Undarlegt verðmætamat: Hvar værum við stödd ef við hefðum ekki góða lögreglu?
Eftirfarandi mátti lesa í frétt í Morgunblaðinu í hinni vikunni:
„Í síðasta mánuði mátti ungur, menntaður, lögreglumaður þola „...þetta týpíska sem allir þekkja úr vinnunni.“ Hótanir, ógnun með hníf, sjálfsvíg, andlát, banaslys, heimilisofbeldi þar sem börn komu við sögu og þar fram eftir götunni. Fyrir þetta fékk hann 454.076 krónur í mánaðarlaun fyrir skatt og 284.662 krónur útborgaðar. Þetta kemur fram á Facebook síðu lögreglumannsins Sigvalda Arnars Lárussonar sem birtir launaseðil lögreglumannsins.“
Innifalið í þessu er bæði vaktaálag og yfirvinna.
Á mbl.is 25. 02. 2015 segir svo:
„Meðalverð á lögfræðiþjónustu á Íslandi er 19.500 krónur á klukkustund en á hverri stofu eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á kjörin, svo sem umfang málsins auk þess sem verð er breytilegt eftir því hver vinnur vinnuna. Hæsta verð í hefðbundinni útseldri vinnu er hins vegar um 38.000 krónur á klukkustund en ódýrustu tímarnir geta verið á 7.000 krónur. Vert er að taka fram að verðið er án virðisaukaskatts og bætist því 24 prósent skattur við upphæðina.“
Ekki lýgur Mogginn sem kunnugt er. En hvers konar rugl er þetta?