Einn góður úr nýju bókinni: - Vínbannið
Meira
Kýr synti yfir Önundarfjörð, frá Flateyri að Kirkjubóli í Valþjófsdal þann 13. október 1987.
Hún hafði verið leidd til slátrunar en reif sig lausa og lagðist til sunds. Kýrin hét Harpa en eftir afrekið var hún kölluð Sæunn.
Á sjómannadaginn árið eftir eignaðist hún kálf sem nefndur var Hafdís.
...
www.ruv.is
Ný bók um hvalveiðar við Ísland til 1915 eftir Smára Geirsson komin út Upphaf vélvæðingar á Íslandi rakið til veiðanna Umræða um hvalveiðar jafn tilfinningarík fyrir hundrað árum og nú.
»Það er hægt að heimfæra svo margt sem er að gerast á þessum tíma upp á nútímann,« segir Smári Geirsson, höfundur bókarinnar <ská>Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915 sem kom út í byrjun mánaðarins, en þá voru liðin hundrað ár frá því að hvalveiðar voru bannaðar við Ísland í fyrra sinn. Smári segir athyglisvert að bera saman umræðuna um hvalveiðar þá og nú. »Það er til dæmis athyglisvert hvað umræðan um hvalveiðar var hörð, óvægin og svarthvít, og minnir um margt á umræðurnar um veiðarnar í dag þrátt fyrir að forsendur deilnanna í dag séu aðrar en þá. Þetta er óskaplega tilfinningarík og óvægin umræða.«
...Menningarhátíð Seltjarnarness nýtur liðsinnis um tvö hundruð manna sem munu leggja sitt af mörkum við að skora á skilningarvit gesta á fjögurra daga hátíð sem fer fram dagana 15.-18. október 2015.
Sérstakur gaumur verður gefinn að verkum Helga Hrafns Jónssonar sem hefur átt mikilli velgengni að fagna í hinu alþjóðlega tónlistarumhverfi auk þess sem rithöfundurinn Jenna Jensdóttir frá Læk í Dýrafirði verður heiðruð ásamt fjölda viðburða. Hápunktur hátíðarinnar verða tónleikar með Helga og dönsku söngkonunni Tinu Dickow auk félaga, sem nýlega fóru í tónleikaferðalag um Evrópu. Tónleikarnir verða í Félagsheimili Seltjarnarness á laugardag, 17. október, og er uppselt á þá.
...