A A A
  • 1937 - Bergur Torfason
  • 1980 - Björnfríður Ólafía Magnúsdóttir
  • 1997 - Álfsól Lind Benjamínsdóttir
  • 2007 - Gunnar Egill Gunnarsson
25.01.2016 - 17:08 | Vestfirska forlagið

Vegna fjölda áskorana!

Eins og lesendur Þingeyrarvefsins hafa orðið varir við, hafa greinaskrif af okkar hálfu og annað þeim tengt legið niðri um nokkurt skeið. Eru þeir nokkuð margir sem hafa saknað þeirrar umfjöllunar sem þar hefur verið á dagskrá.
Vegna fjölda áskorana hefur Vestfirska forlagið og bakhjarlar ákveðið að hefja leikinn aftur. Mega menn búast við að það lifni yfir eitthvað yfir þessum ómissandi vef á næstunni. Það er bara ekki hægt að hafa þetta svona gaddfreðið!



Með bestu kveðjum.


Hallgrímur Sveinsson


Björn Ingi Bjarnason

...
Meira
13.01.2016 - 15:37 | Höfrungur

Kardemommubærinn á Þingeyri

Kæru vinir, gleðilegt frábært ár. Leikdeild Höfrungs er í stuði einsog ávallt og nú erum við að leggja í nýtt leikævintýri. Við ætlum nefnilega að setja upp eitt vinsælasta leikrit á Íslandi fyrr og síðar. Nefnilega Kardeommubæinn. Æfingar hefjast 6. febrúar og frumsýnt verður laugardaginn 19. mars.


Kynningarfundur fyrir uppfærsluna á Kardemommubænum verður haldin í Stefánsbúð laugardaginn 16. janúar kl.13.30. Allir velkomnir, hvort sem þú vilt leika, smíða, sminka, gera búninga eða  bara forvitnast um verkefnið.


Velkomin í Kardemommubæ í Stefánsbúð laugardaginn 16. janúar kl.13.30.


Leikdeild Höfrungs Þingeyri

Þingeyrarflugvöllur.
Þingeyrarflugvöllur.
« 1 af 2 »
Ísafjarðarflugvöllur er hættulegasti flugvöllur í heimi. Þingeyrarflugvöllur í Dýrafirði er aftur á móti nýbyggður. Flottasti flugvöllur á Vestfjörðum. Þó víðar væri leitað. Enda segja sumir að hann sé varavöllur fyrir Ísafjörð. Hreint aðflug. Samt lítið sem ekkert notaður vegna viðhaldsleysis. Líkt og Róbert á Siglufirði segir um þeirra völl. 
Skýrt merki um hnignandi byggð á vonarvöl, þar sem íbúarnir hafa veitt fisk, unnið í fiski , borðað fisk og talað um fisk frá upphafi byggðar í landinu....
Meira
01.01.2016 - 20:39 | Morgunblaðið,BIB

Karlakór Reykjavíkur fagnar 90 ára afmæli

Karlakór Reykjavíkur.
Karlakór Reykjavíkur.
« 1 af 5 »
90 ár verða liðin frá stofnun Karlakórs Reykjavíkur á sunnudaginn, 3. janúar 2015, og mun kórinn minnast tímamótanna með ýmsum hætti á árinu. 
Á afmælisdaginn syngur hann ásamt Kór eldri félaga Karlakórs Reykjavíkur við hátíðarmessu í Háteigskirkju sem verður útvarpað á Rás 1. 
Síðar sama dag verður stutt athöfn í Fossvogskirkjugarði þar sem kórmenn, bæði eldri og yngri, og makar þeirra minnast stofnanda kórsins, Sigurðar Þórðarsonar tónskálds frá Gerðhömrum í Dýrafirði, við leiði hans og Áslaugar Sveinsdóttur frá Hvilft í Önundarfirði, eiginkonu hans. Lagður verður blómsveigur á leiðið og einkennislag kórsins, „Ísland, Ísland, eg vil syngja“, flutt en það lag samdi Sigurður við ljóð Huldu. Að því loknu syngur kórinn „Lofsöng“ Sveinbjörns Sveinbjörnssonar og Matthíasar Jochumssonar....
Meira
01.01.2016 - 06:57 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Gleðilegt nýtt ár

