A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
08.03.2016 - 12:52 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Þrifnaðarbændur

Síðast bóndinn í Hrauni, Guðmundur Sören Magnússon, lokar Hraunskirkju. Hún hefur nú verið endurbyggð sem kunnugt er. Ljósm.; H. S.
Síðast bóndinn í Hrauni, Guðmundur Sören Magnússon, lokar Hraunskirkju. Hún hefur nú verið endurbyggð sem kunnugt er. Ljósm.; H. S.

Þeir Kristján Jakobsson, bóndi í Höfn og Þórarinn Vagnsson, bóndi í Hrauni (Húsi), voru einstaklega mikil snyrtimenni í kringum alla skepnuhirðingu. Til dæmis um það er, að þegar þeir leystu hey í hlöðu, þá var heystálið svo beint og fallegt hjá þeim, að það hefði mátt leggja á það réttskeið. Allir heystabbar hornréttir og aldrei sást heystrá eða slæður á gólfinu í hlöðunum né annarsstaðar hjá þeim. Allt sópað í hólf og gólf.

     Það var siðvenja hjá þeim og yfirleitt á öllum bæjum í Keldudal og þar í kring, að vigta hverja einustu tuggu í kýrnar og féð og allt vigtað á reislur. Reislurnar voru orðnar gamlar og slitnar. Það var auðséð á þeim, en hversu lengi þessi siður hefur viðgengist skal ég ekki segja um.

      

           (Úr viðtali við Guðmund Sören Magnússon, Mannlíf og saga, 7. hefti)

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31