A A A
  • 2010 - Alexandra Líf Bjarnadóttir
Frá byrjunarframkvæmdum við Ósárbrú. Sér til Laugabóls.
Frá byrjunarframkvæmdum við Ósárbrú. Sér til Laugabóls.
« 1 af 2 »
Og nú eru framkvæmdir hafnar við nýju brúna á Ósána. Áin sú rennur á milli bæjanna Óss og Laugabóls. Í miklum leysingum getur hún orðið að skaðræðis fljóti. Er það reyndar ekki óalgengt með smáár og jafnvel bæjarlæki hér vestra. Brúarvinnuflokkur er nú mættur frá Hvammstanga og eru framkvæmdir hafnar við brúarstöplana eins og meðf. mynd sýnir. Stálbitar tveir munu halda brúargólfinu uppi, sem verður úr timbri eftir því sem við best vitum....
Meira
Haldið þið að það sé munur! Vantar bara slitlagið.
Haldið þið að það sé munur! Vantar bara slitlagið.
« 1 af 4 »

Vegurinn um Urðarhlíð, milli Dynjanda og Óss, opnaðist 1957. 
Fyrsti maðurinn til að aka hann var Bjarni G. Einarsson á Þingeyri á sínum einkabíl. Var það rétt fyrir miðjan september það ár. Þá var hann að fara heim með húsfreyjuna á Ósi, Þuríði Jónsdóttur, og nýfædda dóttur hennar og Péturs Sigurðssonar, hana Guðmundu, sem er yngst systranna frá Ósi.


Þessi vegur hefur nú ekki verið hátt skrifaður í gegnum tíðina. En það var mikið átak að leggja hann á sínum tíma líkt og var um aðra vegi sem frumherjarnir lögðu hér um slóðir.

...
Meira
19.10.2015 - 15:59 | Hallgrímur Sveinsson

Er vaxtarbroddur Vestfjarða í dag í Mosdal í Arnarfirði?

Þorbjörn Pétursson, bóndi á Ósi við eldavélina í eldhúsinu á Ósi. Þar er allt hvítskúrað í hólf og gólf hjá kalli líkt og var hjá móður hans áður og fyrr. Og rafmagnsheimtaug komin að bæjarvegg!
Þorbjörn Pétursson, bóndi á Ósi við eldavélina í eldhúsinu á Ósi. Þar er allt hvítskúrað í hólf og gólf hjá kalli líkt og var hjá móður hans áður og fyrr. Og rafmagnsheimtaug komin að bæjarvegg!
Gamli oddvitinn í Auðkúluhreppi brá undir sig betri fætinum í gær og fór í inspektionsferð í sinn gamla hrepp. Enda ástæða til: Nú er allt á ferð og flugi í Mosdal. Þar virðist vera komið góðæri og opinberar framkvæmdir  eru nú þar í gangi í slíkum mæli að elstu menn standa á gati. Við getum tekið undir með Ragnari og sagt: Ma-ma-ma-ma! Hefst nú upptalningin á þessum ótrúlega miklu framkvæmdum ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í Mosdal í Auðkúluhreppi, fæðingarsveit Jóns Sigurðssonar....
Meira
19.10.2015 - 14:59 | Björn Ingi Bjarnason

Hljómsveitin Æfing í útrás til Berlínar

Hljómsveitin Æfing þann 6. október 1990 að Efstalandi í Ölfusi á fyrstu samkomunni í endurreisn sveitarinnar. Þær samkomur eru nú að verða alls 25 og hinar glæsilegustu.
F.v.: Árni Benediktsson, Jón Ingiberg Guðmundsson, Siggi Björns, Kristján J. Jóhannesson (látinn) og Ásbjörn Björgvinsson. Ljósm.: Spessi
Hljómsveitin Æfing þann 6. október 1990 að Efstalandi í Ölfusi á fyrstu samkomunni í endurreisn sveitarinnar. Þær samkomur eru nú að verða alls 25 og hinar glæsilegustu. F.v.: Árni Benediktsson, Jón Ingiberg Guðmundsson, Siggi Björns, Kristján J. Jóhannesson (látinn) og Ásbjörn Björgvinsson. Ljósm.: Spessi
« 1 af 4 »

Það bar til þann 27. desember 1968 að hljómsveitin Æfing á Flateyri, sem þá hét reyndar Víkingar, kom fram fyrsta sinn á fundi í Verkalýðsfélaginu Skildi í Samkomuhúsinu á Flateyri.


 Í hljómsveitinni Víkingum voru:  Árni Benediktsson,  Kristján J. Jóhannesson, Sigmar Ólafsson, Eiríkur Mikkaelsson og Gunnlaugur Mikkaelsson.


