A A A
  • 1956 - Sigurður Pétur Jónsson
  • 1962 - Sighvatur Jón Þórarinsson
01.03.2016 - 20:15 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Hrós dagsins

Við danska peningaskápinn góða hans Nathanaels sem nú er staðsettur í húsi Landsbankans á Þingeyri. Áður í eigu sparisjóðsins. Sjá frásögnina hér að neðan. Gaman er til þess að vita þegar menn tengja saman gamla og nýja tímann á þennan hátt. Til vinstri er hún Sóley gjaldkeri og til hægri Steinn Ingi aðstoðarbankastjóri á Ísafirði. Ljósm. H. S.
Við danska peningaskápinn góða hans Nathanaels sem nú er staðsettur í húsi Landsbankans á Þingeyri. Áður í eigu sparisjóðsins. Sjá frásögnina hér að neðan. Gaman er til þess að vita þegar menn tengja saman gamla og nýja tímann á þennan hátt. Til vinstri er hún Sóley gjaldkeri og til hægri Steinn Ingi aðstoðarbankastjóri á Ísafirði. Ljósm. H. S.

Alþjóðlegi hrósdagurinn er í dag, 1. mars. 
Á vefsíðu alþjóðlega hrósdagsins segir að aðstandendur hans vilji að hann verði „jákvæðasti dagur heimsins.“ Deginum tengjast engin markaðsöfl – hrós kostar ekki neitt. „Allir geta verið með. Höfðað er til einnar af grunnþörfum mannsins, eðlisþarfar fyrir viðurkenningu.“ Svo segir á bb.is í dag.


   Starfsfólk Landsbankans undanfarnar vikur í útibúinu á Þingeyri sem var, fær hrós dagsins hjá okkur. „Fjármagnseigendur“ í Dýrafirði eru eins og útspýtt hundsskinn að komast í afgreiðsu bankans á Þingeyri eina klukkustund í viku. Þar er oft þröng á þingi. Menn þurfa að leggja inn, taka út, borga reikninga, senda peninga út úr landinu og allskonar. Starfsfólkið er með afbrigðum lipurt og með góða þjónustulund. Það er ekki þeim að kenna að stundum verða menn að gjöra svo vel og bíða í hálftíma, þrjú korter. Þar er við aðra að eiga sem vita hvað er þjóðhagslega hagkvæmt og hvar á að spara.  

...
Meira
01.03.2016 - 20:05 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

„Et stykke kasseapparat“

Steinn Ingi Kjartansson, aðstoðarbankastjóri á Ísafirði, við peningaskápinn góða í Landsbankanum á Þingeyri. Ljósm. H. S.
Steinn Ingi Kjartansson, aðstoðarbankastjóri á Ísafirði, við peningaskápinn góða í Landsbankanum á Þingeyri. Ljósm. H. S.
Árið 1997  áttum við viðtal í Mannlífi og sögu, 3. hefti, við Böðvar Guðmundsson, fyrrum verslunarstjóra hjá Verslunarfélagi Dýrafjarðar. Þá var hann búsettur í Hafnarfirði og skip hans komið í naust. Böðvar var hafsjór af skemmtilegum fróðleik frá Þingeyrarárunum og ekki vantaði húmorinn. Hér verður gripið ofan í viðtalið þar sem tal okkar berst að peningaskáp sem var fjárhirsla Dýrfirðinga um árabil. 

„Hvað fórstu svo að vinna eftir að skólagöngu lauk, Böðvar?“


„Þá fór ég til Nathanaels kaupmanns og vann hjá honum í versluninni Öldu í 11 ár.“


„Nathanael Mósesson er merkur maður í sögu Þingeyrar. Hvernig var að vinna hjá honum?“

...
Meira
01.03.2016 - 06:53 | Stjórnarráðið,Vestfirska forlagið

Sögulegur samningur um eflingu söguferðaþjónustu

Ragnheiður Elín Árnadóttir og Rögnvaldur Guðmundsson takast í hendur.
Ragnheiður Elín Árnadóttir og Rögnvaldur Guðmundsson takast í hendur.

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Rögnvaldur Guðmundsson formaður Samtaka um söguferðaþjónustu (SSF) skrifuðu þann 25. febrúar 2016 undir saming um eflingu söguferðaþjónustu á Íslandi. Markmið samningsins er að vinna að frekari uppbyggingu og þróun söguferðaþjónustu um land allt þar sem leitast verður við að auka upplifun ferðamanna og afþreyingu sem byggir á menningararfi.  


Áhersla er lögð á að byggja upp ferðaþjónustu sem lýtur að miðlun menningararfs og kynningu á sögu þjóðarinnar. Kannanir sýna að áhugi ferðamanna beinist í auknum mæli að þessum þætti sem getur orðið mikilvægur liður í aukinni dreifingu ferðamanna um landið að vetri jafnt sem sumri.


Í samningnum segir m.a. að á árinu 2016 muni Samtök um söguferðaþjónustu leggja áherslu á eftirfarandi verkefni sem m.a. teljast til forgangsmála í verkefnaáætlun Vegvísis í ferðaþjónustu:

...
Meira
29.02.2016 - 20:28 | Vestfirska forlagið,Háskóli Íslands

Doktorsvörn í byggingarverkfræði - Sólveig Þorvaldsdóttir

Dýrfirðingurinn Sólveig Þorvaldsdóttir.
Dýrfirðingurinn Sólveig Þorvaldsdóttir.

