A A A
  • 1956 - Sigurður Pétur Jónsson
  • 1962 - Sighvatur Jón Þórarinsson
05.03.2016 - 21:05 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Saga dagsins: - Stjórafærið

Kútter Sigurfari í Byggðasafninu í Görðum á Akranesi.
Kútter Sigurfari í Byggðasafninu í Görðum á Akranesi.

Jón Pálsson var fósturfaðir Kristjáns Jakobssonar bónda í Höfn, sem sagt var frá hér um daginn á Þingeyrarvefnum. Jón  var eins og fleiri á þeim árum, mikið til sjós. Þeir voru eitt sinn á skútu austur í Húnabugt, lágu þar við stjóra. Svo fóru þeir að draga upp stjórann. Þá var Jón Pálsson sendur niður í lest og honum sagt að hann eigi að hringa niður stjórafærið, eftir því sem hinir draga. Jú, jú. Karlinn tekur það að sér, en kallar upp til þeirra:


     "Hvernig á ég að hringa niður færið?"


     "Nú, auðvitað með sól", segja þeir sem uppi voru.


     Þá segir Jón Pálsson:


     "Hvurnig í andskotanum á ég að vita hvernig sólin gengur hér niðri í lest og austur í Bugt?".  

...
Meira
05.03.2016 - 06:58 | bb.is,Vestfirska forlagið

Óskar eftir svörum um framtíð Þingeyrarflugvallar

Þingeyrarflugvöllur. Mynd: Mats Wibe Lund.
Þingeyrarflugvöllur. Mynd: Mats Wibe Lund.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur beint fyrirspurn til Ólafar Nordal innanríkisráðherra um Þingeyrarflugvöll. Fyrirspurnin er í fimm liðum og spyr Lilja Rafney hvort að Þingeyrarflugvöllur hafi verið lagður af sem varaflugvöllur fyrir Ísafjarðarflugvöll. Hún spyr einnig um nýtingu vallarins á síðustu fimm árum og hvenær síðast var lent á Þingeyri. 
Þá óskar hún eftir svörum um framtíðaráform stjórnvalda varðandi Þingeyrarflugvöll og viðhald fjarfestinga þar. Að lokum spyr hún út í nýjar flugvélar Flugfélagsins og hvort þær geti lent á Ísafjarðarflugvelli og Þingeyrarflugvelli. ...
Meira
05.03.2016 - 06:39 | bb.is,Vestfirska forlagið

Sómi sveitarfélagsins verði útnefndir

Sómi byggðarkjarnanna verða útnefndir.
Sómi byggðarkjarnanna verða útnefndir.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu Kristjáns Anda Guðjónssonar, bæjarfulltrúar Í-lista, um stofnað verði til viðurkenningar sem ber heitið „Sómi“ viðkomandi byggðarkjarna. T.d. Sómi Ísafjarðar, Sómi Þingeyrar o.s.frv. 
Í greinargerð með tillögunni segir að í Ísafjarðarbæ hafi heiðursborgari verið útnefndur en að það sé mikið stærra og flóknara mál sem þarfnast annars konar nálgunar og er mun dýrara í framkvæmd. „Það hefur vantað, að mér finnst, einhverja viðurkenningu sem er minna mál að framkvæma og er aðeins hugsað sem smá viðurkenning á til dæmis starfi, félagsstarfi eða einhverju öðru sem viðkomandi hefur lagt samfélaginu hér í Ísafjarðarbæ krafta sína og elju í,“ segir í greinargerð Kristjáns Andra. ...
Meira
04.03.2016 - 06:00 | Vestfirska forlagið,Dýrfirðingafélagið

Kaffidagur Dýrfirðingafélagsins 6. mars 2016

Frá kaffidegi Dýrfirðingafélagsin fyrir nokkrum árum.
Frá kaffidegi Dýrfirðingafélagsin fyrir nokkrum árum.
Ætla ekki allir að mæta á Kaffidaginn sunnudaginn 6. mars 2016 í Fella- og Hólakirkju í Reykjavík? 
Byrjar með messu kl. 14:00 þar sem Kristín Jónsdóttir úr Haukadal flytur hugvekju dagsins.
Dýrfirðingakórinn leiðir messusöng undir stjórn Guðbjargar Leifsdóttur. 
Strax að lokinni messu er svo kaffisala í Safnaðarheimilinu. 
Allur ágóði rennur til uppbyggingarstarfs Félagsheimilisins á Þingeyri. 
Nú er bara að hringja í vini og ættingja, mæta og eiga góða stund í góðra vina hópi....
Meira
03.03.2016 - 10:17 | Bjarni Georg Einarsson,Guðmundur Ingvarsson,Hallgrímur Sveinsson

