Frá stórframkvæmdunum í Mosdal: - Framkvæmdir hafnar við nýja brú á Ósá
Meira
Vegurinn um Urðarhlíð, milli Dynjanda og Óss, opnaðist 1957.
Fyrsti maðurinn til að aka hann var Bjarni G. Einarsson á Þingeyri á sínum einkabíl. Var það rétt fyrir miðjan september það ár. Þá var hann að fara heim með húsfreyjuna á Ósi, Þuríði Jónsdóttur, og nýfædda dóttur hennar og Péturs Sigurðssonar, hana Guðmundu, sem er yngst systranna frá Ósi.
Þessi vegur hefur nú ekki verið hátt skrifaður í gegnum tíðina. En það var mikið átak að leggja hann á sínum tíma líkt og var um aðra vegi sem frumherjarnir lögðu hér um slóðir.
...Það bar til þann 27. desember 1968 að hljómsveitin Æfing á Flateyri, sem þá hét reyndar Víkingar, kom fram fyrsta sinn á fundi í Verkalýðsfélaginu Skildi í Samkomuhúsinu á Flateyri.
Í hljómsveitinni Víkingum voru: Árni Benediktsson, Kristján J. Jóhannesson, Sigmar Ólafsson, Eiríkur Mikkaelsson og Gunnlaugur Mikkaelsson.
Hljómsveitin Æfing starfaði á tveimur tímaskeiðum þ.e. tímabilið á Flateyri frá 1968 og fram yfir 1980 og lék þá á dansleikjum um alla Vestfirði og reyndar víðar um land. Meðlimir Æfingar á þessu tímabili voru allmargir en Árni Benediktsson og Kristján J. Jóhannesson voru með alla tíð.
Seinna tímabilið er frá 1990 og þá eingöngu á samkomum sem Önfirðingafélagið í Reykjavík hafði skipulag á eða kom að með einum eða öðrum hætti.
Í hljómsveitinni Æfingu á þessu tímabili hafa verið: Árni Benediktsson, Kristján J. Jóhannesson, Sigurður Björnsson, Jón Ingiberg Guðmundsson, Ásbjörn Björgvinsson, Halldór Gunnar Pálsson og Önundur Hafsteinn Pálsson.
Samkomur þar sem Hljómsveitin Æfingur hefur verið frá 1990:
...Eftirfarandi mátti lesa í frétt í Morgunblaðinu í hinni vikunni:
„Í síðasta mánuði mátti ungur, menntaður, lögreglumaður þola „...þetta týpíska sem allir þekkja úr vinnunni.“ Hótanir, ógnun með hníf, sjálfsvíg, andlát, banaslys, heimilisofbeldi þar sem börn komu við sögu og þar fram eftir götunni. Fyrir þetta fékk hann 454.076 krónur í mánaðarlaun fyrir skatt og 284.662 krónur útborgaðar. Þetta kemur fram á Facebook síðu lögreglumannsins Sigvalda Arnars Lárussonar sem birtir launaseðil lögreglumannsins.“
Innifalið í þessu er bæði vaktaálag og yfirvinna.
...
Sögufélag Ísfirðinga sendi í dag frá sér bókina Inndjúpið eftir Jón Pál Halldórsson. Í þessari 5. bók sinni um mannlíf fyrir vestan segir hann frá bæjum og búendum í innanverðu Ísafjarðardjúpi á nýliðinni öld.
Eftir að Jón Páll hætti að vinna hefur hann unnið ötullega að varðveislu vestfirskrar sögu og menningar með bókaskrifum. „Þegar ég hætti í launaðri vinnu varð ég að gera eitthvað til þess að drepast ekki úr leiðindum og fór að taka saman fróðleiksmola um það sem ég þekkti best til,“ segir hann.
...