A A A
  • 1937 - Bergur Torfason
  • 1980 - Björnfríður Ólafía Magnúsdóttir
  • 1997 - Álfsól Lind Benjamínsdóttir
  • 2007 - Gunnar Egill Gunnarsson
18.12.2015 - 21:30 | Vestfirska forlagið

Ný Hornstrandabók komin út hjá Vestfirska forlaginu

« 1 af 3 »

Hjá Vestfirska forlaginu er komin út ný Hornstrandabók. Það er Hornstrandir og Jökulfirðir, Ýmsar frásagnir af horfnu mannlífi 5. bók. Hallgrímur Sveinsson tók saman.


Uppistaðan í Hornstrandabók 5. er  greinin Yst á Hornströndum Ferðaminningar  frá 1940 eftir Jóhann Hjaltason, fræðimanninn góðkunna. Þessar frásagnir Jóhanns, sem ekki hafa birst áður,  eru í raun ómetanlegar fyrir þá sem láta sig Hornstrandir og fyrrum íbúa þeirra einhverju skipta.


   Árið 1939 ferðaðist Hjálmar R. Bárðarson um Hornstrandir og tók ljósmyndir af  bændum og búaliði, bæjum og landslagi.

...
Meira
18.12.2015 - 14:29 | BIB,Morgunblaðið

Merkir Íslendingar - Sigurður Bjarnason frá Vigur

Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Sigurður fæddist í Vigur í Ísafjarðardjúpi 18. desember 1915 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Bjarni Sigurðsson, hreppstjóri í Vigur, og k.h., Björg Björnsdóttir húsfreyja.

Bjarni var sonur Sigurðar, pr. og alþm. í Vigur, bróður Stefáns skólameistara og alþm., föður Valtýs, ritstjóra Morgunblaðsins. Móðir Bjarna var Þórunn, systir Brynjólfs, langafi Þorsteins Gunnarssonar, leikara og arkitekts.


Meðal systkina Bjargar voru Haraldur leikari; Sigurður, faðir Björns, læknis og forstöðumanns á Keldum; Björgvin, hrl. og framkvæmdastjóri VSÍ, og Jón, skólastjóri og heiðursborgari Sauðárkróks, afi Óskars Magnússonar, fyrrv. útgefanda Morgunblaðsins. Björg var dóttir Björns, dbrm. og ættföður Veðramótaættar Jónssonar, b. í Háagerði Jónssonar, á Finnastöðum Jónssonar, bróður Jónasar á Gili, föður Meingrundar Eyjólfs, langafa Jóns, föður Eyjólfs Konráðs, alþm. og ritstjóra Morgunblaðsins.


Sigurður kvæntist Ólöfu Pálsdóttur myndhöggvara og eignuðust þau tvö börn, Hildi Helgu, sagnfræðing og blaðamann, og Ólaf Pál bókmenntafræðing.

...
Meira
17.12.2015 - 21:38 | Hallgrímur Sveinsson

Upp með húmorinn í skammdeginu: - JOHANNES Á KIRK]UBÓLI

Mosdalur í Arnarfirði. Ljósm.: Mats Wibe Lund.
Mosdalur í Arnarfirði. Ljósm.: Mats Wibe Lund.

   Í þriðja hefti Vestfirskra sagna er sagt frá Jóhannesi Ólafssyni í Mosdal á yfir 40 síðum, en hann bar höfuð og herðar yfir alla galdramenn í Arnarfirði á 19. öld og þó víðar væri leitað. Hann notaði kunnáttu sína yfirleitt til að hjálpa fólki og hefur greinilega verið mikill húmoristi og skal nú nefna nokkur dæmi um það næstu daga hér á Þingeyrarvefnum.


 Kveðjur Jóhannesar.

...
Meira
17.12.2015 - 20:10 | Hallgrímur Sveinsson

Vestfirskur viljastyrkur, einbeitni og þrjóska!

Komið í mark í Western State, 100 mílna hlaupi í Kaliforníu.
Komið í mark í Western State, 100 mílna hlaupi í Kaliforníu.
Alveg eru þeir makalausir þessir blessuðu  Vestfirðingar. Sjáið til dæmis ofurhlauparann hann Gunnlaug Júlíusson frá Móbergi á Rauðasandi. 

