Ársrit Sögufélags Ísfirðinga 2014 - 2015
Ársrit Sögufélags Ísfirðinga fyrir 54. og 55. árganga er nýlega komið út. Ritstjórar eru Jón Þ. Þór og Veturliði Óskarsson. Ritið er 224 blaðsíður að stærð með margvíslegu efni. Vegna skorts á efni var ákveðið að ritið fyrir 2014 yrði sameinað næsta ári 2015.
Í aðfararorðum ritsins segja ritstjórarnir að héraðssögurit á borð við Ársritið eigi í vök að verjast. Föstum áskrifendum þyrfti að fjölga og það myndi auðvelda útgáfu ritsins ef framboð á efni til birtingar yrði meira. Hefur verið afráðið að útvíkka ritið lítið eitt og birta auk hefðbundins vestfirsks efnis greinar sem ekki snerta vestfirska sögu nema óbeint.
Í ritinu eru meðal efnis tvær greinar sem snerta pólitísk átök á fjórða áratug síðustu aldar og tvær styttri sem fjalla um baráttukonur á fyrstu áratugum sömu aldar.
...Meira