A A A
  • 1937 - Bergur Torfason
  • 1980 - Björnfríður Ólafía Magnúsdóttir
  • 1997 - Álfsól Lind Benjamínsdóttir
  • 2007 - Gunnar Egill Gunnarsson
14.12.2015 - 07:37 | Vestfirska forlagið

Bækur Vestfirska forlagsins árið 2015

« 1 af 2 »
Hornstrandir og Jökulfirðir – 5. bók
Vestfirðingar í dagsins önn
Á hjara veraldar
Hjólabókin – Árnessýsla
Hornstrandir og Jökulfirðir – 4. bók

Fást í bókaverslunum um land allt
Verð 2.800 kr. - stk....
Meira
Vestfirðingurinn Guðmundur Angantýsson, betur þekktur sem Lási kokkur, f. 21. maí 1901 – d. 17. júní 1985.
Vestfirðingurinn Guðmundur Angantýsson, betur þekktur sem Lási kokkur, f. 21. maí 1901 – d. 17. júní 1985.
« 1 af 2 »

Og þá var nú fjörugt á Siglufirði, helvítis fyllirí á sumum skipum. Stundum fengu drengirnir ekkert nema rúgbrauð og snarl, vegna þess að kokkarnir voru á fylliríi. Það var minnst fyllirí hjá mér. Ég smakka vín ekki mikið. Ég hafði alltaf kaffi og pönnukökur handa drengjunum klukkan þrjú á daginn, hélt sama sið og í gamla daga. Allir sjómenn sem ég hef verið samtíða hafa verið mér góðir og aldrei kvartað undan mat hjá mér.


            Lási? Hann Lási klárar þetta, sögðu þeir. Sjómenn vilja hafa gott að éta. Þeir þurfa þess með og því skyldu þeir ekki fá það? Þeir borga matinn sjálfir.


            Áður fékk fólkið ekki ofan í sig að éta. Þeir tímar vilja gleymast þegar betur blæs og meira er fyrir framan hendur.


            Já, ég kunni vel við mig á sjónum. Eftir að ég kom í land hafði ég kvef í marga mánuði. Á sjónum fékk ég aldrei kvef.

...
Meira
12.12.2015 - 06:37 | Hallgrímur Sveinsson

Haldið til haga: - Ýmislegt gamalt og gott að vestan

Tveir gamlir hreppstjórar í Arnarfirði bera saman bækurnar: Hallgrímur Sveinsson, stundum nefndur Stóri Grímur á Hrafnseyri og Hreinn Þórðarson á Auðkúlu. Þótt merkilegt sé hefur hann aldrei fengið viðurnefni svo vitað sé! Ljósm. Kristín Lýðsdóttir.
Tveir gamlir hreppstjórar í Arnarfirði bera saman bækurnar: Hallgrímur Sveinsson, stundum nefndur Stóri Grímur á Hrafnseyri og Hreinn Þórðarson á Auðkúlu. Þótt merkilegt sé hefur hann aldrei fengið viðurnefni svo vitað sé! Ljósm. Kristín Lýðsdóttir.

Jamngott = Jafn gott. Dæmi: “Það var jamn gott að Sigga var ekki með.”


Skjaldan = Sjaldan.


Einlægt = Alltaf.


 Gamalt úr Arnarfirði:


Dívangormur=langur, slánalegur maður. Notað í neikvæðri merkingu. Dæmi: Hann er helvískur bölvaður dívangormur.


Manngripur= neikvæð lýsing á manni.


Mannaskuld= eitthvað er þessum og þessum að kenna.


 Reyndar voru þær fjórar!


 

...
Meira
11.12.2015 - 22:15 | Hallgrímur Sveinsson

Upp með húmorinn í skammdeginu! - Samræður í messukaffi

Gunnlaugur Sigurjónsson. Ljósm.: H.S.
Gunnlaugur Sigurjónsson. Ljósm.: H.S.

