19.08.2015 - 21:06 | Hallgrímur Sveinsson
Heldur betur skrautlegur þessi!
Þetta er ábyggilega skrautlegasta farartæki sem sést hefur í Dýrafirði frá upphafi bílaaldar.
Bíllinn var staðsettur í röðinni fyrir utan Sigmundarbúð hjá honum Wouter og frú hans henni Janne í dag. Það var auðvitað ekki hægt annað en skella af honum mynd.
Hvaðan hann var að koma eða hvert að fara vitum við ekki.
Á vinstra skítbretti að framan stendur poppy – Scotland.
Hallgrímur Sveinsson.