Föstudaginn 26. febrúar 2016 varði Sólveig Þorvaldsdóttir doktorsritgerð sína í byggingarverkfræði við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands. Sólveig á rætur að Alviðru í Dýrafirði.


Ritgerðin ber heitið: Framlag að fræðilegum grunni stjórnunarkerfa sem fást við náttúruhamfarir í byggð: Kvik-kerfis nálgun (Towards a Theoretical Foundation for Disaster-Related Management Systems: A System Dynamics Approach).

...
Meira
28.02.2016 - 12:11 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Alveg gomma af nýjum fréttum úr Dýrafirði

Hemmi Gunn við fræðistörf hjá Vestfirska forlaginu. Ljósm. H. S.
Hemmi Gunn við fræðistörf hjá Vestfirska forlaginu. Ljósm. H. S.

  1. Flensan hefur verið að stinga sér niður hér hjá ungum sem öldnum. Þá er bara ekkert að gera annað en fara eftir læknisdómum alþýðunnar og margra lækna: Taka það rólega og fara vel með sig!

  2. Stjáni í Miðbæ fór á Ísafjörð í vikunni. Hann fór í Bónus. Eða það höldum við. Svo keypti hann brauð fyrir blessaðar kindurnar sínar hjá henni Rut.

  3. Það er mikið um að vera í föndrinu í kjallaranum á Hótel Tjörn. Það er tvisvar í viku. Undir stjórn þeirra frúnna Ástu í Hólum og Möttu hans Hafsteins. Skipt í þrjár deildir: Bókband, spil og prjón. Kaffið og meðlætið er alveg svakalega gott hjá þeim. Svo borgar maður 400 kall í krúsina. Glæsilegt eins og þær segja!

  4. Úr blokkinni er það helst að frétta, að Mangi Sig. mokaði altanið hjá sér í fyrradag. Það er ekki nóg að moka bara af götum og gangstéttum og stundum af sveitatroðningum! En það gerir Mangi með miklum sóma fyrir blessað fólkið og bílana þess. Bergur á Felli og Sigþór úr Fellasókn eru löngu búnir að moka svalirnar hjá sér.

...
Meira
28.02.2016 - 10:38 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Undir dýrfirskum himni

Dýrafjörður. Ljósm.: H.S.
Dýrafjörður. Ljósm.: H.S.
Svona leit nú himinninn yfir Dýrafirði út seinni partinn í gær, laugard. 26. febrúar 2016. 
Þetta er stórkostlegt sjónarspil náttúrunnar. Grunur okkar er sá að þarna hafi einhverjar vélar, sem mannshöndin hefur fundið upp, lagt hönd á plóg með náttúruöflunum....
Meira
27.02.2016 - 20:25 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Gamla myndin: - Knútur Bjarnason staddur við Svalvogahamar

Knútur Bjarnason staddur við Svalvogahamar. Ljósm.: H.S.
Knútur Bjarnason staddur við Svalvogahamar. Ljósm.: H.S.
Knútur Bjarnason, bóndi á Kirkjubóli, staddur við Svalvogahamar í Svalvogum í Dýrafirði. Knútur var einn af þeim mönnum sem var sálarbætandi að hitta og tala við.  Hann setti sinn glaðlega og fasta svip á menningarheimilið á Kirkjubóli. Hann var félagslyndur maður, glaður og reifur, fylgdist gjörla með náunganum og kunni vel að segja frá. Húmor og léttleiki einkenndu hann alla tíð. Og ekki hentaði það honum að tala öðruvísi en vel um náungann og er slíkt hygginna manna háttur....
Meira
26.02.2016 - 12:38 | Hallgrímur Sveinsson

Mikil aðsókn í sundlaugina á Þingeyri í morgun

Þátttakendur á sundnámskeiði á Mýrum í Mýrahreppi. Mynd úr fórum Kristínar Kristjánsdóttur. Sjá Mannlíf og sögu 5. hefti.
Þátttakendur á sundnámskeiði á Mýrum í Mýrahreppi. Mynd úr fórum Kristínar Kristjánsdóttur. Sjá Mannlíf og sögu 5. hefti.
« 1 af 2 »

Það var feikna aðsókn í sundlaugina hjá henni Tobbu í morgun, föstudaginn 26. febrúar 2016. Milli 20 og 30 manns mættu í morgunsundið. Og allir með bros á vör. Umræðuefni hjá spekingunum var af margs konar toga að vanda. Til dæmis mottó dagsins: Arður á arð ofanOg kennitöluflakkið. Menn lýsa sig gjaldþrota að morgni og eru svo komnir með nýja kennitölu að kveldi. Eins og að drekka vatn! Þetta er náttúrlega stórkostlegt. Spurning hvort stelpan samþykkir breytingar á þessari vitleysu eins og Kalli og margir fleiri vilja.


   Það þarf ekkert að kenna Íslendingum í sambandi við sund og þvott í sturtunni. En nú er komið upp úr kafinu að við þurfum að kenna útlendu ferðamönnunum að þvo sér áður en þeir ganga til laugar. 
Merkilegt.  

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31