19.12.2015 - 08:07 | Hallgrímur Sveinsson
Upp með húmorinn í skammdeginu: - Kveðja til allra vætta í beitilandinu
Guðbjörg Bjarnadóttir, sem ólst upp í Lokinhömrum hjá Gísla Steinhólm og Ingibjörgu Brynjólfsdóttur, sagði frá því á efri árum sínum, að hún hefði oft á uppvaxtarárum sínum rekið búsmala í haga á Lokinhömrum, bæði kvölds og morgna, og hefði sér þá verið sagt að skila kveðju til allra vætta í beitilandinu frá Jóhannesi á Kirkjubóli, með þeim skilaboðum til þeirra frá honum, að láta allar skepnurnar í friði, og hefði hún gert þetta í hvert sinn, sem hún rak féð í hagann.