A A A
  • 2010 - Alexandra Líf Bjarnadóttir
Ragnar Reykás
Ragnar Reykás

Þingeyrarvefnum hefur borist afrit að eftirfarandi bréfi frá Ragnari Reykás, bankastjóra Gleðibankans. Það skal tekið fram, að frá Grafarvogi í Reykjavík til Selfoss eru um 5o km sé ekin Hellisheiði. Svo menn átti sig á vegalengdunum, eru um 50 km frá Þingeyri til Ísafjarðar. 


 Ekkifrétt að vestan:

...
Meira
21.09.2015 - 15:52 | Halla Signý Kristjánsdóttir,BIB

Af afmælum Sandara 20. september 2015

Ásvaldur Guðmundsson á Núpi mátaði sig við stýrið á gömlu Sandsýtunni, fornfrægri jarðýtu.
Ásvaldur Guðmundsson á Núpi mátaði sig við stýrið á gömlu Sandsýtunni, fornfrægri jarðýtu.
Í gær var 20. september 2015, þá áttu nokkrir góðir Sandarar afmæli. 
Fyrstan skal telja heiðursmanninn Ása í Ástúni (nú Núpi í Dýrafirði) sem í dag er 85 ára ef mér tekst að reikna rétt. Ef ekki þá verður hann að eiga það við sig, því hann kenndi mér að reikna. Hann var kennarinn minn í fimm vetur í Vonalandi. 
Það var góður tími. Ég get alls ekki munað klukkan hvað við byrjuðum í skólanum eða hvað við vorum lengi. Því klukkan skipti ekki máli. Það var bara þegar við vorum tilbúin og búið þegar við vorum búin að fá nóg yfir daginn.

Skemmtilegastir þóttu mér teiknitímarnir, þá sátum við og teiknuðum eftir forskrift af myndin sem mig minnir að Alla sysir hans hefði teiknað. Á meðan las Ási fyrir okkur upp úr Öldinni okkar og fleiri góðu bókum.
...
Meira
21.09.2015 - 09:08 | BIB,bb.is

Landsbankinn lokar á Þingeyri

Landsbankinn á Þingeyri. Áður Sparisjóðurinn.
Landsbankinn á Þingeyri. Áður Sparisjóðurinn.
BB hefur fyrir því heimildir að útibú bankans á Þingeyri verði lokað á næstunni. 
Ekki hefur náðst samband við stjórnendur í bankanum þessu til staðfestingar. Um tvö stöðugildi eru í útibúinu og ekki liggur fyrir á þessum tímapunkti hvort starfsmenn þar fái starf við Landsbankann á Ísafirði. Á undanförnum árum hafa útibú í minni bæjum landsins verið lögð niður og er nú svo komið að það eru aðeins Ísafjörður og Bolungarvík sem státa af banka í sinni heimasveit hér á norðanverðum kjálkanum....
Meira
20.09.2015 - 06:45 | Hallgrímur Sveinsson

Merkilegar fornminjar á Auðkúlu í Arnarfirði

Kirkjurúst til hægri og kirkjugarður til vinstri. Mosdalur í baksýn. Ljósm.: H. S.
Kirkjurúst til hægri og kirkjugarður til vinstri. Mosdalur í baksýn. Ljósm.: H. S.
« 1 af 4 »
Fyrir nokkrum árum kom Guðný Zoega fornleifafræðingur að Auðkúlu í Arnarfirði til að skoða gamlar húsaminjar eða rústir í svokölluðum Parti sem er utan við Auðkúluána. Var það að frumkvæði Hreins Þórðarsonar bónda þar á bæ. Guðný er gömul vinkona hans frá því hún var að alast upp í Mjólkárvirkjun á sínum tíma. Þessi skoðun hennar leiddi ýmislegt áhugavert í ljós. Unnið var svo í 2 vikur í sumar að nánari rannsókn umræddra minja undir stjórn Margrétar H. Hallmundsdóttur, fornleifafræðings hjá Náttúrustofu Vestfjarða. 
Í ljós komu eftirfarandi fornleifar:...
Meira
19.09.2015 - 21:57 | Hallgrímur Sveinsson

Eigum við að taka upp embætti hreppstjóra aftur?

