A A A
  • 2010 - Alexandra Líf Bjarnadóttir
13.10.2015 - 21:21 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Einn góður úr nýju bókinni: - Vínbannið

Gísli á Uppsölum.
Gísli á Uppsölum.
« 1 af 2 »
Ólafur heitinn  Hannibalsson bjó um tíma í Selárdal í Arnarfirði og var þar í nábýli við Gísla á Uppsölum. Gísla heitinn þekkja margir úr sjónvarpsþáttum Ómars Ragnarssonar. Einnig hafa verið skrifaðar um hann bækur. Gísli var einbúi, fór ekki troðnar slóðir og fylgdist lítið með fréttum. Eitt sinn um vetur hafði Gísli sleppt fé sínu í fjörubeit. Þegar líða tók á daginn gerði hvell með talsverðri snjókomu og roki. Ólafur sá til Gísla þar sem hann var á leið að sækja féð....
Meira
13.10.2015 - 07:25 | BIB,Morgunblaðið

13. október 1987 - Kýr synti yfir Önundarfjörð

Séð frá Valþjófsdal og yfir til Flateyrar. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Séð frá Valþjófsdal og yfir til Flateyrar. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
« 1 af 2 »

Kýr synti yfir Önundarfjörð, frá Flateyri að Kirkjubóli í Valþjófsdal þann 13. október 1987.


Hún hafði verið leidd til slátrunar en reif sig lausa og lagðist til sunds. Kýrin hét Harpa en eftir afrekið var hún kölluð Sæunn.


Á sjómannadaginn árið eftir eignaðist hún kálf sem nefndur var Hafdís.

...
Meira
13.10.2015 - 06:40 | ruv.is,BIB

Íslenskir sláttuhættir á bók

Dýrfirðingurinn Bjarni Guðmuundsson.
Dýrfirðingurinn Bjarni Guðmuundsson.
Íslenskir sláttuhættir er nýútkomin bók sem Dýrfirðingurinn Bjarni Guðmundsson prófessor við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri sendi frá sér fyrir skömmu. Í bókinni fer Bjarni yfir sögu þeirra amboða sem notuð hafa verið til sláttar og heyhirðu allt frá landnámi fram á vora daga.
 Það er ótrúlegt til þess að hugsa að fyrsta merka breytingin sem verður á þessum verkfærum verður ekki fyrr en 1870 þegar Torfi Bjarnason flutti enska ljái til landsins.

 

www.ruv.is

12.10.2015 - 07:22 | Morgunblaðið,BIB

Mikil áhrif á íslenskt samfélag

Smári Geirsson með bókina en á kápunni er mynd frá hvalveiðistöðinni að Framnesi í Dýrafirði.
Smári Geirsson með bókina en á kápunni er mynd frá hvalveiðistöðinni að Framnesi í Dýrafirði.
« 1 af 5 »

Ný bók um hvalveiðar við Ísland til 1915 eftir Smára Geirsson komin út Upphaf vélvæðingar á Íslandi rakið til veiðanna Umræða um hvalveiðar jafn tilfinningarík fyrir hundrað árum og nú.


 »Það er hægt að heimfæra svo margt sem er að gerast á þessum tíma upp á nútímann,« segir Smári Geirsson, höfundur bókarinnar <ská>Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915 sem kom út í byrjun mánaðarins, en þá voru liðin hundrað ár frá því að hvalveiðar voru bannaðar við Ísland í fyrra sinn. Smári segir athyglisvert að bera saman umræðuna um hvalveiðar þá og nú. »Það er til dæmis athyglisvert hvað umræðan um hvalveiðar var hörð, óvægin og svarthvít, og minnir um margt á umræðurnar um veiðarnar í dag þrátt fyrir að forsendur deilnanna í dag séu aðrar en þá. Þetta er óskaplega tilfinningarík og óvægin umræða.«

...
Meira
12.10.2015 - 06:33 | BIB,Fréttatíminn

Partíljón frá Bíldudal kveður sér hljóðs

Pétur Bjarnason.
Pétur Bjarnason.
Vasapési partíljónsins er ný bók sem kom út á dögunum. Bókin inniheldur heilræði, limrur og léttmeti í bland og segir höfundurinn, Pétur Bjarnason frá Bíldudal, bókina vera hálfgerðan leiðarvísi fyrir veislustjóra.
„Ég hef í gegnum tíðina verið að fíflast við hálfgert uppistand, veislustjórn og slíkt,“ segir Pétur Bjarnason. „Það var alltaf verið að hringja í mig og fá sögur, eða slíkt sem hentaði fyrir hin ýmsu mannamót. Ég hugsaði að það væri eins gott að gera þetta almennilega í eitt skipti fyrir öll og safnaði saman þessu úrvali úr því efni sem ég hef safnað í gegnum tíðina,“ segir hann....
Meira
Jenna Jensdóttir.
Jenna Jensdóttir.
« 1 af 2 »

Menningarhátíð Seltjarnarness nýtur liðsinnis um tvö hundruð manna sem munu leggja sitt af mörkum við að skora á skilningarvit gesta á fjögurra daga hátíð sem fer fram dagana 15.-18. október 2015.


Sérstakur gaumur verður gefinn að verkum Helga Hrafns Jónssonar sem hefur átt mikilli velgengni að fagna í hinu alþjóðlega tónlistarumhverfi auk þess sem rithöfundurinn Jenna Jensdóttir frá Læk í Dýrafirði verður heiðruð ásamt fjölda viðburða. Hápunktur hátíðarinnar verða tónleikar með Helga og dönsku söngkonunni Tinu Dickow auk félaga, sem nýlega fóru í tónleikaferðalag um Evrópu. Tónleikarnir verða í Félagsheimili Seltjarnarness á laugardag, 17. október, og er uppselt á þá.

...
Meira
10.10.2015 - 21:42 | Hallgrímur Sveinsson

Logn var veðurs í Dýrafirði í dag

Franski grafreiturinn innan Haukadals. Sér yfir að Núpi.
Franski grafreiturinn innan Haukadals. Sér yfir að Núpi.
« 1 af 9 »
Logn var veðurs í Dýrafirði í dag, laugardag, 10. október 2015.
Stóð loft og sjór. Sólskin um allan fjörð. Farið var í Keldudal í rannsóknarskyni. Nokkrar myndir voru teknar og segja þær meira en mörg orð....
Meira
10.10.2015 - 11:24 | Vestfirska forlagið

Einn góður úr nýju bókinni: - Nóg með grunnskólann

Ólafur Þórdísarson Jónsson, Óli kommi. Ljósm. Rúv)
Ólafur Þórdísarson Jónsson, Óli kommi. Ljósm. Rúv)
« 1 af 2 »
Umræðan um sjálfstæðan háskóla á Vestfjörðum er ekki ný af nálinni og mun standa enn um hríð. Hún hófst eiginlega strax og menntaskóli varð að veruleika á Ísafirði. Um svipað leyti fundu fræðslumálayfirvöld í landinu upp svonefnt samræmt próf grunnskóla. Á því prófi sköruðu Vestfirðingar ekki fram úr öðrum landsfjórðungum, nema síður væri. Ólafur Þ. Jónsson, Óli kommi, skipasmiður og lengi vitavörður á Hornbjargsvita, var staddur í húsi í Hnífsdal á ofanverðri síðustu öld, þegar háskólaumræðuna bar á góma og var mönnum heitt í hamsi að fá ekki sinn háskóla. Ólafur lagði lítt til mála, en sagði síðan upp úr eins manns hljóði:...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31