankann á Bíldudal. Þá var þar bankastjóri Brynjólfur Þór Brynjólfsson, nú bankastjóri á Ísafirði. Frikki vildi ræða við Brynka. Brynki bað hann bíða smástund því að hann var að ljúka við að vélrita skuldabréf. Frikki hlustaði ekkert á það og hélt áfram að rekja erindi sín.

...
Meira
12.08.2015 - 08:03 | Einar K. Guðfinnsson,BIB

Forseti Alþingis og frú fóru fyrir Nes

Einar K. Guðfinnsson og Sigrún Jóhanna Þórisdóttir.
Einar K. Guðfinnsson og Sigrún Jóhanna Þórisdóttir.
« 1 af 5 »
Meðal þeirra fjölmörgu sem ekið hafa í sumar fyrir Sléttanesið eru Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis og kona hans Sigrún Jóhanna Þórisdóttir.
Einar K. lýsti ferðinni á Facebook-síðu sinni á dögunum:
„Það er alltaf óviðjafnanlegt að aka fyrir Nes, eins og það er kallað í daglegu tali. Fara sem leið liggur úr Dýrafirði, um Keldudal,ættarslóðir Össurar Skarphéðinssonar,  fyrir Sléttanesið, um Svalvoga, Lokinhamradal, Stapadal, Tjaldanes, Álftamýri, Auðkúlu og að Hrafnseyri....
Meira
11.08.2015 - 20:05 | Hallgrímur Sveinsson

Berjasprettan: „Bláberjalyng vex allt í kring“

Hér sjáum við grænjaxla af bláberjalyngi, nokkuð stækkaða. En þeir eru ekki á hverju strái! Ljósm.: H. S.
Hér sjáum við grænjaxla af bláberjalyngi, nokkuð stækkaða. En þeir eru ekki á hverju strái! Ljósm.: H. S.
« 1 af 2 »
Við munum eftir laginu hans Ladda Dýrfirðings, þar sem þessi hending kemur fyrir.
En segjum sem svo að blessaður karlinn ætlaði að koma á berjamó einhvern þessara daga í Dýrafjörð að skoða bláberjalyngið. Þá kæmi hann í geitarhús að leita ullar, eins og þar stendur....
Meira
11.08.2015 - 07:09 | Morgunblaðið,BIB

Rís úr öskunni - nýtt safn um Stein Steinarr

Steinn Steinarr. Hann var á Núpi í Dýrafirði 1925-26.
Steinn Steinarr. Hann var á Núpi í Dýrafirði 1925-26.
« 1 af 4 »
Steinshús nefnist safn og fræðimannasetur til minningar um skáldið Stein Steinarr sem vígt verður með formlegum hætti eftir viku, laugardaginn 15. ágúst 2015 kl. 14, í gamla samkomuhúsinu á Nauteyri við norðanvert Ísafjarðardjúp.
„Hugmyndin að Steinshúsi kviknaði árið 2007 í sumarbústað okkar hjóna sem stendur steinsnar frá gamla samkomuhúsinu,“ segir Þórarinn Magnússon, stjórnarformaður Steinshúss ses....
Meira
10.08.2015 - 06:55 | Hallgrímur Sveinsson

Mjög algengt að pör hjóli saman á Vestfjörðum

 Joe Gromala og Susan Wolthuis í Arnarfirði. Ljósm.: Hallgrímur Sveinsson.
Joe Gromala og Susan Wolthuis í Arnarfirði. Ljósm.: Hallgrímur Sveinsson.

Það virðist bara vera mjög „inn“ fyrir pör að ferðast saman á reiðhjólum á Vestfjörðum. Á ferð okkar um norðurströnd Arnarfjarðar í gær hittum við rétt eitt hjólaparið. Þau voru að svala sér á hinu stórkostlega íslenska lindarvatni úr Krákudalsánni innan Álftamýrar. Af eðlislægri forvitni tókum við þetta elskulega hjólreiðafólk tali.


    Merkilegt nokk sagðist konan vera hollensk, eins og hjólaparið sem við hittum í gær og heita Susan Wolthuis. Hann var aftur frá Bandaríkjunum og heitir Joe Gromala

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31