111 ára - Íþróttafélagið Höfrungur á Þingeyri, ekki bara íþróttafélag
Sigmundur Fríðar Þórðarson húsasmíðameistari, formaður Höfrungs skrifar.
Höfrungur á Þingeyri er eitt elsta starfandi íþróttafélag landsins.
Félagið var formlega stofnað 20. desember árið 1904, en varð þó til ári áður. Þá voru menn svo ötulir í sportinu að þeir gleymdu að rita fundargerðina og því var formleg stofnun félagsins ári síðar.
Íþróttastarf á Þingeyri var þó hafið löngu fyrr eða árið 1885 er danskur beykir, Andrés Böken, stóð fyrir skipulögðum íþróttaæfingum á Þingeyri.
...Meira