Nú er smalað og smalað í Vestfirsku Ölpunum - Hvernig skyldi smalamennskum vera háttað í Færeyjum?
Meira
Jón var sonur Jens Sigurðssonar, rektors Lærða skólans í Reykjavík og fyrsta kennara við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri, elsta barnaskóla landsins , bróður Jóns Sigurðssonar forseta frá Hrafnseyri við Arnarfjörð. Móðir Jóns var Ólöf, dóttir Björns Gunnlaugssonar, stærðfræðings, stjörnufræðings og yfirkennara. Sigríður var dóttir Hjalta Ólafssonar Thorberg, bónda á Gunnsteinsstöðum í Langadal, bróður Bergs Thorberg landshöfðinga. Móðir Sigríðar var Guðrún Jóhannesdóttir húsfreyja.
...
Árið 2007 náði græðgin slíkum tökum á þjóðinni að með ólíkindum var. Það sem á eftir kom var óhjákvæmilegt. Þetta vita allir menn góði, eins og séra Baldur sagði stundum er hann vildi leggja áherslu á orð sín.
Og nú eru mannfjandsamleg öfl heldur betur komin á kreik aftur. Mammon gamli og Grýla sitja nú bæði við stýrið. Aðgerðir Banka allra landsmanna á Vestfjörðum síðustu daga sýna það glöggt. Þær eru bæði illa undirbúnar og heimskulegar. Þær koma ekki mjög hart niður á þeim sem eru með svokallaðan Heimabanka.
...