A A A
  • 1988 - Bjarney Málfríður Einarsdóttir
29.12.2015 - 19:50 | Hallgrímur Sveinsson

Brauðsúpa: - Uppskrift frá Leiðbeiningastöð heimilanna

Brauðsúpa er einn vinsælasti rétturinn hjá starfsfólki Landspítala og hefur verið svo um árabil. Myndin er af brauðsúpudiski þaðan. Ljósm. Heilsutorg.
Brauðsúpa er einn vinsælasti rétturinn hjá starfsfólki Landspítala og hefur verið svo um árabil. Myndin er af brauðsúpudiski þaðan. Ljósm. Heilsutorg.

Innihald



  • 200 g rúgbrauð og aðrir brauðafgangar

  • ca 1 l vatn (bæði til að legga í brauðið í bleyti í elda brauðið í)

  • 2 - 3 msk púðursykur

  • 2 msk rúsínur eða kúrennur

  • ½ sítróna, safi og þunnar sneiðar

  • 2-3 dl maltöl

  • 1 kanilstöng eða kanilduft á hnífsoddi

  • örl. salt 


Leiðbeiningar

...
Meira
Spekingar og búalið af báðum kynjum í sundlauginni á Þingeyri hjá henni Tobbu. Margir segja að það bjargi deginum að komast i sund og hefur margt vitlausara verið sagt. Myndina tók fyrir nokkrum árum Kristján Ottósson forseti frá Svalvogum.
Spekingar og búalið af báðum kynjum í sundlauginni á Þingeyri hjá henni Tobbu. Margir segja að það bjargi deginum að komast i sund og hefur margt vitlausara verið sagt. Myndina tók fyrir nokkrum árum Kristján Ottósson forseti frá Svalvogum.

Alls konar stórmál voru í umræðunni í sundlauginni á Þingeyri í morgun, 29. des. 2015 að vanda, þó spekingaliðið væri nú frekar fámennt. Það var sennilega af því að þeir í Ameríku spá vitlausu veðri upp á Ísland. Hvað um það, þá barst tal manna m. a. að mat. Þar á meðal var gamla brauðsúpan nefnd. Með rúsínum, þykk eða þunn. Rjómabland eða bara þeyttur rjómi. Og ein sítrónusneið á diskinn. Namm, namm! Sumir hafa bara ekki smakkað brauðsúpu í mörg ár.


   Það er ekkert með það, strákar. Nú heimtum við brauðsúpu þegar við komum heim í dag!. Það er að segja, við heimtum náttúrlega ekkert. En við getum til dæmis sagt þegar við komum inn úr dyrunum:


„Guðrún mín, eða Sigga mín. Vilt þú nú ekki elda fyrir mig brauðsúpu í dag eða á morgun?“

...
Meira
26.12.2015 - 18:30 |

Jólaball Höfrungs

Verður haldið í Félagsheimilinu sunnudaginn 27. desember kl. 16. Dansað í kringum jólatréð, sungið, heitt súkkulaði og með'í.

1500 kr. fullorðinn
800 kr. börn á grunnskkólaaldri
Frítt fyrir 5 ára og yngri.

Hlökkum til að sjá ykkur
Gleðileg jól
24.12.2015 - 10:41 | Vestfirska forlagið

Gleðileg jól

Jólasveinastund í Dýrfirðingareitnum í Heiðmörk.
Jólasveinastund í Dýrfirðingareitnum í Heiðmörk.
« 1 af 4 »
Óskum Dýrfirðingum heima og heiman sem og öllum vinum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.

