21.09.2015 - 15:52 | Halla Signý Kristjánsdóttir,BIB
Ásvaldur Guðmundsson á Núpi mátaði sig við stýrið á gömlu Sandsýtunni, fornfrægri jarðýtu.
Í gær var 20. september 2015, þá áttu nokkrir góðir Sandarar afmæli.
Fyrstan skal telja heiðursmanninn Ása í Ástúni (nú Núpi í Dýrafirði) sem í dag er 85 ára ef mér tekst að reikna rétt. Ef ekki þá verður hann að eiga það við sig, því hann kenndi mér að reikna. Hann var kennarinn minn í fimm vetur í Vonalandi.
Það var góður tími. Ég get alls ekki munað klukkan hvað við byrjuðum í skólanum eða hvað við vorum lengi. Því klukkan skipti ekki máli. Það var bara þegar við vorum tilbúin og búið þegar við voru
m búin að fá nóg yfir daginn.
Skemmtilegastir þóttu mér teiknitímarnir, þá sátum við og teiknuðum eftir forskrift af myndin sem mig minnir að Alla sysir hans hefði teiknað. Á meðan las Ási fyrir okkur upp úr Öldinni okkar og fleiri góðu bókum....
Meira