A A A
  • 2010 - Alexandra Líf Bjarnadóttir
Núpur í Dýrafirði. Jón Gnarr og Bragi Guðmundsson.
Núpur í Dýrafirði. Jón Gnarr og Bragi Guðmundsson.
« 1 af 2 »
Jón Gnarr lýsir grófu ofbeldi af hendi nemenda og kennara sem viðgekkst í heimavistarskólanum Núpi í Dýrafirði árin 1981-83. Jón lýsir í nýrri bók, Útlaganum, kynferðislegri misnotkun af hendi kennara, hópnauðgun og grófum barsmíðum. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir meðvitund um ofbeldi og misnotkun ekki hafa verið til á þessum árum.

„Það var eitthvað með Núp. Núpur var alræmdur. Fólki stóð stuggur af Núpurum. Og það var eitthvað meira en að vera í heimavistarskóla annars staðar, Núpari var eitthvað ferlegt,“ segir Jón Gnarr, sem gefur út síðustu bókina, Útlagann, í heildstæðu verki þriggja bóka....
Meira
17.10.2015 - 20:38 | Hallgrímur Sveinsson

Lýðhvöt að vestan: Að elska, byggja og treysta á landið!

Hannes Hafstein.
Hannes Hafstein.
« 1 af 3 »

Sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Þessi lýðhvöt Hannesar Hafstein fellur svo sannarlega undir það spakmæli. Aldrei þýðingarmeira en í dag.


---------------------------


Starfið er margt, en eitt er bræðra bandið,


boðorðið, hvar sem þér í fylking standið,


hvernig sem stríðið þá og þá er blandið,


það er: Að elska, byggja og treysta á landið.


 


Þá mun sá Guð, sem veitti frægð til forna,


fósturjörð vora reisa endurborna.


Þá munu bætast harmasár þess horfna,


hugsjónir rætast. Þá mun aftur morgna.


 


 

...
Meira
16.10.2015 - 20:15 | BIB,bb.is

Hafið, fjaran og fólkið

Patreksfjörður. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
Patreksfjörður. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
« 1 af 3 »
Ráðstefnan ,,HAFIÐ, FJARAN OG FÓLKIГ verður sett á Patreksfirði á morgun, Laugardaginn 17. október 2015. Ráðstefnan beinir sjónum að menningararfleið, tækifærum og ógnunum sjávarbyggða. Það eru Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Íslenska Vitafélagið og Vesturbyggð sem standa að ráðstefnunni, en á dagskránni eru fjölbreytt erindi frá ýmsum sérfræðingum um málefni sem snúa að sjávarbyggðum. Þá verður kynnt starfsemi Vitafélagsins, forvarsla sjávarmuna og flutt verður erindi um náttúruperlur Vestfjarða en sunnanverðum Vestfjörðum eru margar náttúruperlur. 


...
Meira
16.10.2015 - 06:39 | BIB,Morgunblaðið

Merkir Íslendingar - Pétur Pétursson

Pétur Pétursson.
Pétur Pétursson.

Pétur Pétursson fæddist á Eyrarbakka 16. október 1918 en ólst upp á Bráðræðisholtinu og á Framnesveginum í Reykjavík. Foreldrar hans voru Pétur Guðmundsson, skólastjóri á Eyrarbakka, og k.h., Elísabet Jónsdóttir húsfreyja.


Pétur skólastjóri var sonur Guðmundar, bónda í Langholtsparti í Flóa Sigurðssonar, bróður Guðlaugar, móður Sigurðar regluboða, föður Sigurgeirs biskups, föður Péturs biskups.

...
Meira
Simbahöllin á Þingeyri.
Simbahöllin á Þingeyri.
Á morgun, föstudagskvöldið 16. okt. 2015, verður mikið um dýrðir í Simbahöllinni á Þingeyri. Þá munu rithöfundurinn Júlía Margrét Einarsdóttir, ljóðskáldið Dagur Hjartarson og harmonikkuleikarinn Margrét Arnardóttir leiða saman hesta sína og bjóða til tónlistar- og upplestrarveislu. Júlía Margrét hefur gefið út safnrit með ljóðum og smásögum en er að leggja lokahönd á fyrsta skáldverkið sitt en hún hlaut styrk frá Hinu íslenska bókmenntafélagi til útgáfunnar. Dagur hefur bæði gefið út skáldsögur og ljóð og Margrét er harmonikkuleikkona á heimsmælikvarða ásamt því að hafa lagt stund á jóðl. ...
Meira
15.10.2015 - 08:23 | Fréttablaðið,BIB

"Það er vandi að lifa en ég er sátt"

Jenna Jensdóttir frá Læk í Dýrafirði. Ljósm.: Fréttablaðið.
Jenna Jensdóttir frá Læk í Dýrafirði. Ljósm.: Fréttablaðið.
« 1 af 3 »

Jenna Jensdóttir rithöfundur frá Læk í Dýrafirði hefur auðgað líf íslenskra barna með bókum sínum. Þar ber sögurnar um Öddu hæst. Hátíðardagskrá til heiðurs jennu verður á sunnudaginn í Félagsheimili Seltjarnarness. Jenna er 97 ára og hefur enn miklu að miðla.


 Jenna Jensdóttir situr á stól milli tveggja glugga í herbergi sínu á Hrafnistu í Reykjavík. Æðruleysi, viska og góðmennska skín úr svipnum.

...
Meira
Florence Nightingale, konan með lampann. Hjúkrunarkona allra hjúkrunarkvenna. Ljósm. ókunnur.
Florence Nightingale, konan með lampann. Hjúkrunarkona allra hjúkrunarkvenna. Ljósm. ókunnur.

Ársfundur Hjúkrunarkonunefndarinnar var haldinn nýlega í Sigmundarbúð. Eins og almenningi er kunnugt, er hlutverk þessarar nefndar að vinna að því með ráðum og dáð að hjúkrunarkona með fasta búsetu fáist til Þingeyrar.   


   Allir aðalmenn voru mættir nema Gunnar Sigurðsson meistari og arkitekt í Hlíð. Var hann ekki í bænum og var því með lögleg forföll. Varamaður hans, Guðmundur Ingvarsson, póstmeistari og leikmaður nr. 1 mætti í hans stað og svo voru að sjálfsögðu mættir Bjarni Georg Einarsson, útgerðarstjóri og fyrrum vörubifreiðarstjóri og Hallgrímur Sveinsson, léttadrengur og sjálfskipaður formaður.

...
Meira
« 1 af 2 »

 Jæja, undirritaður hyggst kynna nýútkomna bók sína, Íslenskir sláttuhættir, í Landbúnaðarsafninu á Hvanneyri í Borgafirði, miðvikudaginn 14. okt. 2015 kl. 20.  Léttar veitingar (vínlausar!). 


 Athugið að þetta er breyttur tími frá því sem auglýst var í Skessuhorni - vegna mikils framboðs afþreyingar í héraðinu á þriðjudagskvöldi.


 Má ég biðja ykkur að láta þetta berast til hugsanlegra áhugamanna?

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31