A A A
21.09.2015 - 15:52 | Halla Signý Kristjánsdóttir,BIB

Af afmælum Sandara 20. september 2015

Ásvaldur Guðmundsson á Núpi mátaði sig við stýrið á gömlu Sandsýtunni, fornfrægri jarðýtu.
Ásvaldur Guðmundsson á Núpi mátaði sig við stýrið á gömlu Sandsýtunni, fornfrægri jarðýtu.

Í gær var 20. september 2015, þá eiga nokkrir góðir Sandarar afmæli. 
Fyrstan skal telja heiðursmanninn Ása í Ástúni (nú Núpi í Dýrafirði) sem í dag er 85 ára ef mér tekst að reikna rétt. Ef ekki þá verður hann að eiga það við sig, því hann kenndi mér að reikna. Hann var kennarinn minn í fimm vetur í Vonalandi. 
Það var góður tími. Ég get alls ekki munað klukkan hvað við byrjuðum í skólanum eða hvað við vorum lengi. Því klukkan skipti ekki máli. Það var bara þegar við vorum tilbúin og búið þegar við vorum búin að fá nóg yfir daginn.

Skemmtilegastir þóttu mér teiknitímarnir, þá sátum við og teiknuðum eftir forskrift af myndin sem mig minnir að Alla sysir hans hefði teiknað. Á meðan las Ási fyrir okkur upp úr Öldinni okkar og fleiri góðu bókum.

Guðni á Sæbóli var einnig fæddur þennan dag, 1922 og hefði því orðið 93 ára í gær. Þeir Ási hefðu verið kallaðir verktakar í dag, en saman áttu þeir ýtur og eiga heiðurinn að mörgum samgöngubótum á Vestfjörðum. Auk þess var Guðni mikill hagleiksmaður í höndunum hagur bæði á tré og járn.

Magga föðursysir mín var líka fædd þennan dag 1916, Þessi skemmtilega, fallega kona.

Svo er það hún Vaka Jóhannesdóttir mín, falleg og hæfileikarík stúlka. Það var auðviðað sjálfsagt að hann Jói bróðir eignaðist stúlku á afmælisdegi Ása og Guðna, þeir áttu það inni hjá honum.

Já margir fleiri auðvitað. 

Góður dagur, svo er verið að smala út á Sandi um helgina (á helginni).

 

Af Facebooksíðu Höllu Signýjar Kristjánsdóttur.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31