A A A
  • 1956 - Sigurður Pétur Jónsson
  • 1962 - Sighvatur Jón Þórarinsson
17.03.2016 - 07:31 | bb.is,Vestfirska forlagið

Tilvera þorps þegar kvótinn fer

Ásdís Thoroddsen leikstjóri.
Ásdís Thoroddsen leikstjóri.
Heimildarmyndin Veðrabrigði eftir Ásdísi Thoroddsen verður sýnd í Ísafjarðarbíói á fimmtudagskvöld, 17. mars 2016.
Myndin fjallar um Flateyri og afleiðingar kvótakerfis á mannlíf og byggð í þorpinu. Gríðarleg fólksfækkun hefur verið á Flateyri undanfarinn áratug, sérstaklega eftir sölu Kambs á öllum eignum sínum, bátum og veiðiheimildum, árið 2007 og um það bil 120 manns misstu vinnuna....
Meira
17.03.2016 - 07:24 | Vestfirska forlagið,Blaðið - Vestfirðir

Kardemommubærinn á Þingeyri

Ljósm.: Davíð Davíðsson.
Ljósm.: Davíð Davíðsson.

Leikdeild Höfrungs á Þingeyri hefur verið sérlega dugleg síð-ustu ár og sett upp vandaðar og vinsælar leiksýningar fyrir alla fjölskylduna.


Fyrst var það Lína langsokkur, svo kom Galdrakarlinn í Oz og verkefni ársins er hvorki meira né minna en Kardemommubærinn. Það er óhætt að segja að þetta sígilda leikrit Thorbjörns Egner um fólkið í Kardemommubæ hafi verið meðal vinsælustu barnaleikrita allra tíma hér á landi. Nú hafa íbúar þessa vinsæla bæjar flutt lögheimili sitt í Dýrafjörð nánar tiltekið í Félagsheimilið á Þingeyri. Þar spranga nú um torg persónur á borð við Bastían bæjarfógeta sem gætir þess að allt sé í röð og reglu í bænum. Þar hittir þú líka fyrir Sörensen rakara, Tomma og Kamillu litlu og ekki má gleyma Soffíu frænku. Rétt við bæjarmörkin búa þrír ræningjar sem heita Kasper, Jesper og Jónatan.


Kardemommubærinn verður frumsýndur laugardaginn 19. mars kl.14.00 í Félagsheimilinu Þingeyri

...
Meira
16.03.2016 - 21:25 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Grái herinn berst fyrir mannsæmandi kjörum og virðingu

Vasklegur hópur eldri borgara hefur gengið fram fyrir skjöldu og stofnað Gráa herinn, baráttuhóp innan Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Og setti vitaskuld upp facebook-síðu til að vekja athygli á málstaðnum og skapa vettvang þar sem fólk getur komið skoðunum sínum á framfæri. Þar eru stefnuskránni gerð ítarleg skil, farið yfir markmið og leiðir og hvernig herinn hyggst beita sér í ýmsum málefnum sem snerta eldri borgara með beinum hætti, t.d. varðandi eftirlaun og lágmarkskröfur, atvinnutækifæri, húsnæðismál, skattaívilnanir, starfslok, virðingu og reisn....
Meira
16.03.2016 - 06:50 | Vestfirska forlagið

Gvendardagur er 16. mars

Gyllir ÍS 261 við bryggju á Flateyri. Skipið er 40 ára í dag.  Í fjörunni stendur Flateyringurinn/Eyrbekkingurinn Júlía B. Björnsdóttir. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Gyllir ÍS 261 við bryggju á Flateyri. Skipið er 40 ára í dag. Í fjörunni stendur Flateyringurinn/Eyrbekkingurinn Júlía B. Björnsdóttir. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
« 1 af 2 »

Gvendardagur er 16. mars. Þá lést Guðmundur góði Arason Hólabiskup árið 1237. Guðmundar- eða Gvendardagur varð messudagur í Hólabiskupsdæmi ári 1315 þegar bein hans voru tekin upp.


Mikil helgi var á Guðmundi meðan katólska entist þótt hann væri aldrei lýstur helgur maður opinberlega, og eimdi lengi eftir af dýrkun hans, einkum á norðanverðum Vestfjörðum þar sem heimildir eru um nokkurt tilhald á messudegi Guðmundar allt fram á 20. öld.
Sunnanlands var gert ráð fyrir veðrabrigðum til hins verra þennan dag eða Geirþrúðardag daginn eftir, og jafnvel talið ills viti ef það brást.



Á síðasta fjórðungi 20. aldar var á Flateyri horft til Gvendardags sem mikils happadags í Önundarfirði eftir að skuttogarinn Gyllir ÍS 261 kom í fyrsta sinn til Flateyrar á Gvendardegi 16. mars 1976. Það var Útgerðarfélag Flateyrar hf. sem átti Gylli en það félag var dótturfélag Hjálms hf. á Flateyri sem var stofnaður þann 22. september 1968.
Gyllir heitir nú Stefnir ÍS- 28 og er gerður út frá Ísafirði.


