A A A
  • 2010 - Alexandra Líf Bjarnadóttir
16.09.2015 - 17:16 | Hallgrímur Sveinsson

Frétt dagsins: - Ísland er einstæður listasalur náttúrunnar

Einn lítill foss í Galtardal í Dýrafirði. Táknrænn á sinn hátt um íslenska náttúru. Ljósm.: H. S.
Einn lítill foss í Galtardal í Dýrafirði. Táknrænn á sinn hátt um íslenska náttúru. Ljósm.: H. S.

Erlendir sýningargestir ættu að greiða aðgangseyri


Nokkrir Vestfirðingar eru með tillögur í smíðum um samræmdar aðgerðir við móttöku erlendra ferðamanna til landsins. Í þeim segir meðal annars:


   „Ábyrgð okkar Íslendinga er mikil að varðveita landið sem við höfum að láni. Það er borðleggjandi að Ísland á sér enga hliðstæðu í víðri veröld. Og það er mikil áhætta að hleypa útlendingum milljónum saman meira og minna eftirlitslaust hér inn í okkar stóra og mikla listasal náttúrunnar. Við verðum að stýra þeim af festu ef ekki á illa að fara. En það þarf uppbyggingu af ýmsu tagi um land allt. Stjórnvöld verða að innheimta aðgangseyri að salnum til að standa undir henni. Tíu þúsund krónur á hvern einasta erlenda ferðamann sem kemur gagngert til að njóta og skoða landið okkar er lágmark. Og þá upphæð munu all flestir erlendir feðalangar greiða með ánægju við komuna til landsins. Þeir munu skilja að við þurfum uppbyggingu og eftirlit. Upphæðina má svo hækka ef þörf krefur.“
Og ennfremur:

...
Meira
16.09.2015 - 08:32 | Hallgrímur Sveinsson

Einn góður úr Ketildalahreppi: - Ráðskonan

Gíosli á Uppsölum.
Gíosli á Uppsölum.
 Bræðurnir á Uppsölum, Gísli, Sigurður og Gestur, bjuggu með móður sinni meðan hennar naut við. Ung ráðskona var fengin henni til aðstoðar eitt sumar. Helst þótti Sigurður gera hosur sínar grænar fyrir stúlkunni. 
Eitthvað fór þó lítið fyrir dugnaði hans á því sviði, eða þá að hún var ekki mjög tilkippileg, og var hún horfin til síns heima að hausti. Gísla varð þá að orði:...
Meira
15.09.2015 - 20:31 | Hallgrímur Sveinsson

Það er ekki sama frystikista og frystikista!

Frystikistan góða af Bauknecht gerð, módel 1965. Ljósm. H. S.
Frystikistan góða af Bauknecht gerð, módel 1965. Ljósm. H. S.
Það má vel segja frá því í dagsins önn, að frú nokkur hér í sveitinni er búin að eiga sömu frystikistuna í hálfa öld! 
Það er nefnilega ekki sama frystikista og frystikista. Hún hefur aldrei klikkað og frúin ekki heldur! 
Kistan er af gerðinni Bauknecht....
Meira
15.09.2015 - 06:35 | BIB,Einar K. Guðfinnsson

Innanríkisráðherra opnaði formlega nýjan kafla á Vestfjarðavegi

Innanríkisráðherra og vegamálastjóri opnuðu formlega í dag nýjan kafla á Vestfjarðavegi.
Innanríkisráðherra og vegamálastjóri opnuðu formlega í dag nýjan kafla á Vestfjarðavegi.
« 1 af 2 »
Það var stór stund þegar vegurinn í Múlasveitinni var vígður laugardaginn 11. september 2015. 
Ólöf Nordal innanríkisráðherra mundaði skærin faglega með Hreini Haraldssyni vegamálastjóra.
Nú horfum við til framtíðar. Stefnan er sett á að ljúka framkvæmdum í Gufudalssveitinni ( Teigskógur) og Dýrafjarðargöngum ásamt uppbyggðum vegi u...
Meira
14.09.2015 - 22:42 | BIB,Morgunblaðið

14. september 1996 - Vestfjarðagöng formlega opnuð

Vestfjarðagöng í Breiðadal. Ljósm.: BIB
Vestfjarðagöng í Breiðadal. Ljósm.: BIB
Vestfjarðagöng, milli Önundarfjarðar, Súgandafjarðar og Ísafjarðar, voru formlega opnuð þann 14. september 1996. 
Þau eru samtals rúmlega níu kílómetra löng og kostuðu 4,3 milljarða króna....
Meira
14.09.2015 - 21:59 | Morgunblaðið,BIB

Merkir Íslendingar - Brynjólfur Sveinsson

Holt í Önundarfirði.
Holt í Önundarfirði.
« 1 af 4 »

Brynjólfur Sveinsson biskup fæddist 14. september 1605 í Holti í Önundarfirði. Foreldrar hans voru Sveinn Símonarson prestur þar og seinni kona hans, Ragnheiður, dóttir Staðarhóls-Páls Jónssonar og Helgu Aradóttur. Var Jón Arason biskup langafi Brynjólfs.


 Brynjólfur þótti afburðanámsmaður og var orðlagður grísku maður. Hann var í Skálholtsskóla 1617-1623 og lærði við Kaupmanna hafnarháskóla 1624-1629. Þá kom hann heim en fékk ekki embætti sem honum líkaði svo að hann las grísku heima í Holti en sigldi aftur til Kaupmanna hafnar 1631 og hélt áfram námi. Ári síðar var hann ráðinn konrektor við Hróarskelduháskóla 1632-1638.

...
Meira
14.09.2015 - 17:31 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Einn góður úr Mýrahreppi: - Kvenfólkið og Jóhannes

Jóhannes Davíðsson (1893 - 1983).
Jóhannes Davíðsson (1893 - 1983).
« 1 af 4 »
Eitt síðasta prestsverk séra Eiríks J. Eiríkssonar á Núpi í Dýrafirði áður en hann tók við Þingvöllum var að framkvæma þrefalda giftingu og tvær skírnir. Að lokinni athöfn í kirkjunni á Mýrum var haldin mikil veisla í þinghúsinu þar, eins og alltaf var siður hjá þeim Mýrahjónum, Gísla Vagnssyni og Guðrúnu Jónsdóttur. Að lokinni kaffidrykkju var gestum boðið að ganga til „Gráustofu“ þar sem fólk gat spjallað saman....
Meira
13.09.2015 - 20:31 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Hvor kápan er flottari?

Nýja bókin - græn kápa.
Nýja bókin - græn kápa.
« 1 af 2 »
Vestfirska forlagið hefur lýst því yfir að það sé eiginlega hætt að gefa út bækur um Vestfirði og Vestfirðinga. En þær eru nú orðnar 300 talsins. Þrátt fyrir þetta koma út 5 bækur á vegum forlagsins á þessu ári! Þetta er náttúrlega eins og hver önnur klikkun, en það verður bara að hafa það. 
Þessar bækur eru:...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31