Erlendu ferðamennirnir: - Markvissar tillögur að vestan í hnotskurn

Stapinn á norðurströnd Arnarfjarðar. Þar er álfabyggð. Bryggjan þeirra til hægri. Hér munu margir ferðamenn staldra við. Ljósm. H. S.
Stapinn á norðurströnd Arnarfjarðar. Þar er álfabyggð. Bryggjan þeirra til hægri. Hér munu margir ferðamenn staldra við. Ljósm. H. S.

Almannarómur segir að það sé útilokað að við getum búið við þá happa-og glappaaðferð sem ríkir í dag við móttöku erlendra ferðamanna. Við höfum leyft okkur að leggja til að þeir greiði 5,000,- kr. í aðgangseyri, nokkurs konar Íslandsgjald. Fyrsta árið gerir það 5 milljarða króna miðað við eina milljón gjaldskyldra ferðamanna. Hvað á svo að gera við þessa peninga? Til dæmis þetta:


Nýtt verkefni fyrir hreppstjóra

...
Meira
03.03.2016 - 08:04 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Suðureyri: - Ferðamennirnir heillaðir af slorinu

Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fisherman á Suðuireyri. Ljósm.: Mbl.
Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fisherman á Suðuireyri. Ljósm.: Mbl.
Á Suðureyri hefur orðið til fyrirtæki sem tengir saman sjávarútveg og ferðaþjónustu. Lesendum kann að þykja það undarlegt en fyrir mörgum erlendum ferðamanninum er það hápunktur heimsóknar til Íslands að upplifa allt ferli fisks í litlu sjávarþorpi, frá hafi og ofan í maga.

„Þetta er nákvæmlega það sama og Íslendingar eru að sækjast eftir þegar þeir ferðast til Frakklands til að skoða vínbúgarða, eða þekkta matvælaframleiðslu annarra þjóða. Erlendir gestir vilja upplifa atvinnumenningu Íslendinga. Við erum fiskveiðiþjóð en ekki bankaþjóð,“ segir Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fisherman (www.fisherman.is).

...
Meira
03.03.2016 - 07:47 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Góð þátttaka í ráðstefnunni í Björgvin

Dýrfirðingurinn Kristján Davíðsson, ráðgjafi.
Dýrfirðingurinn Kristján Davíðsson, ráðgjafi.
„Þetta er gríðarlega gott tækifæri til markaðssetningar fyrir þá sem eru í sjávarútvegi því þarna eru þeir sem taka ákvarðanir,“ segir Dýrfirðingurinn Kristján Davíðsson, ráðgjafi, um North Atlantic Seafood Forum í Bergen sem hófst á þriðjudaginn og lýkur í dag, en um er að ræða eina stærstu viðskiptaráðstefnu heims í sjávarútvegi.

Kristján segir að á ráðstefnunni séu hátt í 1.000 þátttakendur frá yfir 300 fyrirtækjum víðs vegar að úr heiminum. „Þarna eru þeir samankomnir sem tengjast sjávarútvegi með einum eða öðrum hætti frá 35 löndum. Þetta eru allt leiðandi aðilar í sjávarútvegi ásamt bankafólki og fjárfestum frá Síle til Kína og allt þar á milli.“

...
Meira
02.03.2016 - 08:18 | Vestfirska forlagið,skutull.is

Vilja stækka friðlýst svæði við Dynjanda

Hafliði Magnússon (1935-2011) við Dynjanda í Arnarfirði. Ljósm.: BIB
Hafliði Magnússon (1935-2011) við Dynjanda í Arnarfirði. Ljósm.: BIB
Umhverfisstofnun hefur lagt til að friðlýst svæði við Dynjanda í Arnarfirði verði stækkað sem og friðlýsing náttúruvættisins endurskoðuð til að tryggja verndun vatnasviðs Dynjandisfoss og umhverfis hans. Tillagan er meðal annars til komin vegna þess að oftar en einu sinni hefur komið til álita að veita vatni úr Stóra-Eyjavatni, sem er stærsta stöðvatnið á vatnasviði Dynjanda og utan friðlýsingarinnar, en einnig vegna aukins fjöldi ferðamanna við fossinn. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gær....
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31