Birgir Dagur tilbúinn í smalamennskuna. Ljósm. Guðrún steinþórsdóttir.
Á sauðburði á Brekku í vor með kindinni sinni henni Kristínu. Ljósm. Guðrún Steinþórsdóttir.
Og þetta eru Golsurnar vinkonur hans Birgis á Brekku í vor. Ljósm. Guðrún Steinþórsdóttir.
Maður er nefndur Birgir Dagur Bjarkason. Hann á heima í Garðabæ.
Hvað ertu að gera hérna fyrir vestan núna Birgir Dagur?
Ég er með ömmu minni og afa að smala, Guðrúnu Steinþórsdóttur og Dagbjarti Bjarnasyni. Þau eru bæði af vestfirskum ættum.
Og hvað var verið að smala?
Brekkudal, Geldingadal, Grjótskál, Galtardal, Stúfudal og ég veit ekki hvað og hvað.
Hvernig gekk? Bara rosa vel.
Í hvaða skóla ertu? Snælandsskóla.
...
Meira