A A A
  • 2010 - Alexandra Líf Bjarnadóttir
Þetta er nú hann Sigurður Þorkell Vignir frá Ketilseyri með hvelpa tvo. Þeir verða ábyggilega góðir smalahundar með tímnum.
Þetta er nú hann Sigurður Þorkell Vignir frá Ketilseyri með hvelpa tvo. Þeir verða ábyggilega góðir smalahundar með tímnum.
« 1 af 4 »
Þessa dagana er allt á fullu í Vestfirsku Ölpunum. Það er  smalað, smalað og smalað. Á Hófsárdal, Gljúfrárdal, Þorbjarnardal, Hrafnseyrardal og inndölum hans Geldingadal og Hauksdal, Húsadal, Tjaldanesdal, Baulhúsadal. Dýrafjarðamegin í Galtardal, Kirkjubólsdal, Meðaldal og Eyrardal. Maður verður bara hálf ringlaður ef maður nefnir fleiri dali! Svo verða margir dalir teknir um næstu helgi....
Meira
24.09.2015 - 20:51 | Hallgrímur Sveinsson

Dýrfirðingar eru sorrý, sárir og svekktir

Vel flestir sem vettlingi geta valdið í Dýrafirði og áttu heimangengt, voru mættir þegar kveikt var á friðarkertum síðustu mínúturnar sem Landsbankinn hafði opið á Þingeyri, eftir því sem tilkynnt hefur verið.
Vel flestir sem vettlingi geta valdið í Dýrafirði og áttu heimangengt, voru mættir þegar kveikt var á friðarkertum síðustu mínúturnar sem Landsbankinn hafði opið á Þingeyri, eftir því sem tilkynnt hefur verið.
« 1 af 4 »
Sú andsamfélagslega aðgerð Banka allra landsmanna að loka útibúi bankans á Þingeyri hefur vakið hörð viðbrögð í Dýrafirði.

Í dag komu flestir sem vettlingi geta valdið og áttu heimangegnt í firðinum saman við Landsbankann á Þingeyri. Var þar höfð stutt sameiginleg stund  síðustu mínútur Landsbankans á staðnum. Kveikt var á kertum. Jónína Símonardóttir kennari hélt stutta tölu og sagði meðal annars að nú væru Dýrfirðingar sorrý, sárir og svekktir. Einn fundarmanna sagði að þetta væri punkturinn yfir i-ið. Tveggja mínútna þögn var svo í lokin....
Meira
24.09.2015 - 07:07 | Morgunblaðið,BIB

Merkir Íslendingar - Bergur Jónsson

Bergur Jónsson af forsetaættum frá Hrafnseyri.
Bergur Jónsson af forsetaættum frá Hrafnseyri.
« 1 af 2 »
Bergur fæddist í Reykjavík 24. september 1898. Foreldrar hans voru Jón Jensson háyfirdómari, og k.h., Sigríður Hjaltadóttir húsfreyja.

Jón var sonur Jens Sigurðssonar, rektors Lærða skólans í Reykjavík og fyrsta kennara við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri, elsta barnaskóla landsins , bróður Jóns Sigurðssonar forseta frá Hrafnseyri við Arnarfjörð. Móðir Jóns var Ólöf, dóttir Björns Gunnlaugssonar, stærðfræðings, stjörnufræðings og yfirkennara. Sigríður var dóttir Hjalta Ólafssonar Thorberg, bónda á Gunnsteinsstöðum í Langadal, bróður Bergs Thorberg landshöfðinga. Móðir Sigríðar var Guðrún Jóhannesdóttir húsfreyja.

...
Meira
23.09.2015 - 20:44 | Tilkynning

Kertastund við Landsbankann á Þingeyri

Þingeyri við Dýrafjörð. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
Þingeyri við Dýrafjörð. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
Dýrfirðingar! 
Mætum öll sem mögulega getum fyrir utan Landsbankann á fimmtudaginn, 24. september 2015, kl. 15.50 með friðarkerti eða annars slags kerti og sýnum að okkur er ekki sama! 
Þó við getum kannski ekki stöðvað þennan gjörning, þá getum við a.m.k. sýnt vonbrigði okkar með þessu móti....
Meira
23.09.2015 - 20:32 | BIB,Veðurstofa Íslands

23. september 2015 - haustjafndægur

Séð yfir Dýrafjörð til Þingeyrar.
Séð yfir Dýrafjörð til Þingeyrar.
Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. 
Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir miðbaug jarðar. Þessi atburður er á tilteknu augnabliki innan dagsins. Um haustjafndægur eru dagur og nótt álíka löng og styttist dagurinn um 6-7 mínútur á hverjum degi....
Meira
23.09.2015 - 07:14 | BIB,Morgunblaðið

Vilborg segir frá Auði, ástinni, drekanum og dauðanum

Dýrfirðingurinn Vilborg Davíðsdóttir.
Dýrfirðingurinn Vilborg Davíðsdóttir.
Bókakaffi í Gerðubergi í kvöld

Bókakaffið í Gerðubergi nýtur mikilla vinsælda enda skemmtilegt að heyra höfunda segja frá vinnu sinni við bækur og tilurð þeirra. Í kvöld, 23, september 2015 kl. 20, verður bókakaffi þar sem Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og þjóðfræðingur kemur í heimsókn og segir gestum bókakaffisins frá skrifum sínum um Auði djúpúðgu í máli og myndum.

 


Þrjár bækur um landnámskonu

...
Meira
22.09.2015 - 17:12 | Bjarni Georg Einarsson,Hallgrímur Sveinsson,Guðmundur Ingvarsson

Mammon og Grýla gamla eru nú aftur við stjórnvölinn!

Landsbankinn á Þingeyri. Áður Sparisjóðurinn.
Landsbankinn á Þingeyri. Áður Sparisjóðurinn.

Árið 2007 náði græðgin slíkum tökum á þjóðinni að með ólíkindum var. Það sem á eftir kom var óhjákvæmilegt. Þetta vita allir menn góði, eins og séra Baldur sagði stundum er hann vildi leggja áherslu á orð sín.


   Og nú eru mannfjandsamleg öfl heldur betur komin á kreik aftur. Mammon gamli og Grýla sitja nú bæði við stýrið. Aðgerðir Banka allra landsmanna á Vestfjörðum síðustu daga sýna það glöggt. Þær eru bæði illa undirbúnar og heimskulegar. Þær koma ekki mjög hart niður á þeim sem eru með svokallaðan Heimabanka.

...
Meira
22.09.2015 - 11:01 | Morgunblaðið,BIB

Vestfirskur doktor - Óla Kallý Magnúsdóttir

Óla Kallý Magnúsdóttir.
Óla Kallý Magnúsdóttir.
« 1 af 2 »
Óla Kallý Magnúsdóttir frá Flateyri er fædd árið 1982 og foreldrar hennar eru Magnús Th. Benediktsson og Kristbjörg Magnadóttir sen nú búa á Akureyri. Óla Kallý lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og MS-prófi í næringarfræði frá sama skóla árið 2008. Óla Kallý, sem hóf doktorsnám við HÍ árið 2010, hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands, starfað við Landspítala – háskólasjúkrahús og komið að fjölda annarra verkefna hjá Rannsóknastofu í næringarfræði frá árinu 2007. Þá hefur Óla Kallý sinnt nefndarstörfum fyrir Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands. Hún er gift Guðmundi Halldórsyni og eiga þau tvær dætur, Þórunni (f. 2008) og Hrafnhildi Ýri (f. 2010...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31