Hér eru nokkrir Vestfirðingar úr áhöfn Vestfirska forlagsins á Bókamessu í Ráðhúsi Reykjavíkur í nóvember 2012. Ljósm.: BIB
Hér eru nokkrir Vestfirðingar úr áhöfn Vestfirska forlagsins á Bókamessu í Ráðhúsi Reykjavíkur í nóvember 2012. Ljósm.: BIB
Vestfirska forlagið óskar Dýrfirðingum heima og heiman sem og öllum vinum og velunnurum farsældar á nýja árinu með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem liðið er.
Á árinu 2015 komu út 5 bækur hjá Vestfirska forlaginu. Þökkum öllum í þeim stóra hópi fólks sem skipa metnaðarfulla áhöfn forlagsins og öllum hinum fjölmörgu sem komu að mannlífs- og menningarlegri starfseminni forlagsins með einum eða öðrum hætti á árinu 2015 sem og fyrri árum....
Meira
31.12.2015 - 06:54 | Björn Ingi Bjarnason

„Allrahanda menning“ veitir 10 milljónir í menningarstyrk

Í stjórn „Allrahanda menningarsjóðsins „ eru:   F.v.: Björn Ingi Bjarnason, Guðmundur Sigurðsson, Reynir Traustason, Sigurdór Sigurðsson og Þórir Garðarsson.
Í stjórn „Allrahanda menningarsjóðsins „ eru: F.v.: Björn Ingi Bjarnason, Guðmundur Sigurðsson, Reynir Traustason, Sigurdór Sigurðsson og Þórir Garðarsson.
« 1 af 2 »

Í fyrradag, þriðjudaginn 29. desember 2015, kom stjórn sjóðsins „Allrahanda menning“ saman í Múlakaffi í Reykjavík til úthlutunar menningarstyrkja á árunum 2016 – 2020.


 Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi fékk 10 milljónir til mannlífs- og menningarstarfs. Er þetta framhald á stuðningi sjóðsins við Hrútavinafélagið á árunum 2010 – 2015 sem var þá 5 milljónir. 


 Hrútavinafélagið Örvar er; félags-, mannlífs- og menningarlegt samafl brottfluttra Vestfirðinga og heimamanna á Suðurlandi og hefur hin gjörva hönd félagsins komið víða að málum mannlífinu til heilla.

...
Meira
31.12.2015 - 06:46 | BIB,Hallgrímur Sveinsson

Fréttaannáll 2015 - 25. 02. 2015 - Hrós vikunnar.

F.v.: Jóvina Sveinbjörnsdóttir og Ósk Laufdal. Ljósm.: Áslaug Helgudóttir.
F.v.: Jóvina Sveinbjörnsdóttir og Ósk Laufdal. Ljósm.: Áslaug Helgudóttir.
« 1 af 2 »
Hrós vikunnar fær Jóvina Sveinbjörnsdóttir og starfsfólk hennar í Veitingaskála Hamonu og N-1 á Þingeyri. 
Það er ótrúlegt vöruval hjá henni Diddu í sjoppunni. Þar fæst eiginlega allt sem telja má til daglegs brúks. Og þjónustulund starfsfólksins er í mjög góðu lagi. 
Spyrja má: Hvernig væri þetta hjá okkur ef við hefðum ekki sjoppuna?...
Meira
29.12.2015 - 20:07 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Fréttaspegill 2015

Dýrafjörður.
Dýrafjörður.

Það sem af er árs 2015 hafa komið alls 808 fréttagreinar á Þingeyrarvefnum, fyrir utan allar greinarnar.


Það er Vestfirska forlagið sem hefur haft umsjón með Þingeyrarvefnum árið 2015 og er árið hið lang umfangsmesta frá upphafi.


Bráðlega lítum við aðeins í spegilinn og skoðum hvað helst var í fréttum.


 Á árinu 2015 voru fréttirnar eftir mánuðum eins og hér segir:

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31