A A A
  • 2010 - Alexandra Líf Bjarnadóttir
11.09.2015 - 06:42 | Ný þjóðmál,BIB

Gamla myndin frá 1978

Framboðslistinn 1978.
Framboðslistinn 1978.

Gamla myndin er frá því í maí 1978.


Það er framboðslisti Frjálslyndra og vinstrimanna við alþingsiskosningarnar í Vestfjarðakjördæm 25. júní 1978.


Eins og sjá má eru Dýrfirðingar í tveimur efstu sætunum:


Bergur Torfason á Felli og Bjarni Pálsson á Núpi.


 


 

...
Meira
Vestfjarðavegur um Gufudalssveit.
Vestfjarðavegur um Gufudalssveit.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra býður til opins fundar um samgöngu- og fjarskiptamál á Vestfjörðum laugardaginn 12. september 2015 klukkan 10.30 til 12. Fundurinn verður haldinn í Félagsheimilinu á Patreksfirði.
Á fundinum fjallar innanríkisráðherra um helstu áfanga sem náðst hafa í samgöngumálum á Vestfjörðum og um þau stórverkefni sem framundan eru...
Meira
09.09.2015 - 07:27 | Morgunblaðið,BIB

Taka þátt í gleði og sorg íbúanna

Hjónin Sigurgeir Már Jensson læknir og Helga Þorbergsdóttir frá Bolungarvík, hjúkrunarfræðingur og sjúkraflutningamaður, hafa starfað saman í Vík í 30 ár.
Hjónin Sigurgeir Már Jensson læknir og Helga Þorbergsdóttir frá Bolungarvík, hjúkrunarfræðingur og sjúkraflutningamaður, hafa starfað saman í Vík í 30 ár.
« 1 af 2 »

• 30 ára starfsafmæli samhentra hjóna í Vík


Sami læknirinn og hjúkrunarfræðingurinn hafa staðið vaktina á heilsugæslunni í Vík í Mýrdal nánast allan sólarhringinn síðustu 30 ár. Það sem meira er; hjúkrunarfræðingurinn Helga Þorbergsdóttir og læknirinn Sigurgeir Már Jensson eru hjón.


Hinn 1. september síðastliðinn voru 30 ár liðin frá því þau keyrðu að norðan og tóku við starfinu í Vík, sem þau hafa sinnt óslitið síðan. Af því tilefni þakkaði sveitarfélagið þeim fyrir vel unnin störf á 30 ára starfsafmælinu. Íbúar Víkur þurfa þó ekki að örvænta, því þau eru ekki að hætta.

...
Meira
09.09.2015 - 06:33 | Hallgrímur Sveinsson

Hraðsamtalið: - Pósturinn Páll á Þingeyri?

Patrekur Þór Agnarsson póstur við embættisbílinn. Ljósm.: H. S.
Patrekur Þór Agnarsson póstur við embættisbílinn. Ljósm.: H. S.

Pósturinn Páll á Þingeyri er sko ekki pósturinn Páll! Heldur er það Patrekur Þór Agnarsson, 20 ára yngissveinn.


Hvaðan ert þú ættaður, Patrekur?


Ég er frá Ísafirði. Faðir minn er þaðan og móðir mín er frá Tálknafirði.


Hvað ertu búinn að vinna lengi hjá Íslandspósti?


Byrjaði um síðustu áramót og hætti svo um þau næstu.


Nú. Hvað kemur til?

...
Meira
08.09.2015 - 21:58 |

Tapað – fundið!

Dynjandi og Strompgljúfrafoss, öðru nafni Úðafoss, fyrir neðan hann. Ljósm.: Okunnur.
Dynjandi og Strompgljúfrafoss, öðru nafni Úðafoss, fyrir neðan hann. Ljósm.: Okunnur.

Orðsending frá fyrrum hreppstjóra Auðkúluhrepps:


Dýrmæt myndavél og gleraugu urðu óvart eftir á nestisborði á Dynjanda á föstudaginn var.


Heiðarlegur finnandi er beðinn að hringja í síma 456-8252 eða 856-6540.


Fundarlaun.

...
Meira
08.09.2015 - 09:49 | BIB,Emil Ragnar Hjartarson

BÍLSTJÓRARAUNIR úr Dýrafirði

Alþýðublaðið 12. maí 1970
Alþýðublaðið 12. maí 1970
« 1 af 2 »
Jón á Lækjarósi kemur akandi upp á Gemlufallsheiði neðan frá Gemlufalli þar sem malargryfjan er. Við tippararnir tökum eftir því að pallurinn er á lofti. Í bílnum með Jóni er Þorsteinn verkstjóri. Jón nemur staðar á tippnum og gerir sig líklegan til að sturta hlassinu--en-- það er ekki á sínum stað og pallurinn í fullri reisn !!
Þeir gerðu það stundum að hafa í sturtugír en glussan ekki á. Nú hafði ökumaðurinn rekið sig í glussastöngina, pallurinn á loft og hlassið fannst fyrir neðan Guðlaugsvað....
Meira
08.09.2015 - 06:50 | BIB,Grunnskóli Þingeyrar

Umboðsmaður barna kom í Þingeyrarskóla

Umboðsmaður barna í Þingeyrarskóla á dögunum. Ljósm.: Grunnskóli Þingeyrar.
Umboðsmaður barna í Þingeyrarskóla á dögunum. Ljósm.: Grunnskóli Þingeyrar.

Umboðsmaður barna, Margrét  María Sigurðardóttir, heimsótti Þingeyrarskóla að  morgni þess 31. ágúst 2015 og fór yfir hlutverk hans og kynnti sig fyrir nemendum.


 Hlutverk umboðsmanns barna: Umboðsmaður barna vinnur að því að bæta hag barna og unglinga og á að gæta þess að tekið sé tillit til réttinda barna, þarfa og hagsmuna á öllum sviðum samfélagsins. Nemendur fengu öll - verum vinir-  spjald og bækling um réttindi barna.

...
Meira
07.09.2015 - 13:39 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Einn góður úr Bolungarvík: - Reykjavíkurferð

Ósvör við Bolungarvík.
Ósvör við Bolungarvík.
« 1 af 2 »

Grímur hét maður, sem lengi var vinnumaður hjá Högna bónda á Ósi í Bolungarvík. Grímur fór sjaldan af bæ og lengstu ferðalög hans voru að öllum jafnaði frá Ósi og út á Malirnar í Bolungarvík. Í þá daga vissu allir í Bolungarvík hvar hver átti heima, rétt eins og flestir gera enn í dag.


     Eitt sinn brá Grímur sér þó til höfuðborgarinnar, aldrei slíku vant. Hann taldi það ekki öllu flóknara en að skreppa niður á Malir en fór þó í sparifötin.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31