A A A
  • 2010 - Alexandra Líf Bjarnadóttir
13.11.2015 - 06:36 | Blaðið - Vestfirðir,Björn Ingi Bjarnason

Hljómsveitin Æfing í útrás til Berlínar

Hljómsveitin Æfing í Berlín. F.v.: Ásbjörn Björgvinsson, Árni Benediktsson, Siggi Björns og sonur hans Magnús Emil og Halldór Gunnar Pálsson.
Hljómsveitin Æfing í Berlín. F.v.: Ásbjörn Björgvinsson, Árni Benediktsson, Siggi Björns og sonur hans Magnús Emil og Halldór Gunnar Pálsson.
« 1 af 19 »

Það bar til þann 27. desember 1968 að hljómsveitin Æfing á Flateyri, sem þá hét reyndar Víkingar, kom fram fyrsta sinn á fundi í Verkalýðsfélaginu Skildi í Samkomuhúsinu á Flateyri.


 Í hljómsveitinni Víkingum voru:  Árni Benediktsson,  Kristján J. Jóhannesson, Sigmar Ólafsson, Eiríkur Mikkaelsson og Gunnlaugur Mikkaelsson.


Hljómsveitin Æfing starfaði á tveimur tímaskeiðum þ.e. tímabilið á Flateyri frá 1968 og fram yfir 1980 og lék þá á dansleikjum um alla Vestfirði og reyndar víðar um land. Meðlimir Æfingar á þessu tímabili voru allmargir en Árni Benediktsson og Kristján J. Jóhannesson voru með alla tíð.


 Seinna tímabilið er frá 1990 og þá eingöngu á samkomum sem Önfirðingafélagið í Reykjavík hafði skipulag á eða kom að með einum eða öðrum hætti.


 

...
Meira
12.11.2015 - 21:03 | BIB,Blaðið - Vestfirðir

Hjónadansleikurinn á Þingeyri

Hjónaballið á Þingeyri 2015.
Hjónaballið á Þingeyri 2015.
« 1 af 3 »

Hjónadansleikurinn var haldinn fyrir nokkru í Félagsheimilinu á Þingeyri. Þetta var í 81. sinn sem efnt var til þessarar samkomu.


Á annað hundrað gestir troðfylltu samkomuhúsið og skemmtu sér vel. Veisustjóri var Árni Brynjólfsson frá Vöðlum og Jónsi í svörtum fötum spilaði við annan mann á dansleiknum. Saman stjórnuðu þeir fjöldasöng og veislugestir tóku undir að mikilli innlifun svo undir tók í salnum.
Að venju var efnt til happdrættis með veglegum vinningum.