Hljómsveitin Æfing starfaði á tveimur tímaskeiðum þ.e. tímabilið á Flateyri frá 1968 og fram yfir 1980 og lék þá á dansleikjum um alla Vestfirði og reyndar víðar um land. Meðlimir Æfingar á þessu tímabili voru allmargir en Árni Benediktsson og Kristján J. Jóhannesson voru með alla tíð.


Seinna tímabilið er frá 1990 og þá eingöngu á samkomum sem Önfirðingafélagið í Reykjavík hafði skipulag á eða kom að með einum eða öðrum hætti.


Í hljómsveitinni Æfingu á þessu tímabili hafa verið: Árni Benediktsson, Kristján J. Jóhannesson, Sigurður Björnsson, Jón Ingiberg Guðmundsson, Ásbjörn Björgvinsson, Halldór Gunnar Pálsson og Önundur Hafsteinn Pálsson.


 Samkomur þar sem Hljómsveitin Æfingur hefur verið frá 1990:

...
Meira
Löggufundur. Ljósm.: bb.is
Löggufundur. Ljósm.: bb.is

Eftirfarandi mátti lesa í frétt í Morgunblaðinu í hinni vikunni:


„Í síðasta mánuði mátti ung­ur, menntaður, lög­reglumaður þola „...þetta týpíska sem all­ir þekkja úr vinn­unni.“ Hót­an­ir, ógn­un með hníf, sjálfs­víg, and­lát, bana­slys, heim­il­isof­beldi þar sem börn komu við sögu og þar fram eft­ir göt­unni. Fyr­ir þetta fékk hann 454.076 krón­ur í mánaðarlaun fyr­ir skatt og 284.662 krón­ur út­borgaðar. Þetta kem­ur fram á Face­book síðu lög­reglu­manns­ins Sig­valda Arn­ars Lárus­son­ar sem birt­ir launa­seðil lög­reglu­manns­ins.“


 Innifalið í þessu er bæði vaktaálag og yfirvinna.

...
Meira
18.10.2015 - 21:33 | Hallgrímur Sveinsson

Spekingarnir biðja um gott veður!

Dýrafjörður.
Dýrafjörður.
Skjaldan hefur nokkur veðurspá brugðist jafn hrapallega og langtímaspáin sem hin sýstofnaða Veðurspádeild spekinganna í Heita pottinum á Þingeyri gaf út 31. ágúst 2015. Þar stendur ekki steinn yfir steini! Þeir voru eitthvað að melda að það yrði bara sól og sumar fram að jólum! Þóttust þeir fylgjast með gangi himintungla í því sambandi og ég veit ekki hvað og hvað. 
Eins og allir vita hefur varla stytt upp síðan. ...
Meira
17.10.2015 - 21:49 | Morgunblaðið,BIB,Landsbyggðin lifi

Auðvelda nýliðun og snúa þróun við

Þingeyri við Dýrafjörð. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
Þingeyri við Dýrafjörð. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
« 1 af 2 »
Byggðaröskun sé stöðvuð

Sú þróun að áfram sé dregið úr þjónustu við landsmenn með samdrætti í starfsemi í byggðarkjörnum er andstæð fyrri stefnu um að viðhalda og efla byggð í landinu. Þetta segir í ályktun samtakanna Landsbyggðin lifi sem héldu aðalfund sinn á Kópaskeri fyrir nokkrum dögum....
Meira
17.10.2015 - 21:28 | Morgunblaðið,BIB

Hættur að skrifa – held ég!

 Jón Páll Halldórsson á Ísafirði með fimmtu bók sína, Inndjúpið. Ljósm.: Sigurjón Sigurðsson.
Jón Páll Halldórsson á Ísafirði með fimmtu bók sína, Inndjúpið. Ljósm.: Sigurjón Sigurðsson.

• Inndjúpið 5. bók Jóns Páls Halldórssonar


 


Sögufélag Ísfirðinga sendi í dag frá sér bókina Inndjúpið eftir Jón Pál Halldórsson. Í þessari 5. bók sinni um mannlíf fyrir vestan segir hann frá bæjum og búendum í innanverðu Ísafjarðardjúpi á nýliðinni öld.


Eftir að Jón Páll hætti að vinna hefur hann unnið ötullega að varðveislu vestfirskrar sögu og menningar með bókaskrifum. „Þegar ég hætti í launaðri vinnu varð ég að gera eitthvað til þess að drepast ekki úr leiðindum og fór að taka saman fróðleiksmola um það sem ég þekkti best til,“ segir hann.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31