Hljómsveitin Æfing í Berlín. F.v.: Ásbjörn Björgvinsson, Árni Benediktsson, Siggi Björns og sonur hans Magnús Emil og Halldór Gunnar Pálsson.
Siggi Björns setur afmælishátíðina í Berlín.
Þjóðverjarnir í fjölskyldu Magnúsar Emils klöppuðu vel er hann lék með Æfingu.
F.v.: Árni Benediktsson og feðgarnir Siggi Björns og Magnús Emil.
F.v.: Elsa Jónsdóttir, María Árnadóttir og Svala Björnsdóttir.
Siggi Björns spjallar við elsta gestinn, langömmu Magnúsar Emilis, Louise Thurau 95 ára og Björn Inga Bragason 4 ára.
Siggi og systkini sem komu til Berlínar. Standandi f.v.: Svala Björnsdóttir, Björn Kúld Björnsson, Siggi Björns og Jóhann Kúld Björnsson. Sitjandi er Eydís Kúld Björnsdóttir Petersen.
Klappað fyrir Æfingu. F.v.: Björn Ágúst Jónsson, Hildur Guðnadóttir, Anna María Sigurðardóttir, Hinrik Kristjánsson, Helga Ingibjörg Guðmundsdóttir, Svanhildur Bára Jónsdóttir, Þorsteinn Garðarsson Ingibjörg Kristjánsdóttir og Guðbjartur Greipsson.
Og nú er risið úr sætum enda lagið „Hafið eða fjöllin“ - Guðbjartur Greipsson, gamli rótari Æfingar, lyftir höndum af fögnuði
Stórsveit Sigga Björns á sviðinu.
F.v.: Einar Guðbjartsson, Kristinn Halldórsson , María Árnadóttir, Elsa Jónsdóttir, Árni Benediktsson og Guðrún Pálsdóttir.
F.v.: Halldór Gunnar Pálsson, Víðir Björnsson, Júlía B. Björnsdóttir, Guðbjartur Greipsson, Árni Benediktsson, Hildur Guðnadóttir og Ásbjörn Björgvinsson.
F.v.: Ólafur Bragason, Guðbjartur Greipsson, Jóna Guðrún Haraldsdóttir, Björn Ingi Bragason og Inga Rún Björnsdóttir.
Hin frábæra þýska kvennahljómsveit í Berlín -GABYS- á sviðinu.
Feðgunum fagnað; Siggi Björns og Magnús Emil.
Gönguhópurinn með Hljómsveitinni Æfingu við Brandenborgarhliðið i Berlín.
Kvöldverðurinn 26. október. F.v.: Einar Guðbjartsson, Elsa Jónsdóttir, Árni Benediktsson, Halldór Gunnar Pálsson, Brynja Dögg Heiðudóttir, Siggi Björns, Jóna Guðrún Haraldsdóttir, Björn Ingi Bjarnason, Víðir Björnsson, Júlía B. Björnsdóittir og Guðrún Pálsdóttir. Ljósm.: Inga Rún Björnsdóttir.
Kvöldverðurinn 26. október. F.v.: Einar Guðbjartsson, Elsa Jónsdóttir, Árni Benediktsson, Halldór Gunnar Pálsson, Brynja Dögg Heiðudóttir, Siggi Björns, Jóna Guðrún Haraldsdóttir, Björn Ingi Bjarnason, Víðir Björnsson, Júlía B. Björnsdóittir og Guðrún Pálsdóttir. Ljósm.: Inga Rún Björnsdóttir.
Hljómsveitin Æfging - 1990-2015
Það bar til þann 27. desember 1968 að hljómsveitin Æfing á Flateyri, sem þá hét reyndar Víkingar, kom fram fyrsta sinn á fundi í Verkalýðsfélaginu Skildi í Samkomuhúsinu á Flateyri.
Í hljómsveitinni Víkingum voru: Árni Benediktsson, Kristján J. Jóhannesson, Sigmar Ólafsson, Eiríkur Mikkaelsson og Gunnlaugur Mikkaelsson.
Hljómsveitin Æfing starfaði á tveimur tímaskeiðum þ.e. tímabilið á Flateyri frá 1968 og fram yfir 1980 og lék þá á dansleikjum um alla Vestfirði og reyndar víðar um land. Meðlimir Æfingar á þessu tímabili voru allmargir en Árni Benediktsson og Kristján J. Jóhannesson voru með alla tíð.
Seinna tímabilið er frá 1990 og þá eingöngu á samkomum sem Önfirðingafélagið í Reykjavík hafði skipulag á eða kom að með einum eða öðrum hætti.