...
Meira
« 1 af 2 »

Þingeyrarvefurinn sendi Innanaríkisráðuneytinu fyrirspurn um stöðu Dýrafjarðarganga í kerfinu í dag fyrir rúmum mánuði. Spurt var:


Hver er staða málsins?


Er búið að fjármagna verkið?


Og er búið að fjármagna gerð heilsársvegar yfir Dynjandisheiði?


Svar ráðuneytisins barst fyrir nokkrum dögum eins og komið hefur fram hér á Þingeyrarvefnum. Það hljóðar svo:



  1. Til undirbúnings og útboðs eru ætlaðar 100 m.kr. í Dýrafjarðargöng á þessu ári og samkvæmt tillögu að samgönguáætlun fyrir 2015-2018, sem lögð var fyrir Alþingi 27.05.2015, en var þó ekki afgreidd, var 1.500 m.kr. ætlaðar til verksins árið 2017 og 3.000 m.kr. árið 2018.


  1. Reiknað er með að forval fari fram um mitt þetta ár og útboð síðla þessa árs.


Dynjandisheiði var ekki nefnd í svari ráðuneytisins. Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem undirritaður sér beinharðar tölur um Dýrafjarðargöng. 

...
Meira
15.03.2016 - 20:48 | bb.is,Vestfirska forlagið

Íbúar í Kardemommubænum flytja lögheimili sitt í Dýrafjörð

Kardemommubærinn og hluti íbúa hans, eins og þeir birtast á Þingeyri.
Kardemommubærinn og hluti íbúa hans, eins og þeir birtast á Þingeyri.
Þessa dagana eru íbúar í Kardemommubænum í óða önn við að gera heimkynni sín klár, svo bjóða megi til bæjarins á laugardag, en þá mun leikdeild Höfrungs á Þingeyri frumsýna hið vinsæla verk Thorbjörns Egner, Kardemommubæinn í Félagsheimili Þingeyrarar. Leikdeild Höfrungs á Þingeyri hefur verið sérlega iðin við kolann síðustu ár og sett upp vandaðar og vinsælar leiksýningar fyrir alla fjölskylduna, eins og ævintýrið um kraftastúlkuna knáu Línu langsokk og Galdrakarlinn í Oz, með öllum sínum skrautlegu persónum. 
Verkið um fólkið í Kardemommubæ hefur verið meðal vinsælustu barnaleikrita allra tíma hér á landi og íbúar staðarins fundið sér stað í hjörtum barna á öllum aldri. Þar má nefna Bastían bæjarfógeta sem gætir þess að allt sé í röð og reglu í bænum, Sörensen rakara, Tomma og Kamillu litlu. Þeir félagar Kasper, Jesper og Jónatan eru þó sennilegast hve frægastir Kardemommubæjarbúa, nema ef vera kynni að hörkutólið hún Soffía frænka tæki þeim fram í vinsældum....
Meira
15.03.2016 - 07:08 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Merkir Íslendingar - Ágúst M. Sigurðsson

Ágúst M. Sigurðsson.
Ágúst M. Sigurðsson.
Ágúst fæddist á Akureyri 15. mars 1938, sonur Sigurðar Stefánssonar, prófasts og síðar vígslubiskus á Möðruvöllum í Hörgárdal, og Maríu Júlíönu Kristjönu Ágústsdóttur cand.phil.

Sigurður var sonur Stefáns Hannessonar, bónda á Þrándarstöðum í Kjós, og Guðrúnar Matthíasdóttur, húsfreyju og veitingakonu í Reykjavík, en María var dóttir Ágústs Jósefssonar, bæjarfulltrúa og heilbrigðisfulltrúa í Reykjavík, sem skrifaði fróðlegar endurminningar um mannlíf í Reykjavík, og Pauline Charlotte Andreasdóttur, f. Sæby.


Eftirlifandi eiginkona Ágústar er Guðrún Lára Ásgeirsdóttir, kennari og prestsfrú, dóttir Kirstínar Láru Sigurbjörnsdóttur, kennara í Ási í Reykjavík og Ásgeirs Einarssonar, héraðsdýralæknis í Gullbringu- og Kjósarsýslu.

...
Meira
15.03.2016 - 02:16 | Vestfirska forlagið,sunnlenska.is

Sveinn lætur af störfum sem landgræðslustjóri

Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, í Sagnagarði – fræðslu- og kynningarsetri Landgræðslunnar. Ljósmynd/Landgræðslan
Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, í Sagnagarði – fræðslu- og kynningarsetri Landgræðslunnar. Ljósmynd/Landgræðslan

Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri lætur af störfum vegna aldurs þann 30. apríl næstkomandi eftir 44 ára starf. Sveinn hefur raunar unnið lengur við landgræðslustörf því hann hafði áður unnið mörg sumur hjá Landgræðslunni.


Þá tók hann við starfi landgræðslustjóra við lát föðurbróður síns, Páls Sveinssonar, og var þá aðeins 26 ára. Páll hafði tekið við starfi sandgræðslustjóra af Runólfi Sveinssyni, föður Sveins, sem lést 1954. Sama fjölskyldan hefur því sinnt starfi landgræðslustjóra frá árinu 1947, eða í tæp 70 ár.

...
Meira
Eldri færslur
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31