1. október 1846 - Hús Hins lærða skóla í Reykjavík var vígt (nú Menntaskólans)
Þetta var lengi stærsta hús bæjarins. Flutningur skólans „átti drjúgan þátt í að breyta Reykjavík úr hálfdönsku sjávarkauptúni í alíslenskan kaupstað,“ að mati Jóns Helgasonar biskups.
Meðal rektora Hins lærða skóla var Jens Sigurðsson frá Hrafnseyri við Arnarfjörð sem var rektor 1869 - 1872. Jens Sigurðsson var árið 1852 fyrsti kennari við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri sem er elsti barnaskóli Íslands....
Meira