A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
19.10.2015 - 14:59 | Björn Ingi Bjarnason

Hljómsveitin Æfing í útrás til Berlínar

Hljómsveitin Æfing þann 6. október 1990 að Efstalandi í Ölfusi á fyrstu samkomunni í endurreisn sveitarinnar. Þær samkomur eru nú að verða alls 25 og hinar glæsilegustu.
F.v.: Árni Benediktsson, Jón Ingiberg Guðmundsson, Siggi Björns, Kristján J. Jóhannesson (látinn) og Ásbjörn Björgvinsson. Ljósm.: Spessi
Hljómsveitin Æfing þann 6. október 1990 að Efstalandi í Ölfusi á fyrstu samkomunni í endurreisn sveitarinnar. Þær samkomur eru nú að verða alls 25 og hinar glæsilegustu. F.v.: Árni Benediktsson, Jón Ingiberg Guðmundsson, Siggi Björns, Kristján J. Jóhannesson (látinn) og Ásbjörn Björgvinsson. Ljósm.: Spessi
« 1 af 4 »

Það bar til þann 27. desember 1968 að hljómsveitin Æfing á Flateyri, sem þá hét reyndar Víkingar, kom fram fyrsta sinn á fundi í Verkalýðsfélaginu Skildi í Samkomuhúsinu á Flateyri.

 Í hljómsveitinni Víkingum voru:  Árni Benediktsson,  Kristján J. Jóhannesson, Sigmar Ólafsson, Eiríkur Mikkaelsson og Gunnlaugur Mikkaelsson

 

Hljómsveitin Æfing starfaði á tveimur tímaskeiðum þ.e. tímabilið á Flateyri frá 1968 og fram yfir 1980 og lék þá á dansleikjum um alla Vestfirði og reyndar víðar um land. Meðlimir Æfingar á þessu tímabili voru allmargir en Árni Benediktsson og Kristján J. Jóhannesson voru með alla tíð.

 

 Seinna tímabilið er frá 1990 og þá eingöngu á samkomum sem Önfirðingafélagið í Reykjavík

hafði skipulag á eða kom að með einum eða öðrum hætti.

 

Í hljómsveitinni Æfingu á þessu tímabili hafa verið: Árni Benediktsson, Kristján J. Jóhannesson, Sigurður Björnsson,

Jón Ingiberg Guðmundsson, Ásbjörn Björgvinsson, Halldór Gunnar Pálsson og Önundur Hafsteinn Pálsson.

 

 Samkomur þar sem Hljómsveitin Æfingur hefur verið frá 1990:

 

  1.     

6. október 1990 - Bítlavakan að Efstalandi í Ölfusi

 

2.     

Júní 1991 - Búbbulínuvaka í Vagninum á Flateyri

 

  3.     

Júní 1992 - Vagninn Flateyri. Flateyrarhreppur 70 ára

 

  4.     

Júlí 1993-  Sumarhátíð Vestur-Ísfirðinga í Aratungu

 

  5.    

 Október 1993 -  Búbbulínuvaka í Vagninum á Flateyri

 

  6.     

Október 1997 - Bíla-Bergur 50 ára. Félagsheimilið á Seltjarnarnesi

 

  7.     

Júní 1998 - Catalina, Hamraborg - Sjómannadagurinn í Kópavogi

 

  8.     

Júní 2000 - Íþróttahúsið á Flateyri - Vilbergsfólkshátíð á Flateyri

 

  9.     

Maí 2001 - Árni Benediktsson á Selfossi 50 ára

 

10.   

September 2002 - Við Fjöruborðið á Stokkseyri.  Með Sigga Björns og Dönum

 

11.  

Júlí 2003 - Grænlenskar nætur á Flateyri

 

12.  

Júlí 2003 - Björn Ingi Bjarnason á Stokkseyri/Eyrarbakka 50 ára

 

13.  

Mars 2005 - Guðbjartur Jónsson, Búbbulína, 50 ára. Skútan, Hafnarfirði

 

14.  

Maí 2009 – hvítasunnuhelgin  - Vagninn á Flateyri. Hljómsveitin.  Æfing 40 ára. Minnnig Kristjáns J. Jóhannessonar og Sólveigar Kjartansdóttur.  Æfingar-Sviðið á Sólbakka vígt

 

15.  

10. október 2009 - Veitingahúsið Catalina, Hamraborg, Kópavogi. Hljómsveitin Æfing 40 ára

 

16. 

23. febrúar 2013 – Æfing lék fyrir Alla í Allabúð á heimili hans í Keflavík. Sýnt í Kastljósi 26. febrúar 2013

 

17. 

17. maí 2013 – hvítasunnuhelgin, föstudagur – Æfing lék í Vestfirzku verzluninni á Ísafirði – Heimsóttu Villa Valla á Ísafirði

 

18.  

17. maí 2013 – hvítasunnuhelgin, föstudagur – Vagninn á Flateyri - Nýr hljómdiskur Æfingar

 

19. 

18. maí 2013 – hvítasunnuhelgin, laugardagur  -  Félagsheimilið á Flateyri – Hljómsveitin Æfing 45 ára  í desember 2013 – Útgáfuhátíð -  nýr hljómdiskur Æfingar

 

20. 

19. maí 2013 – hvítasunnuhelgin, sunnudagur – Æfing tók lagið í fermingarmessu í Flateyrarkirkju

 

21.

19. maí 2013 – hvítasunnuhelgin, sunnudagur - Vagninn á Flateyri – Nýr hljómdiskur Æfingar

 

22.  

7. júlí 2013 – Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka – 100 ára afmælishátíð Björns Inga Bjarnasonar, 60 lífár og 40 ár í félagsmálaforystu

23.

1. nóvember 2014
Brúðkaup Ásbjörns Björgvinssonar og Hildar Guðnadóttur í Súlnasalnum á Hótel Sögu

24.

17. aprí 2015
Vorhátíð átthagafélaganna: Önfirðinga – Dýrfirðinga og Súgfirðinga

25.
23. október 2015 í Berlín.

Afmælishátíð Sigga Björns 60 ára. Útrás. Fyrsta utanlandsferð Æfingar

 

Björn Ingi Bjarnason.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31