16.11.2015 - 22:33 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson
Hrós vikunnar
Hrós vikunnar fá þau hjónin í Hólum, Ásta Kristinsdóttir og Friðbert Jón Kristjánsson. Ásta er ein af þessum konum sem aldrei getur óvinnandi verið. Hún vinnur langan vinnudag á Hótel Tjörn og leggur gjörva hönd á plóg við föndrið og frístundirnar hjá gamla fólkinu. Þegar hún er heima er það allt sem til fellur innan stokks. Og svo er það náttúrlega endalaus gestamóttaka og bakstur. Kleinurnar hennar eru frábærar eins og hjá fleirum hér í firði. ...
Meira
Meira