...
Meira
12.11.2015 - 16:22 | BIB,bb.is

Riddarinn á heiðinni

Gunar Sigurðsson. Ljósm.: bb.is
Gunar Sigurðsson. Ljósm.: bb.is
« 1 af 2 »
Tíðindakona Bæjarins besta brá sér suður yfir Gemlufallsheiði í leit að fórnarlambi í opnuviðtal. Bráðin var að þessu sinni Gunnar nokkur Sigurðsson vélakall á Þingeyri og tók hann góðfúslega á móti tíðindakonunni, svona rétt á milli karlakórsæfinga. Gunnar býr í ljómandi fallegu og rúmgóðu raðhúsi á Þingeyri, „á besta stað” segir hann „hjúkrunarheimilið, kirkjan og kirkjugarðurinn í túnfætinum svo það er aldrei langt að fara”. Á hlaðinu standa voldugir bílar og greinilegt að húsráðandi á þessum bæ ferðast ekki um á slyddujeppum eða smábílum. Það er heimilislegt innandyra og veggirnir þaktir fjölskyldu- og barnamyndum, grunur leikur á að pilturinn sé ekki einn í heiminum....
Meira
Landsbankinn á Þingeyri. Ljósm.: bb.is
Landsbankinn á Þingeyri. Ljósm.: bb.is
Sævar Þ. Ríkarðsson, útibússtjóri Landsbankans á Ísafirði segir ekki forsendur til að lengja opnunartíma útibús bankans á Þingeyri, en eins og fjallað hefur verið um á vef Bæjarins besta er mikið kurr í viðskiptavinum bankans vegna þeirrar skerðingar sem orðið hefur á afgreiðslutíma útibúsins þar. Eftir að bankanum var lokað á Þingeyri í lok septembermánaðar hefur fulltrúi frá bankanum hefur verið með þjónustuheimsóknir í útibúið einu sinni í viku, á þriðjudögum milli kl. 15-16. Meðalfjöldi afgreiðslna á opnunartíma eru 28 eins og hann hefur verið í haust. Fjöldi afgreiðslna segir til um fjölda þeirra sem er afgreiddur. Flestar hafa afgreiðslurnar orðið 35 og fæstar 21. ...
Meira
Stillingar-og kraftamaðurinn Guðmundur Justsson. Ljósm. ókunnur.
Stillingar-og kraftamaðurinn Guðmundur Justsson. Ljósm. ókunnur.
« 1 af 2 »
"Það er enn ein sögn um aflraunir Guðmundar Justssonar frá Dröngum, að þegar hann var með Ameríkönum, er stunduðu flyðruveiðar hér við land, bar svo til, er Guðmundur var nýfarinn til skips, að nokkrir skipverjar, sem vínhreifir voru í meira lagi, vildu glettast við Guðmund, og reyna þolrifin í þessum nýkomna manni. Sólon Guðmundsson (Sólon í Slunkaríki), sem lengi var búsettur á Ísafirði, var staddur við atburði þessa, og sagði síðar frá. Var Sólon sterkur maður og vel knár, en mjög skorti hann afl við Guðmund, sem Sólon kallaði tröllið....
Meira
10.11.2015 - 21:23 | Hallgrímur Sveinsson,Guðmundur Ingvarsson,Bjarni Georg Einarsson

Mikil þjóðhagsleg hagræðing í gangi á Þingeyri!

« 1 af 4 »
Eitt af því nöturlegasta við lífið í kommúnistaríkjunum voru biðraðirnar. Oft þurfti fólk að bíða klukkustundum saman eftir einföldustu nauðsynjum. Svo var jafnvel allt búið þegar til átti að taka. Þessu kynntust Íslendingar lítillega á eftirstríðsárunum þegar menn fengu úthlutað skömmtunarseðlum fyrir bomsum, stígvélum eða regnkápum svo dæmi séu nefnd. Og þurftu svo ofan í kaupið að bíða, oft í löngum biðröðum, til dæmis  á Laugaveginum og í Austurstræti í Rvk. sællar minningar.  Og nú eru Dýrfirðingar að upplifa forsmekkinn að biðraðamenningunni.....
Meira
09.11.2015 - 21:22 | Bjarni Georg Einarsson,Guðmundur Ingvarsson,Hallgrímur Sveinsson

Það er margt sem við sveitamennirnir ekki skiljum!

Bjarni G. Einarsson.
Bjarni G. Einarsson.
« 1 af 3 »
Fróðlegt væri að vita hvað Dýrfirðingar áttu mörg hundruð milljónir innistandandi í Banka allra landsmanna þegar hann skellti í lás með viku fyrirvara án þess að tala við nokkurn mann. Og Önfirðingar, Súgfirðingar og Bolvíkingar. Bankinn opnaði af miskunn sinni eina klukkustund í viku á Þingeyri og eitthvað á hinum stöðunum eftir að innistæðueigendur risu upp sem einn maður. En það stóð aldrei til. Bara loka. Svona vinnubrögð skiljum við sveitamennirnir ekki....
Meira
06.11.2015 - 21:57 | BIB,Emil Ragnar Hjartarson

" Þið berið Magnús Amelín ekki á vinstri kantinum síðasta spölinn"

Þingeyrarkirkja.
Þingeyrarkirkja.
Útför Magnúsar Amilín á að hefjast frá Þingeyrarkirkju eftir nokkra stund. Ég stend á stétt framan við kirkjudyr, á að spila á orgelið, kvíði engu því kirkjukórinn er vel æfður. Tómas skólastjóri sá um æfingar af sinni kunnnu snilld og söngfólk hið ágætasta. Það á að bera kistu Magnúsar frá kirkju í grafreit. Það hafði rignt og pollar á veginum. Líkmenn ráðgast um á hvorum vegkantinum sé þurrara undir fæti og eru ekki sammála.
Ég kveð upp Salomonsdóm í málinu:...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31