15.03.2016 - 07:08 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið
Ágúst M. Sigurðsson.
Ágúst fæddist á Akureyri 15. mars 1938, sonur Sigurðar Stefánssonar, prófasts og síðar vígslubiskus á Möðruvöllum í Hörgárdal, og Maríu Júlíönu Kristjönu Ágústsdóttur cand.phil.
Sigurður var sonur Stefáns Hannessonar, bónda á Þrándarstöðum í Kjós, og Guðrúnar Matthíasdóttur, húsfreyju og veitingakonu í Reykjavík, en María var dóttir Ágústs Jósefssonar, bæjarfulltrúa og heilbrigðisfulltrúa í Reykjavík, sem skrifaði fróðlegar endurminningar um mannlíf í Reykjavík, og Pauline Charlotte Andreasdóttur, f. Sæby.
Eftirlifandi eiginkona Ágústar er Guðrún Lára Ásgeirsdóttir, kennari og prestsfrú, dóttir Kirstínar Láru Sigurbjörnsdóttur, kennara í Ási í Reykjavík og Ásgeirs Einarssonar, héraðsdýralæknis í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
...
Meira