A A A
  • 2010 - Alexandra Líf Bjarnadóttir
Aðalsteinn með séra Sigtryggi, stofnanda Núpsskóla. Elsti og yngsti stúdent MR, 1959.
Aðalsteinn með séra Sigtryggi, stofnanda Núpsskóla. Elsti og yngsti stúdent MR, 1959.
« 1 af 3 »
Aðalsteinn fæddist á Núpi í Dýrafirði 10.10. 1940. »Ég hafði aldursforystu í stórum barnahópi á hlaðinu undir Núpi. Stóreygð störðum við systkinin á höfunda nýrra glósubóka, enn ekki nema föl í miðjar hlíðar, en fyrr en varði lokaði snjórinn þetta samfélag alveg af, oft vikum saman.

 Bernskuminningar eru margar frá Gemlufalli. Þar voru mót tvennra tíma. Strokkur í búri, barinn steinbítur, reyktur rauðmagi, gota og ábrystir, súrt slátur. Bryddaðir skinnskór, undanrennuskol handa kaula, heitar rúgkökur af hringum kolaeldavélarinnar, peli heimalningsins sem lifði fyrir náð hofmannsdropa og upphitunar í ofninum.

...
Meira
09.10.2015 - 23:29 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Ný bók að vestan: - Vestfirðingar í dagsins önn

Um helgina fer í dreifingu hjá Vestfirska forlaginu bókin Vestfirðingar í dagsins önn, gamansögur úr daglega lífinu á Vestfjörðum. Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson tóku saman.


   Þessar gamansögur eru hluti af arfi kynslóðanna á Vestfjörðum. Þær eru valdar úr miklum sagnabálki þjóð-og gamansagna Vestfirðinga. Margar þeirra hafa aldrei verið prentaðar áður.


   Um sannleiksgildið má segja hið fornkveðna: Ef sagan er góð þá er hún sönn!

...
Meira
08.10.2015 - 20:27 | bb.is,BIB

Þjónustumiðstöð opni á Þingeyri

Þingeyri við Dýrafjörð.
Þingeyri við Dýrafjörð.
Ísafjarðarbær vinnur nú að tilrauna- og þróunarverkefni að þjónustumiðstöðvum fyrir minni byggðir á landinu. Þetta kemur fram í frétt sem birtist á ruv.is í morgun 
„Þetta yrði einkonar hjarta í þessum þorpum,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar en Ísafjarðarbær vinnur að verkefninu í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Byggðastofnun og Fjórðungssamband Vestfirðinga. ...
Meira
08.10.2015 - 06:50 | Hallgrímur Sveinsson

Frá smalamennskum í Fjáreyjum

M.a. svona er féð flutt milli gjáa og einnig látnar síga niður í sjó(fjöru) beint í báta. Þessi mynd er frá Tjörnuvík í Færeyjum
M.a. svona er féð flutt milli gjáa og einnig látnar síga niður í sjó(fjöru) beint í báta. Þessi mynd er frá Tjörnuvík í Færeyjum
« 1 af 5 »

Við vorum að spyrja um smalamennskur í Færeyjum um daginn eftir frásagnir og myndbirtingar úr smalamennskum hér í Vestfirsku Ölpunum.


   Nú höfum við fengið frásögn og stórkostlegar myndir frá vini okkar, Magnúsi Ólafs Hanssyni frá Bolungarvík, nú starfandi hjá Atvest  á Patreksfirði, af göngum og réttum í Færeyjum. 


   Við þökkum Magnúsi kærlega fyrir. Jafnframt minnum við á, að Færeyingar standa okkur þjóða næst. Þeir sem skröpuðu saman alla peninga sem þeir áttu til á eyjunum og lánuðu okkur frændum sínum eftir Hrunið.


   Magnús segir:

...
Meira
Slökkviliðsstjórinn, Kristján Gunnarsson frá Hofi, við brunabílinn með reykskynjara og rafhlöðu í höndum. Ljósm. H. S.
Slökkviliðsstjórinn, Kristján Gunnarsson frá Hofi, við brunabílinn með reykskynjara og rafhlöðu í höndum. Ljósm. H. S.

