A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
Frá byrjunarframkvæmdum við Ósárbrú. Sér til Laugabóls.
Frá byrjunarframkvæmdum við Ósárbrú. Sér til Laugabóls.
« 1 af 2 »

Og nú eru framkvæmdir hafnar við nýju brúna á Ósána. Áin sú rennur á milli bæjanna Óss og Laugabóls. Í miklum leysingum getur hún orðið að skaðræðis fljóti. Er það reyndar ekki óalgengt með smáár og jafnvel bæjarlæki hér vestra.

Brúarvinnuflokkur er nú mættur frá Hvammstanga og eru framkvæmdir hafnar við brúarstöplana eins og meðf. mynd sýnir.

Stálbitar tveir munu halda brúargólfinu uppi, sem verður úr timbri eftir því sem við best vitum.

   Þetta teljum vér til stórra tíðinda. Sú var tíðin, að þáverandi bóndi á Laugabóli, Aðalsteinn heitinn Guðmundsson, kærði sig ekkert um að fá brú á ána. Og þótti með eindæmum í þá daga. Þetta muna þeir sem minnisgóðir eru á gamla tíð.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31