Það var á þeim árum þegar séra Kári Valsson var þjónandi prestur á Hrafnseyri. Síðla hausts boðaði hann til messu á staðnum, en þá var nýafstaðin hundahreinsun í hreppnum. Þá var hundahreinsunarmaður í Auðkúluhreppi Gunnlaugur Sigurjónsson bóndi á Tjaldanesi, en hundahúsið var þar í svokölluðu Grjótnesi og var það auðvitað þýðingarmikið að allir kæmu með hunda sína til hreinsunar.


            Eftir embætti var öllum boðið í messukaffi, eins og lengi hefur tíðkast til sveita. Sátu þeir skammt hvor frá öðrum, Gunnlaugur og Hákon J. Sturluson bóndi á Borg í Arnarfirði, sem þá var með skegg niður á bringu. Teygði Gunnlaugur sig í áttina að Hákoni og ávarpaði hann á þessa leið:

...
Meira
10.12.2015 - 08:10 | Hallgrímur Sveinsson

Ný brú á Kirkjubólsá í Dýrafirði risin

Svona lítur nú nýja brúin út í myrkrinu. Ljósmyndirnar tók H.S.
Svona lítur nú nýja brúin út í myrkrinu. Ljósmyndirnar tók H.S.
« 1 af 4 »

Nú er komið að verklokum við nýju brúna á Kirkjubólsá í Dýrafirði. Við fórum og heimsóttum hina vösku brúarsmiði seinni partinn í dag. Að vísu var dottið á myrkur. Það er svo fljótt að detta á þessa dagana. En kom ekki að sök. 


   Brúarsmíðin hefur bara gengið vel að sögn brúarsmiða. Og það þrátt fyrir að veður hafi verið alls konar. Brúin er úr steinsteypu með stálbitum og timburgólfi.

...
Meira
09.12.2015 - 07:21 | Hallgrímur Sveinsson

Haldið til haga: - Vestfirsk viðurnefni

Kristinn H. Gunnarsson - Kiddi sleggja.
Kristinn H. Gunnarsson - Kiddi sleggja.
Ekki er ofsögum sagt af því hvað Vestfirðingar eru duglegir og áhugasamir að bæta viðurnefnum við nöfn náungans og kennir þar margra grasa. Eiginlega kom þetta strax með landnámsmönnunum. Í þeirri sveit hafði annar hver maður viðurnefni. Skulu nú nefnd nokkur dæmi um vestfirsk viðurnefni á 20. öld....
Meira
08.12.2015 - 06:32 | Hallgrímur Sveinsson

Upp með húmorinn í skammdeginu! - Allir vita það

Guðbjartur Jónsson Vagnstjóri
Guðbjartur Jónsson Vagnstjóri

Guðbjartur Jónsson á Flateyri stofnaði og rak lengi hið ágæta öldurhús Vagninn á Flateyri. Guðbjartur, öðru nafni Vagnstjórinn, er hinn mesti dugnaðarforkur. Hann er frægur fyrir mismæli og ambögur sem velta út úr honum.


Eitt sinn var Vagnstjóranum mikið niðri fyrir þegar hann var að ræða við félaga sína um spillingu á Íslandi. Einkum varð honum tíðrætt um Hannes Hólmstein Gissurarson og sagði þann fýr aldrei hafa þurft að standa við eigin kenningar. Um einhvern orðróm sem var í gangi um Hannes sagði Guðbjartur:

...
Meira
07.12.2015 - 10:16 | Þingeyrarkirkja

Aðventukvöld í Þingeyrarkirkju - ATH breytt dagsetning

Þingeyrarkirkja.
Þingeyrarkirkja.
Aðventukvöld verður haldið í Þingeyrarkirkju miðvikudagskvöldið 9. desember klukkan 20:00 í stað þriðjudagsins vegna óhagstæðrar veðurspár.
Þingeyrarkirkja....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31