A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
09.03.2016 - 06:41 | Vestfirska forlagið,bb.is

Amma besta mynd Örvarpsins

Úr myndinni. F.v.: Eyþór Jóvinsson, Ágústa Guðmundsdóttir og Steinunn Jónsdóttir.
Úr myndinni. F.v.: Eyþór Jóvinsson, Ágústa Guðmundsdóttir og Steinunn Jónsdóttir.
« 1 af 2 »
Amma, eftir Flateyringinn (og Dýrfirðinginn) Eyþór Jóvinsson, hlaut um helgina Örvarpann, fyrstu verðlaun á örmyndahátíð RÚV. Fjórtán myndir voru valdar af Dögg Mósesdóttur og Sindra Bergmann til sýningar á uppskeruhátíð Örvarpsins sem haldin var í Bíó Paradís á laugardag. Örvarpið er vettvangur fyrir upprennandi, skapandi og framsækið fólk í kvikmyndalist, þar sem þátttakendur eru hvattir til að gera tilraunir með örmyndaformið. Sérstök valnefnd valdi vikulega eitt verk til sýningar á vefsvæði Örvarpsins fram eftir hausti. 

Eyþór segir verðlaunin mikla viðurkenningu fyrir sig, óvænta og ánægjulega, þar sem í Örvarpið bárust um 200 myndir að þessu sinni. „Allar viðurkenningar og verðlaun á kvikmyndahátíðum hjálpa til við það að fara af stað í ný verkefni og fjármagna þau, sem er nú oftast helsti hausverkurinn. Maður þarf að sýna sig og sanna með því að gera stuttmyndir svo að aðrir treysti manni fyrir stærri verkefnum.“ 

Þetta eru þriðju verðlaunin sem myndin Amma fær. Í myndinni eru sýnd sérstæð og fábrotin jól þriggja ættliða á Flateyri og í forgrunni er amma Eyþórs, Steinunn Jónsdóttir og einnig eru í henni móðir hans Ágústa Guðmundsdóttir, ásamt Eyþóri sjálfum. Amman, Steinunn Jónsdóttir, er tengdadóttir Dýrafjarðar því maður hannar var Guðmundur Jónsson frá Gemlufalli í Dýrafirði. Þau eru bæði látin.

Eyþór er hvergi nærri af baki dottinn við kvikmyndagerðina og er hann í næstu viku að fara í tökur á stuttmynd á Hvilft í Önundarfirði. Segir hann verkefnið ansi metnaðarfullt, sem hann ræðst í ásamt Magnúsi Ingvari Bjarnasyni. „Þetta verður hressandi vestfirsk hrollvekja eins og þær gerast bestar.“ Í aðalhlutverkum verða Víkingur Kristjánsson, Ársæll Níelsson og Guðrún Bjarnadóttir. 
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31