Ný Hornstrandabók komin út hjá Vestfirska forlaginu
Hjá Vestfirska forlaginu er komin út ný Hornstrandabók. Það er Hornstrandir og Jökulfirðir, Ýmsar frásagnir af horfnu mannlífi 5. bók. Hallgrímur Sveinsson tók saman.
Uppistaðan í Hornstrandabók 5. er greinin Yst á Hornströndum Ferðaminningar frá 1940 eftir Jóhann Hjaltason, fræðimanninn góðkunna. Þessar frásagnir Jóhanns, sem ekki hafa birst áður, eru í raun ómetanlegar fyrir þá sem láta sig Hornstrandir og fyrrum íbúa þeirra einhverju skipta.
Árið 1939 ferðaðist Hjálmar R. Bárðarson um Hornstrandir og tók ljósmyndir af bændum og búaliði, bæjum og landslagi.
...Meira