Vestfirska forlagið að Brekku á Þingeyri....
Meira
23.12.2015 - 15:29 | Emil Ragnar Hjartarson,BIB

Þorláksmessa og sálmur

Emil Ragnar Hjartarson.
Emil Ragnar Hjartarson.
« 1 af 2 »
Þorláksmessa á dánardegi hins sæla Þoláks Þórhallssonar, biskups og sérstaks verndardýrlings Íslands síðan 1985 að boði páfa , Þorlákur þótti snemma efnilegur og var sagt um hann á unglingsaldri að hann væri "ungur að árum en gamall að ráðum"--hann var kraftaverkamaður í betra lagi og framdi mörg undur um ævina, blessaði fólk og fénað, útihús og híbýli manna, blessaði lögun landabruggarans svo rétt gerjaðist en ekki fúlnaði.
Hann blessar áreiðanlega skötuna óbeðinn svo hún kæsist vel en ekki úldni....
Meira
Kæru börn og auðvitað foreldrar.

Við bræðurnir ætlum að koma til Þingeyrar á fimmtudagsmorguninn, aðfangadag jóla og byrja að útdeila pökkum klukkan 11:00. Vegna þess að við þurfum að hitta mörg börn á fleiri stöðum, þá væri best ef þið væruð heima þegar við verðum á ferðinni.

Með kærum kveðjum
Bræðurnir

P.s. Ef þið sjáið köttinn vinsamlegast látið þá mömmu vita.
22.12.2015 - 20:22 | Hallgrímur Sveinsson

Hraðfréttir úr Vestfirsku Ölpunum

Á hæsta tindi Vestfjarða. Prestshjónin okkar fyrrverandi, séra Guðrún Edda Gunnarsdóttir  og próf. Einar Sigurbjörnsson, stödd á Kaldbak í Vestfirsku Ölpunum. Hann er eins og allir vita 998 metrar á hæð. Sé varðan talin með sem skátarnir hlóðu forðum, þá erum við að tala um slétta 1000 metra. Ljósm. Eggert Stefánsson, Mannlíf og saga 6. hefti 1999.
Á hæsta tindi Vestfjarða. Prestshjónin okkar fyrrverandi, séra Guðrún Edda Gunnarsdóttir og próf. Einar Sigurbjörnsson, stödd á Kaldbak í Vestfirsku Ölpunum. Hann er eins og allir vita 998 metrar á hæð. Sé varðan talin með sem skátarnir hlóðu forðum, þá erum við að tala um slétta 1000 metra. Ljósm. Eggert Stefánsson, Mannlíf og saga 6. hefti 1999.
Færð og veður

Nú standa bæði loft og sjór hér vestra. Rennifæri á Ísafjörð og bara nefndu það. Enda fóru spekingarnir í kaupstað í gær. Grímsheiði verður ekki mokuð fyrir jól. Flughálka undir snjónum þar, sem er ekki mikill.

 Vigdís Finnbogadóttir

Lesið verður um Vigdísi Finnbogadóttur, þá stórmerkilegu manneskju, í Sundlauginni hjá henni Tobbu í fyrramálið, Þorláksmessu. Komið verður m. a. inn á vanmetakenndina sem hún kannaðist við og ákvörðunina sem hún tók á Hrafnseyri 3. ágúst 1980.

 Smáfuglarnir

Hvar eru smáfuglarnir? Þeir hafa varla sést í allt haust. Sumir segja að þeir séu upp á fjöllum. Hvað heldur þú lesandi góður?

 Peningarnir

Landsbankinn var opinn á Þingeyri í dag, þriðjudag, milli 13 og 14. Þá gátu menn komið og lagt inn eða tekið út allt eftir atvikum.
...
Meira
21.12.2015 - 06:57 | Vestfirska forlagið

Bækur Vestfirska forlagsins árið 2015

« 1 af 2 »
Hornstrandir og Jökulfirðir – 5. bók
Vestfirðingar í dagsins önn
Á hjara veraldar
Hjólabókin – Árnessýsla
Hornstrandir og Jökulfirðir – 4. bók

Fást í bókaverslunum um land allt
Verð 2.800 kr. - stk....
Meira
Eldri færslur
« Mars »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31