A A A
  • 1956 - Sigurður Pétur Jónsson
  • 1962 - Sighvatur Jón Þórarinsson
10.03.2016 - 20:04 | Blaðið - Vestfirðir,Sögulegur fróðleikur,Vestfirska forlagið

Ársrit Sögufélags Ísfirðinga 2014 - 2015

Ársrit Sögufélags Ísfirðinga 2014 - 2015
Ársrit Sögufélags Ísfirðinga 2014 - 2015

Ársrit Sögufélags Ísfirðinga fyrir 54. og 55. árganga er nýlega komið út. Ritstjórar eru Jón Þ. Þór og Veturliði Óskarsson. Ritið er 224 blaðsíður að stærð með margvíslegu efni. Vegna skorts á efni var ákveðið að ritið fyrir 2014 yrði sameinað næsta ári 2015.


Í aðfararorðum ritsins segja ritstjórarnir að héraðssögurit á borð við Ársritið eigi í vök að verjast. Föstum áskrifendum þyrfti að fjölga og það myndi auðvelda útgáfu ritsins ef framboð á efni til birtingar yrði meira. Hefur verið afráðið að útvíkka ritið lítið eitt og birta auk hefðbundins vestfirsks efnis greinar sem ekki snerta vestfirska sögu nema óbeint.


Í ritinu eru meðal efnis tvær greinar sem snerta pólitísk átök á fjórða áratug síðustu aldar og tvær styttri sem fjalla um baráttukonur á fyrstu áratugum sömu aldar.

...
Meira
10.03.2016 - 15:32 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Saga dagsins: - Framför

Elís Kjaran Friðfinnsson.
Elís Kjaran Friðfinnsson.
« 1 af 2 »

Ég var að koma ofan af pósthúsi og var með bókapakka undir hendinni. Fyrir framan Gamla salthús mætti ég Þórarni bónda á Höfða. Við heilsuðumst kumpánlega og lét ég þess getið, hvaðan ég var að koma.


        Eitthvað hefurðu nú þurft að ná í, sagði Þórarinn bóndi.

        Það eru nú bara nokkrar bækur, svaraði ég.

        Bækur? Hvað gerir þú við bækur?

        Ég hef nú stundum gaman af að líta í bók þegar lítið er að gera, ansaði ég.

        Þá sagði Þórarinn:

        Það kalla ég framför.

(Sögn Elísar Kjaran)
...
Meira
Sér til Hrafnseyrarheiðar af Brekkudal 9. marz 2016. Það er Hreinn Þórðarson, bóndi og hreppstjóri á Auðkúlu, sem er í forgrunni.
Sér til Hrafnseyrarheiðar af Brekkudal 9. marz 2016. Það er Hreinn Þórðarson, bóndi og hreppstjóri á Auðkúlu, sem er í forgrunni.
« 1 af 3 »

Í gærmorgun brá Gunnar Gísli Sigurðsson undir sig betri fætinum, hoppaði upp í Payloader sinn og blés snjó af veginum fram í beygjur á Brekkudal. Það var auðvitað Vegagerðin sem gaf honum grænt ljós á þetta. Er gott til þess að vita, því það lifnar yfir öllum sem hér ganga um grund, þegar slíkt á sér stað.


   Ekki verður sagt að mikill snjór sé á sjálfum veginum þangað uppeftir. En í giljum og lautum er töluverður snjór. Sé litið til Hrafnseyrarheiðar má eiginlega segja það sama. Að vísu leyna snjóalög á veginum á þessu svæði oft á sér.

...
Meira
10.03.2016 - 07:34 | Vestfirska forlagið,Dagskráin - Fréttablað á Suðurlandi

Kaplaskjól og klakaklárar

Sigurður Sigurðarson, fyrrverandi dýralæknir.
Sigurður Sigurðarson, fyrrverandi dýralæknir.

Sigurður Sigurðarson, fyrrverandi dýralæknir, skrifar hér grein um vanhirtan útigangsfénað í Árborg. 

Greinin er svohljóðandi:


Hristið af ykkur slyðruorðið útigangshesta-eigendur í Árborg og þið aðrir sem eigið vanhirtan útigangsfénað um allt land.


Umhleypingasamur Þorri er liðinn, snjóasamur með frostaköflum og hrakviðrum. Góa hefur verið lítið betri. Ég á heima á Selfossi og þekki best nú um stundir til næsta nágrennis míns og fjalla um það hér í fyrstu. Ég hef fylgst með svæðinu árum saman og sé litlar úrbætur því miður.

