Vinna hafin við brúna á Kirkjubólsá
Eins og komið hefur ítarlega fram á Þingeyrarvefnum er nú komin ný brú á Ósá í Mosdal. Ekki er vitað til að nokkrum manni hafi dottið slíkt í hug til skamms tíma. En svona koma hlutirnir manni oft á óvart. Er Ósarbrúin hið fallegasta mannvirki, reist á mettíma. Til hamingju Mosdælir!
Og nú hafa hinir vösku brúarsveinar frá Hvammstanga fært sig um set í Dýrafjörðinn. Því nú skal byggja nýja brú á Kirkjubólsá.
...Meira