Í bók sinni, Að sigra sjálfan sig (sem Vestfirska forlagið gaf út), segir hann frá því að hann hafi byrjað sinn hlaupaferil 42 ára gamall, vel yfir 90 kíló að þyngd, reykti eins og strompur og skvetti í sig brennivíni öðru hvoru.

Fyrir tilviljun byrjaði hann að æfa hlaup...
Meira
17.12.2015 - 15:07 | Vestfirska forlagið,bb.is

Hornstrandir og Jökulfrðir í öðru sæti á Ísafirði

Eymundsson á Ísafirði - áður Bókhlaðan
Eymundsson á Ísafirði - áður Bókhlaðan
« 1 af 3 »
Sogið eftir Yrsu Sigurðardóttir er söluhæsta bókin í yfirstandandi jólabókaflóði hjá Eymundsson á Ísafirði. Að sögn Steingríms Guðmundssonar verslunarstjóra eru vestfirsku bækurnar eðlilega vinsælar og nefnir fimmtu Hornstrandabók Vestfirska forlagsins og bók Jóns Páls Halldórssonar um bæi og ábúendur í Inndjúpinu. Þá er bókin Húsin í bænum eftir Ísfirðingana Sigurjón Sigurðsson og Sigurð Pétursson samanlagt söluhæsta bók síðustu tveggja ára. 

Topp sex hjá Eymundsson á Ísafirði er svohljóðandi:...
Meira
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir alþingismaður
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir alþingismaður
« 1 af 2 »
Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður benti á það í umræðum á Alþingi í fyrradag, að framkvæmdir við Dýrafjarðargöng eigi ekki að hefjast fyrr en á árinu 2017, samkvæmt áætlunum núverandi ríkisstjórnar. Hún minnti á að allar áætlanir um göngin lægju fyrir hjá Vegagerðinni og sömuleiðis öll leyfi fyrir framkvæmdinni. Því væri ekkert sem réttlætti það að bíða með útboð þeirra þar til í lok næsta árs. Ólína vitnaði sömuleiðis til þess að í óveðrinu fyrir viku hefði rafmagnslínan á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar skemmst og því hefði þurft að keyra varaafl með dísilrafstöðvum bæði á Þingeyri og við Ísafjarðardjúp. Í þessu ljósi hafa stjórnendur Landsnets bent á  að ef Dýrafjarðargöng væru komin, þá myndi raflína gegnum göngin þýða aukið raforkuöryggi á svæðinu....
Meira
14.12.2015 - 22:22 | Hallgrímur Sveinsson

Sjónvarpspistill: - Farið langt yfir strikið

Þórhallur Sigurðsson, Laddi og Hemmi Gunn. Sögumenn af dýrfirskum rótum.
Þórhallur Sigurðsson, Laddi og Hemmi Gunn. Sögumenn af dýrfirskum rótum.
Stórmerkilegt er að fylgjast með tilburðum Ríkissjónvarpsins til að hafa einhverja skemmtiþætti á dagskrá. Það er eins og það vanti allan húmor í þetta lið. Hraðfréttir til dæmis. Því miður. Hægt er að brosa lítillega að einstaka sketsum eins og þeir kalla það. En að hlægja hressilega eða reka upp rokur. Vonlaust. Yfirleitt vantar það sem kallast söguþráður. Engu er líkara en þáttahöfundar viti bara alls ekki hvað það orð merkir. Hvernig væri nú að læra af Spaugstofunni?...
Meira
14.12.2015 - 11:47 | Hallgrímur Sveinsson

Er þetta brúin yfir Kwai fljótið eða hvað?

Nýja brúin er traust og fallegt mannvirki. Ljósm H. S.
Nýja brúin er traust og fallegt mannvirki. Ljósm H. S.
« 1 af 2 »

Að sjálfsögðu ekki. Kunnugir sjá náttúrlega eins og skot að þetta er nýja brúin yfir Kirkjubólsána, milli Kikjubóls og Múla. Myndin var tekin í blíðunni í gær, 13. des. 2015 Eftir er að ganga frá ýmsu í kringum brúna og verður það væntanlega gert endanlega í vor.


    Þessi brú er talsvert styttri en Liljubrúin í Mosdal. En þetta eru heilmikil mannvirki miðað við það sem menn eiga að venjast á þessum slóðum. Talnaglöggir menn hafa varpað því fram að kostnaður Vegagerðarinnar við þessi mannvirki sé ekki undir 5o milljónum króna samtals. En það er ekki opinber tala og án ábyrgðar. 

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31