...
Meira
09.03.2016 - 06:41 | Vestfirska forlagið,bb.is

Amma besta mynd Örvarpsins

Úr myndinni. F.v.: Eyþór Jóvinsson, Ágústa Guðmundsdóttir og Steinunn Jónsdóttir.
Úr myndinni. F.v.: Eyþór Jóvinsson, Ágústa Guðmundsdóttir og Steinunn Jónsdóttir.
« 1 af 2 »
Amma, eftir Flateyringinn (og Dýrfirðinginn) Eyþór Jóvinsson, hlaut um helgina Örvarpann, fyrstu verðlaun á örmyndahátíð RÚV. Fjórtán myndir voru valdar af Dögg Mósesdóttur og Sindra Bergmann til sýningar á uppskeruhátíð Örvarpsins sem haldin var í Bíó Paradís á laugardag. Örvarpið er vettvangur fyrir upprennandi, skapandi og framsækið fólk í kvikmyndalist, þar sem þátttakendur eru hvattir til að gera tilraunir með örmyndaformið. Sérstök valnefnd valdi vikulega eitt verk til sýningar á vefsvæði Örvarpsins fram eftir hausti. 

Eyþór segir verðlaunin mikla viðurkenningu fyrir sig, óvænta og ánægjulega, þar sem í Örvarpið bárust um 200 myndir að þessu sinni....
Meira
08.03.2016 - 19:58 | Hallgrímur Sveinsson

Þrjár lágu hjá þeim Miðbæjarfeðgum

Þeir feðgar, Kristján og Hákon,segja að bæði dýrin hafi verið vel haldin. Sama mátti segja um Sveinseyrartófuna. Dýrafjörður fagur í baksýn. Ljósm.: H. S.
Þeir feðgar, Kristján og Hákon,segja að bæði dýrin hafi verið vel haldin. Sama mátti segja um Sveinseyrartófuna. Dýrafjörður fagur í baksýn. Ljósm.: H. S.
Í gær og fyrradag náðu þeir Miðbæjarfeðgar, Guðberg Kristjan Gunnarsson og Hákon Kristjánsson, þremur hlaupatófum. Eitt dýrið var í svokölluðum Sneiðingum, annað út við harðfiskhjalla og það þriðja út á Sveinseyri. Myndin sýnir þá með tvær af tófunum. Hvorutveggja steggir. Sá hvíti er með dulinn erfðavísi fyrir svörtu, eins og sérfræðingarnir segja. Sá mórauði er í hvítum sokkum eins og kemur fyrir hjá sauðkindinni. Sjaldgæft litarafbrigði hjá melrökkum segir Kristján. Bæði dýrin voru vel haldin, sá mórauði mun eldri. Þeir feðgar hafa nú náð sex tófum frá því síðast var talið, sem mun hafa verið í kringum áramótin.
   Það vita allir  að tófan á sinn þegnrétt á landi hér. Hún kom hingað löngu á undan mannskepnunni....
Meira
08.03.2016 - 19:48 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Kristinn J. Albertsson - Fæddur 23. janúar 1948 - Dáinn 1. mars 2016 - Minning

Kristinn J. Albertsson.
Kristinn J. Albertsson.
Kristinn J. Albertsson jarðfræðingur fæddist á Barónsstíg í Reykjavík 23. janúar 1948. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 1. mars 2016.

Foreldrar hans eru Albert J. Kristinsson rafvirkjameistari úr Hafnarfirði, f. 4. júní 1926, d. 28. febrúar 2015, og Elsa Kristinsdóttir frá Haukadal í Dýrafirði, f. 23. júní 1927.


Bræður Kristins eru Magnús Páll læknir, f. 3. maí 1953, kvæntur Höllu Björgu Baldursdóttur tölvunarfræðingi, og Sverrir Mar framkvæmdastjóri, f. 23. janúar 1958, kvæntur Grétu Garðarsdóttur hjúkrunarfræðingi.


Kristinn kvæntist 6. september 1974 Sigríði Ágústsdóttur leirlistarmanni og leiðsögumanni, f. 7. febrúar 1949.

...
Meira
08.03.2016 - 12:52 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Þrifnaðarbændur

Síðast bóndinn í Hrauni, Guðmundur Sören Magnússon, lokar Hraunskirkju. Hún hefur nú verið endurbyggð sem kunnugt er. Ljósm.; H. S.
Síðast bóndinn í Hrauni, Guðmundur Sören Magnússon, lokar Hraunskirkju. Hún hefur nú verið endurbyggð sem kunnugt er. Ljósm.; H. S.

Þeir Kristján Jakobsson, bóndi í Höfn og Þórarinn Vagnsson, bóndi í Hrauni (Húsi), voru einstaklega mikil snyrtimenni í kringum alla skepnuhirðingu. Til dæmis um það er, að þegar þeir leystu hey í hlöðu, þá var heystálið svo beint og fallegt hjá þeim, að það hefði mátt leggja á það réttskeið. Allir heystabbar hornréttir og aldrei sást heystrá eða slæður á gólfinu í hlöðunum né annarsstaðar hjá þeim. Allt sópað í hólf og gólf.


     Það var siðvenja hjá þeim og yfirleitt á öllum bæjum í Keldudal og þar í kring, að vigta hverja einustu tuggu í kýrnar og féð og allt vigtað á reislur. Reislurnar voru orðnar gamlar og slitnar. Það var auðséð á þeim, en hversu lengi þessi siður hefur viðgengist skal ég ekki segja um.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31