A A A
Frá hinu þekkta krækiberjalandi á Baulhúsum í Arnarfirði. Ljósm.: H. S.
Frá hinu þekkta krækiberjalandi á Baulhúsum í Arnarfirði. Ljósm.: H. S.
« 1 af 2 »

Berjasérfræðingar okkar segja að það sé vel hugsanlegt að eitthvað verði hægt að tína af berjum í haust. Menn voru nú eiginlega orðnir úrkula vonar í því máli. Við nefnum engin nöfn, en hinir sérfróðu sem hafa verið á útkikki fyrir okkur, segja að tíðarfarið undanfarna daga hafi verið hagstætt. Það verði örugglega talsvert af krækiberjum, bláber verði nokkur og jafnvel verði hægt að fá aðalbláber á vissum leynistöðum. Þeir staðir verða náttúrlega ekkert gefnir upp!

Ef fer sem horfir og ekki gerir næturfrost fyrir mánaðamót munu margir taka gleði sína á nýjan leik. Er gott til þess að vita, því ýmsir voru orðnir vondaufir með að komast á aðalbláberjamó.

Eins og kunnugt er kalla Vestfirðingar ekki allt ömmu sína og ber kalla þeir ekki nema aðalbláber!     

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30