Sigurður Þ. Gunnarsson, síðasti hreppstjóri Þingeyrarhepps. Hann þurfti sjaldan að setja upp embættistáknið. Ljósm. H. S.
Sigurður Þ. Gunnarsson, síðasti hreppstjóri Þingeyrarhepps. Hann þurfti sjaldan að setja upp embættistáknið. Ljósm. H. S.
Margir sáu eftir hreppstjórunum eftir að þau embætti voru lögð niður. Og nú hefur sú hugmynd  komist á kreik hjá nokkrum spekingum að rétt væri að endurvekja hreppstjórana. En til hvers? Ja, það gæti til dæmis verið einn liður í að hefja almennilega sókn í byggðamálunum segja þeir. Hinn almenni borgari í krummaskuðunum og sveitunum gæti leitað til þeirra með ýmis mál. Þeir gætu sparað löggunni sporin. Leiðbeint erlendum ferðamönnum með ýmsa hluti og gáð hvort einhverjir fullir kallar séu undir stýri! Svona mætti lengi telja....
Meira
18.09.2015 - 06:50 | BIB,Bjarni Guðmundsson

"Íslenskir sláttuhættir" eftir Bjarna Guðmundsson

Bjarni Guðmundsson með nýju bókina.
Bjarni Guðmundsson með nýju bókina.

... fer í smiðju til langfrænda og annars Kirkbælings, Guðm. Inga:


Sláið fram úr í dag því að heyskap er hætt.
Gefið hrífum og orfum sinn frið.
En í kringum mín hús verði hreinsað og bætt
vegna hennar sem búist er við ...



Og hún kom í mínar hendur í kvöld, "Íslenskir sláttuhættir" ...


...
Meira
18.09.2015 - 06:40 | Elfar Logi Hannesson,BIB

Gísli og Grettir á Lamb inn

Hjónin Marsibil G. Kristjánsdóttir og  Elfar Logi Hannesson.
Hjónin Marsibil G. Kristjánsdóttir og Elfar Logi Hannesson.
« 1 af 3 »
Menningarviðburður verður í leikhúsinu fyrir norðan. Nánar tiltekið í Gamla bænum Öngulstöðum í Eyjafirði 18. og 19. september 2015. 
Sýndir verða tveir kraftmiklir og sögulegir einleikir Kómedíuleikhússins. Gísli Súrsson hefur leik og svo tekur hinn útlaginn Grettir Ásmundarson við. Sýningarnar verða í hinu einstaka Gamla bæ á Öngulstöðum hjá ferðaþjónustubóndanum Lamb inn. Einnig má geta þess að Marsibil G. Kristjánsdóttir verður með sína vinsælu myndlistarsýningu um Gísla sögu Súrssonar á sama tíma. Sú sýning verður á vinnustofunni á Lamb inn....
Meira
17.09.2015 - 15:19 | Hallgrímur Sveinsson

Er ekki rétt að hafa kontról á þessu?

Elís Kjaran í snjómokstri á Hrafnseyraheiði (Grímsheiði!) Hann hefði haft gaman af að spíka við þetta lið. Alla vega kvenmennina. Ljósm. H. S.
Elís Kjaran í snjómokstri á Hrafnseyraheiði (Grímsheiði!) Hann hefði haft gaman af að spíka við þetta lið. Alla vega kvenmennina. Ljósm. H. S.
« 1 af 2 »

Í framhaldi af frétt dagsins í gær um Náttúrulistasalinn Ísland, teljum við rétt að birta aftur frétt sem kom á Þingeyrarvefnum 15. marz 2015. Spyrja verður: Er ekki rétt að fræða hina erlendu ferðamenn um landsins gagn og nauðsynjar þegar þeir koma til okkar fullir tilhlökkunar? Eða eigum við bara að segja að þetta reddist allt?

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31