„Er eitthvert gagn af reykskynjurum, Kristján?“


„Heldur betur. Þeir eru 100% líftrygging þegar reykur eða eldur kemur upp og minnka að sjálfsögðu tjón á eignum.“


„Hvernig er staðan á þessum lífsnauðsynlegu tækjum í Dýrafirði í dag?“


„Hún er nokkuð góð. En sumsstaðar getur verið pottur brotinn. Ef það vantar þó ekki sé nema einn reykskynjara á heimili eða vinnustað, er það einum of mikið. Ég mæli með því að hafa einn reykskynjara í hverju herbergi.“

...
Meira
Margir þurftu á þjónustu að halda. Hér eru þeir Kristján frá Hofi, Dúddi og Ragnar á Stöðinni fremstu menn.
Margir þurftu á þjónustu að halda. Hér eru þeir Kristján frá Hofi, Dúddi og Ragnar á Stöðinni fremstu menn.
« 1 af 5 »

Banki allra landsmanna hefur nú af miskunnsemi sinni opnað bankaafgreiðslu á Þingeyri sem er opin einu sinni í viku, eina klst. í senn.


   Í gær var fyrsti opnunardagurinn frá kl. 15-16. Mikil aðsókn var af viðskiptavinum sem þurftu á bankaþjónustu að halda. Segja má að um örtröð hafi verið að ræða og voru dæmi þess að fólk sneri frá. Allt fór þetta þó vel úr hendi hjá afgreiðsludömunni. Eftir klukkutíma biðu margir eftir kalli gjaldkera. En ekki er annað vitað en allir hafi fengið umbeðna bankaþjónustu.

...
Meira
Eigendur Íslensks sjávarfangs, Hannes Þór Jónsson vinnslustjóri, Ólafur Þröstur Ólafsson sölustjóri, Rúnar Björgvinsson framkvæmdastjóri og Jóhanna María Marzec verkstjóri. Mynd: Haraldur Guðjónsson.
Eigendur Íslensks sjávarfangs, Hannes Þór Jónsson vinnslustjóri, Ólafur Þröstur Ólafsson sölustjóri, Rúnar Björgvinsson framkvæmdastjóri og Jóhanna María Marzec verkstjóri. Mynd: Haraldur Guðjónsson.
Rúnar Björgvinsson framkvæmdastjóri Íslensks sjávarfangs segir uppsagnir starfsfólks hjá vinnslu þeirra á Þingeyri vera lið í að ná betri stjórn á rekstri frystihússins, en afkoma þess hafi verið óviðunandi það sem af er. Um síðustu mánaðarmót tók nýr rekstrarstjóri við á Þingeyri og voru rekstrarstjóri og verkstjóri vinnslunnar látin fara frá á sama tíma eins og fjallað var um í fréttá vef Bæjarins besta. Rúnar segir að Íslenskt sjávarfang líti á rekstur vinnslunnar sem langtímaverkefni og þessar breytingar nauðsynlegan lið í því.
Í dag starfa hjá vinnslu á Þingeyri um þrjátíu manns og sem er talsverð fjölgun starfa þar sem hjá Vísi voru undir það síðasta innan við tuttugu starfsmenn....
Meira
06.10.2015 - 22:27 | Hallgrímur Sveinsson

Er bankastríð í uppsiglingu í Dýrafirði?

Hið virðulega bréf frá Íslandsbanka er fellt inn í myndina með Landsbankann í bakgrunni. Ljósm. H. S.
Hið virðulega bréf frá Íslandsbanka er fellt inn í myndina með Landsbankann í bakgrunni. Ljósm. H. S.

Banki allra landsmanna hefur nú af miskunnsemi sinni opnað bankaafgreiðslu á Þingeyri sem er opin einu sinni í viku, eina klst. í senn. Í dag var fyrsti opnunardagurinn og var mikil aðsókn. Nánar á morgun.


   Í  dag fengu Dýrfirðingar líka heilmikið bréf frá starfsfólki Íslandsbanka á Ísafirði, þar sem bankinn lofar þeim gulli og grænum skógum bara ef þeir komi í viðskipti til hans. 
Skyldi vera bankastríð í uppsiglingu í Dýrafirði! 

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31