A A A
  • 1937 - Bergur Torfason
  • 1980 - Björnfríður Ólafía Magnúsdóttir
  • 1997 - Álfsól Lind Benjamínsdóttir
  • 2007 - Gunnar Egill Gunnarsson
16.11.2015 - 22:33 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson

Hrós vikunnar

Heiðurshjónin í Hólum. Ljósm. H. S.
Heiðurshjónin í Hólum. Ljósm. H. S.
Hrós vikunnar fá þau hjónin í Hólum, Ásta Kristinsdóttir og Friðbert Jón Kristjánsson. Ásta er ein af þessum konum sem aldrei getur óvinnandi verið. Hún vinnur langan vinnudag á Hótel Tjörn og leggur gjörva hönd á plóg við föndrið og frístundirnar hjá gamla fólkinu. Þegar hún er heima er það allt sem til fellur innan stokks. Og svo er það náttúrlega endalaus gestamóttaka og bakstur. Kleinurnar hennar eru frábærar eins og hjá fleirum hér í firði. ...
Meira
16.11.2015 - 19:52 | Bjarni Georg Einarsson,Guðmundur Ingvarsson,Hallgrímur Sveinsson

Vaxtahagfræði dagsins: - „Almenningur skilur þetta ekki þó við skiljum það Valdimar“

Landsbankinn á Þingeyri.
Landsbankinn á Þingeyri.
Sparisjóðirnir voru akkeri byggðanna. Samfélagsbankar. Hver einasta króna sem þar kom inn í hagnað fór í uppbyggingu í heimahéraði. Það var mikil handvömm þegar við glopruðum þeim niður. Erum að bíta úr nálinni með það þessi misserin. En Landsbankinn tók við mörgum sparisjóðanna eins og menn vita. Er þá nokkur goðgá að kalla Landsbankann Samfélagsbanka?...
Meira
Drög að fyrirhugaðri frístundabyggð. Mynd: - PK Arkitektar.
Drög að fyrirhugaðri frístundabyggð. Mynd: - PK Arkitektar.
Dýrfirðingurinn Pálmar Kristmundsson arkitekt hefur sótt um til Ísafjarðarbæjar að fá úthlutað landi á svæði F25 í Dýrafirði, sem liggur um tvo kílómetra utan við Þingeyri, undir hlíðum Sandafells. Hugmynd Pálmars er að skipuleggja og bjóða þar út frístundahúsabyggð. Umsóknin var gerð fyrir hönd óstofnaðs einkahlutafélags sem stofnað verður, gangi leyfisveiting, fjármögnun og önnur áform eftir. Óskað var eftir að fá svæðið leigt án endurgjalds til 10 ára með framlengingarákvæði til 10 ára þar eftir. Í þeirri rekstraráætlun sem gerð hefur verið er gengið út frá að byggð verði 5 frístundahús. Markmiðið er að vera með skipulagt land tilbúið til byggingar fyrstu húsa vorið 2016. Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar tók á síðasta fundi sínum jákvætt í að úthluta Pálmari landinu. ...
Meira
16.11.2015 - 08:00 | Hallgrímur Sveinsson,Guðmundur Ingvarsson,Bjarni Georg Einarsson

Landsbankinn fær prik!

« 1 af 4 »
Sú frétt flýgur nú um Dýrafjörð endilangan, að Landsbankinn ætli að færa opnunartíma sinn á Þingeyri á þriðjudögum frá kl. 15 -16 til kl. 13 -14. Og til hvers? Það fylgir sögunni að það sé til að þóknast fólkinu í frystihúsinu svo það komist í bankann. Þá er nefnilega matartími þar á bæ. Fyrir þessa mannlegu breytni fær Banki allra landsmanna prik hjá okkur! Sumir benda nú samt vinsamlega á, að þetta fellur á nákvæmlega sama tíma og læknir kemur frá Ísafirði í tvær klst. einu sinni í viku. Nú mega menn halda á spöðunum. Einkum hinir eldri sem margir eiga háar upphæðir í bankanum sínum. En það er ekki mikið spáð í það....
Meira
16.11.2015 - 07:50 | BIB,Morgunblaðið

Degi íslenskrar tungu fagnað víða um land

Styttan af Jónasi Hallgrímssyni í Hljómskálagarðinum í Reykjavík.
Styttan af Jónasi Hallgrímssyni í Hljómskálagarðinum í Reykjavík.

Dagur íslenskrar tungu er í dag, 16. nóvember, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, og verður haldið upp á hann með margvíslegum viðburðum víða um land.


Meðal þeirra eru tónleikar hljómsveitarinnar Hundur í óskilum á Gljúfrasteini kl. 17.  


Á Ísafirði mun rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl lesa upp úr nýútkominni skáldsögu sinni, Heimsku.

...
Meira
16.11.2015 - 07:25 | BIB,Morgunblaðið

Merkir Íslendingar - Jónas Hallgrímsson

Jónas Hallgrímsson.
Jónas Hallgrímsson.
« 1 af 2 »
Jónas Hallgrímsson fæddist á Hrauni í Öxnadal 16. nóvember 1807. Foreldrar hans voru séra Hallgrímur Þorsteinsson, astoðarprestur séra Jóns Þorlákssonar, skálds á Bægisá, og Rannveig Jónsdóttir af Hvassafellsætt. Er Jónas var á níunda árinu drukknaði faðir hans í Hraunsvatni.

Jónas hóf nám við Bessastaðaskóla 1823, lauk stúdentsprófum 1829 og sigldi síðan til Kaupmannahafnar 1832 og hugðist stunda laganám en söðlaði fljótlega um, hóf nám í náttúrufræði við Hafnarháskóla.

...
Meira
15.11.2015 - 06:40 | bb.is,BIB

Harmonikkuball í Edinborg

« 1 af 2 »
Harmonikkuball verður haldið í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í dag, sunnudaginn 15. nóvember 2015, frá kl. 14:00 til 16:00. Er þetta eitt af verkefnum Rauða krossins sem er liður í að bæta mannlífið og fylla uppí það sem vantar í skemmtanaflóruna sem annars er fjölbreytt á Vestförðum. ...
Meira
Pétur sjómaður Sigurðsson. Ljósm. ókunnur.
Pétur sjómaður Sigurðsson. Ljósm. ókunnur.
« 1 af 2 »
„Tekjur sjómanna bar oft á góma á þingi og í dægurmálaumræðunni og varð ég oft að leiðrétta misskilning sem þráfaldlega kom fram í máli manna. Það var aldrei tekið með í reikninginn við samanburð á launum sjómanna og annarra stétta, hversu langan vinnudag sjómenn unnu eða við hvaða aðstæður.“...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31