A A A
  • 2010 - Alexandra Líf Bjarnadóttir
06.11.2015 - 19:29 | Hallgrímur Sveinsson

Vinna hafin við brúna á Kirkjubólsá

Myndin sýnir gömlu brúna á Kirkjubólsá ofantekna og nýja brúarstæðið. Það eru hvítir kollar á  fjöllum í Kirkjubólsdal sem sjá má. Ljósm. H. S.
Myndin sýnir gömlu brúna á Kirkjubólsá ofantekna og nýja brúarstæðið. Það eru hvítir kollar á fjöllum í Kirkjubólsdal sem sjá má. Ljósm. H. S.

Eins og komið hefur ítarlega fram á Þingeyrarvefnum er nú komin ný brú á Ósá í Mosdal. Ekki er vitað til að nokkrum manni hafi dottið slíkt í hug til skamms tíma. En svona koma hlutirnir manni oft á óvart. Er Ósarbrúin hið fallegasta mannvirki, reist á mettíma. Til hamingju Mosdælir!


  Og nú hafa hinir vösku brúarsveinar frá Hvammstanga fært sig um set í Dýrafjörðinn. Því nú skal byggja nýja brú á Kirkjubólsá.

...
Meira
Bogi Þórhallsson frá Stóra-Hamri við kaffiborðið á Brekku í Dýrafirði. Ljósm. H. S.
Bogi Þórhallsson frá Stóra-Hamri við kaffiborðið á Brekku í Dýrafirði. Ljósm. H. S.

Bogi Þórhallsson er maður nefndur, Eyfiðingur að ætt. Hann hefur búið lengi með kýr, sauðfé og hesta á Stóra-Hamri, sem er 23 km innan Akureyrar. Er nú að láta af búskap og yngri kynslóðin að taka við. Það eru þau Guðný Hallsdóttir, ættuð úr Svarfaðardal og Baldur Lárus Jónsson úr Ólafsfirði. Bogi, sem hefur gífurlegan áhuga á Vestfjörðum og Vestfirðingum, er nú staddur hjá okkur hér vestra.


„Hvað er að frétta úr Eyjafirði, Bogi bóndi?“

...
Meira
05.11.2015 - 07:24 | Morgunblaðið,BIB

Merkir Íslendingar - Hlynur Sigtryggsson

 Hlynur Sigtryggsson
Hlynur Sigtryggsson
« 1 af 2 »
Hlynur fæddist á Núpi í Dýrafirði 5. nóvember 1921. Foreldrar hans voru hjónin Hjaltlína Margrét Guðjónsdóttir, kennari og húsfreyja, frá Brekku á Ingjaldssandi, og séra Sigtryggur Guðlaugsson, prestur, og skólastjóri á Núpi, frá Þröm.

Systir Sigtryggs var Friðdóra, móðir Finns Sigmundssonar landsbókavarðar, afa Hallgríms Geirssonar, lögmanns og fyrrv. stjórnarformanns Árvakurs.


Bróðir Hlyns er Þröstur, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni og einn þeirra fræknu skipherra sem stóðu í ströngu í Þorskastríðunum á áttunda áratugnum.


Eiginkona Hlyns var Jakobína Guðríður Bjarnadóttir sem lést haustið 1970 en dóttir þeirra er Ragnheiður Ingibjörg sálfræðingur, f. 1952.

...
Meira
05.11.2015 - 07:03 | BIB,Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri

FRÆÐSLUFUNDUR UM SLÁTTUHÆTTI Í ÞJÓÐMINJASAFNINU

« 1 af 2 »

"Vinafélag Þjóðminjasafnsins, Minjar og saga, stendur fyrir fræðslufundi í Þjóðminjasafninu í dag,   fimmtudaginn 5. nóvember 2015  kl. 12.


 Dýrfirðingurinn Bjarni Guðmundsson ræðir um bókina Íslenskir sláttuhættir sem hann hefur ritað og gefin er út af Hinu íslenska bókmenntafélagi og Opnu.

...
Meira
04.11.2015 - 06:49 | bb.is,Vestfirska forlagið

Vestfjarðatíðindi komin út

Vestfjrðatíðindi komin á Netið.
Vestfjrðatíðindi komin á Netið.
 Í nýjasta hefti vefritsins Vestfjarðatíðinda eru að finna vangaveltur um hvaða stefnu Vestfirðir vilja marka sér í atvinnumálum til framtíðar og má segja að þar sé lagður talsverður þungi á að halda á lofti merkjum sjávarútvegs í sinni víðustu mynd. Þar er meðal annars að finna grein undir fyrirsögninni „Vilja menn að Vestfirðir verði Mallorca norðursins?“...
Meira
03.11.2015 - 14:22 | Morgunblaðið,BIB

Helsta heyskaparverkfærið

Dýrfirðingurinn Bjarni Guðmundsson.
Dýrfirðingurinn Bjarni Guðmundsson.
« 1 af 2 »

• Bókin Íslenskir sláttuhættir eftir Bjarna Guðmundsson segir sögu heyskapar á Íslandi frá orfi og ljá til dráttarvéla • Mikilvæg samantekt um menningararf sem hélt lífi í þjóðinni í meira en þúsund ár


 Dísilómur dráttarvélarinnar var rétt að hefja söng sinn á bernskuárum Dýrfirðingsins Bjarna Guðmundssonar og naut hann því þeirra forréttinda, að eigin sögn, að kynnast heyskap meðan heyskapurinn var enn handverk. Taktur og hvinur frá ljá og hrífu er honum enn í fersku minni og alveg ljóst hvaðan áhuginn á handverkinu kemur.

...
Meira
29.10.2015 - 14:37 | Hallgrímur Sveinsson

Nýja brúin með og án manna

Hér eru menn að bera saman bækurnar að loknu góðu verki. Í baksýn sér fram í Kirkjubólsdal. Ljósm. Guðmundur Björgvinsson, vegaverkstjóri.
Hér eru menn að bera saman bækurnar að loknu góðu verki. Í baksýn sér fram í Kirkjubólsdal. Ljósm. Guðmundur Björgvinsson, vegaverkstjóri.
« 1 af 2 »
Svona lítur nú nýja brúin á Ósá út. Þetta er fallegt mannvirki eins og sjá má. Og ekki voru nú brúarsmiðirnir frá Hvammstanga lengi að kasta þessu upp! Nú eru þeir farnir í Kirkjubólsdal í Dýrafirði. Þar á að byggja nýja brú á Kirkjubólsá, sem er milli bæjanna Múla og Kirkjubóls. Hún hefur verið ónýt nú um nokkurt skeið.
26.10.2015 - 09:09 | Hallgrímur Sveinsson

Nýja brúin á Ósá komin í gagnið viku á undan áætlun!

Nýja brúin á Ósá í Mosdal í Arnarfirði er komin í gagnið, viku á undan áætlun. Enn er þó eftir að ganga frá ýmsu smálegu við brúna eins og handriðum og fleira. Ekki verður annað sagt en hér hafi verið vasklega að unnið. Er það brúarvinnuflokkur frá Hvammstanga sem hér hefur staðið að verki undir stjórn Sigurðar Halls Sigurðssonar. Er hann bróðir Guðmundar Sigurðssonar brúarsmiðs, sem á sínum tíma stjórnaði verki við brúna á Dynjandisá. Það var Valdemar Jónsson, verktaki hjá Græði í Varmadal í Önundarfirði, sem varð svo frægur að aka fyrstur manna yfir nýju brúna á bíl sínum.


Mynd: Frá Ósá í upphafi framkvæmda við brúna fyrir nokkrum dögum. Mynd af nýju brúnni kemur seinna. Ljósm. H. S.  

Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31